Albatross

DVDALBATROS

Er varan til í verslun nálægt þér?

    Tómas er ungur og ástfanginn maður sem ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitar en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir.
95 kr.

Ekki til í vefverslun ELKO

Varan er því miður uppseld. Við getum látið þig vita þegar þessi vara er komin aftur á lager.

Bera Saman vörur

Vefverslun ELKO

  • Hvernig panta ég?
  • Greiðslumátar í boði
  • Afhendingarmátar í boði
SJÁ NÁNAR

Þannig er söguþráður gamanmyndarinnar Albatross sem gerð er af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni sem er á lokametrunum.Farið var í vel heppnaða söfnun á Karolina Fund til að klára eftirvinnslu myndarinnar og er Albatrossfyrsta leikna kvikmyndin sem fjármögnuð er í gegnum síðuna.

Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. Faðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk Kjartans, yfirmanns Tómasar sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golfklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni (Papamug).
DVD útgáfudagur 24.11.2015

Almennar upplýsingar.

Gerð disks DVD

Viðskiptavinir sem keyptu þessa vöru keyptu einnig