Afhendingarmátar

Afhendingarmátar / Sendingamátar

Til að geta verið með úrvalsþjónustu leitast ELKO við að vera með marga möguleika í flutning fyrir þig. Hér að neðan má sjá þá helstu möguleika sem í boði eru.

Sendibíll Elko - Höfuðborgarsvæðið - Vefverslun og verslanir ELKO Lindum, Skeifunni og á Granda

 • Aðeins í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu 
 • Stór heimilistæki og sjónvörp
 • Afhendingartími er milli 12-15 eða 17-21 virka daga / 16-20 laugardaga og sunnudaga*
  •  Ekki er hægt að lofa sérstakri tímasetningu
  • Hægt er að biðja bílstjóra að taka eldra tæki og farga. Gjald fyrir það er 4000 kr .(6000 kr. fyrir kæli- og frystitæki)
 • Verð: 5995 kr. (8995 kr. fyrir tvö eða fleiri stór tæki eða tvöfaldan ísskáp) *Akstur á laugardögum og sunnudögum: 7495 kr. (11245 kr. fyrir tvö stór tæki eða tvöfaldan ísskáp)
 • Pósturinn - Sækja á næsta Pósthús / Heimkeyrsla 
  • Vefverslun Elko býður upp á að senda pantanir ódýrt út á land. Borgað er fast gjald Elko og við sendum á næsta pósthús við þig eða heim að dyrum þar sem það er í boði hjá Íslandspósti. 
  • Verð fer eftir stærð sendingar, smápakkar eru sendir á næsta pósthús fyrir aðeins 500 kr. en stærri tæki fyrir aðeins 4995 kr. (39'' sjónvarp og stærra, 84 cm ísskápur og stærri) 
   • Ef heimkeyrsa er valinn er gjaldið 900 kr. fyrir smápakka og 5995 kr. fyrir eitt stórt tæki en ef tvö eða flerri tæki eru send er það 8995.
  • Pósturinn sækir til okkar vörur á eftirfarandi tíma: Stórar vörur (heimilistæki, sjónvörp) sótt til okkar kl.13
   Litlar vörur (sem afgreiddar eru úr verslun) eru sendar frá okkur kl.13 og 15 virka daga
  • Pantanir eru settar í tiltekt um leið og greiðsla er staðfest, afgreiðslutími á pöntun fer svo eftir fjölda pantana en við miðum við að pöntun sé komin á næsta pósthús við þig 1-4 virkum dögum  eftir að pöntun er greidd ef engin vandamál koma upp
  • Ef farsímanúmer er gefið upp er það skráð á póstmiða og sendist sms tilkynning þegar pakki er skannaður á næsta pósthús við þig
  • AFHENDING
   • PAKKI PÓSTHÚS
    Pakki pósthús er tilkynntur viðtakanda, annað hvort með SMS tilkynningu eða með tilkynningu sem er borin út daginn eftir komu pakka á pósthús og getur viðtakandi þá nálgast pakkann. Pakki pósthús er afhentur á pósthúsi viðtakanda við framvísun tilkynningar (prentuð eða SMS) og skilríkja með mynd. Viðtakandi getur einnig veitt öðrum aðila skriflegt umboð til að taka á móti pakkanum á pósthúsi fyrir sína hönd. Pakki pósthús er auðkenndur með rauðum límmiða. Pakki pósthús er hægt að fá á öll pósthús og afgreiðslustaði Póstsins. Ef sending er merkt með fylgibréfi eða pakkanúmeri en ekki með límmiða til að auðkenna afhendingarmáta, er sendingin skilgreind sem Pakki pósthús.
   • PAKKI HEIM
    Pakki heim er keyrður út til einstaklinga frá mánudegi til föstudags klukkan 17-22 og til fyrirtækja frá mánudegi til föstudags klukkan 09-17 þar sem útkeyrsla er. Ef póstlagt er fyrir kl.16:30 verður pakkinn keyrður út 1, 2 eða 3 dögum eftir póstlagningu. Gerð er ein tilraun til afhendingar og sé hún árangurslaus er skilin eftir tilkynning. Í þeim tilfellum má nálgast pakkann á viðkomandi pósthúsi næsta virka dag gegn framvísun tilkynningarinnar. Pakki heim er auðkenndur með grænum límmiða. Pakki heim er í boði í þeim póstnúmerum þar sem heimkeyrsla er.
   • Landspóstur: Þar sem landspóstur er í boði eru pakkar keyrðir heim án aukagjalds sem eru minni en 0,125 m3 í rúmmál og/eða léttari en 30 kg. Ef póstur berst sem er umfram þessa þyngd/stærð utan þéttbýlis þá skal pósthús hafa samband við viðskiptavin og honum boðið að sækja sendinguna eða fá hana keyrða heim gegn gjaldi. 
 • Pósturinn - Senda til útlanda
  • Miðað við gjaldskrá Íslandspósts - Ekki er hægt að panta í gegnum vefverslun þar sem sendingarkostnaður er ekki reiknaður út fyrir sendingar utan Íslands. Einnig tekur Vefverslun aðeins við íslenskum kredikortum eða millifærlum. 
  • 1-2 DVD eða CD : Ef um er að ræða 1-2 DVD diska eða 1-2 CD diska er hægt að senda vöru sem ábyrgðarbréf (sjá upplýsingar á Postur.is) 
   Sending á pökkum til útlanda: Greiða þarf grunngjald + kílóverð fyrir sendingu. Reikniregla: Grunnverð +(fjöldi kg* kílóverð) = Heildaverð (sjá upplýsingar á Postur.is) Áætlaður flutningstími er 3-18 virkir dagar (sjá nánar)