SÍA VÖRULISTA ÚTFRÁ EIGINLEIKUM

 • 2495.0 (5)
 • 1295.0 (4)
 • 995.0 (4)
 • 2995.0 (1)
 • 495.0 (1)

Spennutryllir

Útsala The Gallows (Blu-ray)
  Myndin segir frá nokkrum unglingum í framhaldsskóla sem ákveða að minnast látins nemanda við skólann, en hann dó fyrir 20 árum á hroðalegan hátt í miðri sýningu á leikriti sem heitir The Gallows. Til að minnast hans ákveða unglingarnir að setja leikritið upp aftur og eru á fullu að vinna í því þegar þeim verður ljóst að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Og brátt fer allt úr böndunum .
495 kr.
Bera Saman
Útsala Fight Club (blu-ray)
995 kr.
Bera Saman
Útsala Argo (Blu-ray)

  Þegar sex bandarískum sendiráðsmönnum tókst að komast undan uppreisnarmönnum í Íran og fela sig í kanadíska sendiráðinu var sett í gang björgunaraðgerð sem sannaði að raunveruleikinn er oft ótrúlegri en skáldskapurinn. Argo er byggð á dagsannri sögu sem að mestu leyti gerist í Íran rétt eftir að íranskir uppreisnarmenn hertóku bandaríska sendiráðið í Teheran þann 4. nóvember árið 1979. Um leið og uppreisnarmennirnir lögðu sendiráðið undir sig tókst sex starfsmönnum þess að flýja og komast í skjól í kanadíska sendiráðinu. Sú hætta var fyrir hendi að ef uppreisnarmenn kæmust að því hvar sexmenningarnir væru myndu þeir taka þá af lífi. Stjórnendur í ríkisstjórn Bandaríkjanna töldu það því bráðnauðsynlegt að aðstoða sitt fólk áður en það yrði of seint. Vandamálið var auðvitað hvernig? Lausnin fólst í sérlega áhættusamri aðgerð þar sem FBI-menn voru sendir til Írans dulbúnir sem kvikmyndagerðarmenn. Í þeim blekkingarleik var síðan allt lagt undir

995 kr.
Bera Saman
Útsala Lady in the Water (Blu-ray)
  M. Night Shyamalan (The Sixth Sense, The Village) heldur hér áfram upphafningu sagnahefðarinnar í kvikmyndum og blandar saman því yfirnáttúrulega og því hversdagslega. Paul Giamatti (Sideways) leikur Cleveland Heep, þunglyndan húsvörð íbúðasamstæðu í Philadelphiu. Meðal íbúa samstæðunnar eru einstæður faðir (Jeffrey Wright, Syriana), systkini leikin af Sarita Choudhury (She Hates Me) og leikstjóranum sjálfum, meinhæðinn kvikmyndarýnir (Bob Balaban) og ungur háskólanemi (Cindy Cheung). Eftir að Cleveland er bjargað frá drukknun af dularfullri konu (Bryce Dallas Howard, The Village) uppgötvar hann að hún er af fornum ættbálki vatnavera sem lengi hafa ekki verið í samskiptum við menn. Meðan Cleveland hjálpar henni að komast aftur í sinn heim hjálpar hún honum og íbúunum að sjá tilganginn í lífi sínu.
995 kr.
Bera Saman
Útsala Eyes Wide Shut (1999) blu-ray, stálbox
  Læknir verður heltekinn af því að eiga kynmök, eftir að eiginkona hans viðurkennir að hafa haft kynferðislegar langanir til manns sem hún hitti og refsar honum fyrir þann óheiðarleika að viðurkenna ekki eigin kynóra. Þetta hrindir af stað atburðarás þar sem læknirinnn á í sambandi við dóttur látins sjúklins síns og gleðikonu. En þegar hann heimsækir næturklúbb, þar sem vinur hans píanóleikarinn Nick Nightingale leikur, þá kynnist hann leynilegum kynlífshópi og ákveður að fara á samkomu hjá þeim. Hann kemst samt fljótt að því að hann er kominn í aðstæður sem hann ræður ekki við, og fjölskylda hans er í hættu.
995 kr.
Bera Saman
Útsala Paranormal Activity: The Marked Ones (Blu-ray)
  Myndin fjallar um hinn seinheppna Jesse, sem tekur þá misgáfulegu ákvörðun að fara að róta í gegnum hrörlega íbúð nágranna síns, sem er nýlega látinn. Það þarf vart að taka það fram að það sem hann finnur við þetta rót sitt er talsvert óheillavænlegra en aflóga húsgögn, eða hrúgur af gömlum dagblöðum. Og það er heldur ekki auðvelt að sleppa.
1.295 kr.
Bera Saman
Útsala Super 8 (Blu-ray)
  Myndin gerist árið 1979 í smábæ í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Nokkrir krakkar eru að taka upp litla mynd á Super 8-myndavél þegar þeir verða vitni að svakalegu lestarslysi eftir að pallbíll ekur inn á teinana, beint í veg fyrir flutningalest. Strax eftir slysið sjá krakkarnir eitthvað mjög undarlegt og illútskýranlegt yfirgefa flakið. Herinn er óvenju fljótur á vettvang og vill enginn gefa upp hvað var um borð í þessari lest. Næstu daga láta allir hundar sig einfaldlega hverfa á brott úr bænum, fólk byrjar auk þess að hverfa og fleiri undarlegir atburðir eiga sér stað. Lögreglumaðurinn Lamb er algerlega ráðþrota, en sonur hans, sem er einn krakkanna sem varð vitni að slysinu, ákveður að fá vini sína til að rannsaka þetta mál upp á eigin spýtur. Þeir fara brátt að uppgötva hluti sem eru bæði skelfandi og stórkostlegir, en hvaða atburð þessir hlutir eru fyrirboði um veit enginn – fyrr en það byrjar að gerast...
1.295 kr.
Bera Saman
Útsala G.I. Joe: The Rise of Cobra
  Einhverntíma í framtíðinni er G.I. Joe teymi sérsveitarfólks sem þarf að uppræta hin stórhættulegu Cobra samtök áður en þau verða of valdamikil.
1.295 kr.
Bera Saman
Útsala Flightplan (Blu-ray)
  Spennutryllir frá árinu 2005 með Jodie Foster í aðalhlutverki.
1.295 kr.
Bera Saman
Útsala Inferno (Blu-ray)

  Þegar Robert Langdon vaknar upp á sjúkrahúsi í Flórens á Ítalíu hefur hann ekki hugmynd um hvernig hann komst þangað. Það síðasta sem hann man er að hann var á gangi á lóð Harvard-háskólans í Bandaríkjunum og nú þarf hann að komast að því hvað leiddi hann í þessar furðulegu aðstæður. Fyrir utan að glíma við algjört minnisleysi þarf Langdon fljótlega að leggja á flótta undan skuggalegum mönnum sem ætla sér að stytta honum aldur. Á flóttanum, þar sem hann nýtur aðstoðar læknisins Siennu Brooks, þarf Robert sem sagt að komast bæði að því í hverju hann lenti og hvernig hann bjargar lífinu.

2.495 kr.
Bera Saman
Útsala Assassin's Creed 2015 - blu ray

  Myndin fjallar um inngrip manns að nafni Callums Lynch í sögulega atburði á tímum spænska rannsóknarréttarins, en Callum þessi er afkomandi hins vígfíma Aguilar sem ásamt félögum sínum barðist á móti óréttlæti og illum mönnum sem voru uppi á þessum tíma. Með sérstakri tækni í nútímanum getur Callum ferðast aftur í tímann, tekið sér bólfestu í líkama Aguilar og haldið verkum hans áfram...

2.495 kr.
Bera Saman
Útsala Live by Night (Blu-ray)

  Bannárin í Bandaríkjunum sköpuðu grundvöll fyrir arðbært svartamarkaðsbrask með áfengi sem um leið var vatn á myllur skipulagðra glæpasamtaka og margra einstaklinga sem langaði að efnast fljótt og mikið. Joe Coughlin var einn þeirra.

2.495 kr.
Bera Saman
Útsala Arrival 2016 (blu ray)

  Þegar tólf geimskip koma óvænt til jarðar er málvísindakonunni Louise Banks ásamt vísindamönnum á öðrum sviðum falið að ná sambandi við geimverurnar í von um að komast að ástæðunni fyrir heimsókn þeirra. Það sem Louise og kollegar hennar uppgötva með rannsóknum sínum er langt fyrir utan allt það sem nokkur hefði getað ímyndað sér....

2.495 kr.
Bera Saman
Útsala Monster Trucks Blu-ray.

  Tripp er ungur bílaáhugamaður sem um nokkurt skeið hefur látið sig dreyma um að komast frá smábænum sem hann ólst upp í og út í heim að freista gæfunnar. Til að gera drauminn að veruleika þarf hann á keppnisbíl að halda en þar sem peningarnir eru af skornum skammti leggur hann út í að smíða bílinn sjálfur. Þegar slys verður í olíuborholu í grennd við bæinn leiðir það til þess að einhverju ókennilegu dýri úr iðrum jarðar skýtur upp á yfirborðið. Áður en hægt er að handsama það leggur það á flótta og felur sig síðan beint fyrir utan þar sem Tripp er að smíða bílinn. Þannig vill það til að Tripp og skrímslið, sem heitir reyndar Creech, hittast í fyrsta sinn og þegar í ljós kemur að Creech er áhugadýr um kraftmikla bíla tekur atburðarásin enn skemmtilegri stefnu.

2.495 kr.
Bera Saman
Útsala The Hunger Games: Mockingjay - Part 1 (Blu-ray)
  Katniss Everdeen (Lawrence) sér sig nauðuga til að sameina hverfin í Panem og efna til byltingar gegn spilltu ógnarstjórninni í Höfuðborginni ("The Capitol"). Um leið og stríðið sem mun ákveða örlög Panem stigmagnast þar til að Höfuðborgin leggur öll hverfin í rúst, verður Katniss að ákveða hverjum hún getur treyst og hvað hún skuli gera, á meðan allt sem henni er kært hangir á bláþræði.
2.995 kr.
Bera Saman