SÍA VÖRULISTA ÚTFRÁ EIGINLEIKUM

 • 995.0 (101)
 • 495.0 (22)
 • 2495.0 (14)
 • 195.0 (8)
 • 1995.0 (8)
 • 295.0 (8)
 • 95.0 (5)
 • 983.0 (5)
 • 247.0 (2)
 • 489.0 (1)

Drama

Útsala Trouble with the Curve
  Myndin segir frá gömlum hafnaboltaref, Gus, sem Eastwood leikur. Sjón hans er farinn að daprast verulega sem aftur hefur leitt til þess að hann á sífellt erfiðara með að sinna starfi sínu, en það felst í því að koma auga á nýja og efnilega hafnaboltaleikmenn á meðal áhugaliðanna. Til að bjarga málunum ákveður dóttir hans að aðstoða hann í „leitarferð“ sem á e.t.v. eftir að verða hans síðasta.
95 kr
Bera Saman
Útsala Kinsey

Kinsey

DVDKINSEY
  Dramamynd frá árinu 2004 með Liam Neeson í aðalhlutverki
95 kr
Bera Saman
Útsala Powder Blue

Powder Blue

DVDPOWDERBLUE
  Dramamynd frá árinu 2009 með Forest Whitaker og Jessica Biel í aðalhlutverkum.
95 kr
Bera Saman
Útsala Sex and the City 2

Sex and the City 2

DVDSEXCITYMO2
  Lífið leikur við Carrie og vinkonur hennar, hún á í hamingjusömu sambandi við Mr. Big sem virðist loks hafa komist á stöðugan kjöl og vinkonurnar virðast allar vera að fá það sem þær vilja í lífinu. Hins vegar er aldrei langt í uppreisnina hjá þeim, þar sem þær draga stöðugt í efa þær hefðbundnu væntingar sem eru gerðar til þeirra á öllum sviðum, sem eiginkonur, mæður og fleira. Þó Carrie sé hamingjusöm með Mr. Big virðist hún hafa sífellt auknar áhyggjur af því að gleðin muni ekki endast milli þeirra. Til að breyta aðeins til ákveða þær að skella sér í risastóra ævintýrareisu. Þær yfirgefa öryggi umhverfis síns í New York og fara til sólríkrar paradísar í Mið-Austurlöndum þar sem partýið lifir góðu lífi allan sólarhringinn og eitthvað framandi og heillandi leynist við hvert götuhorn. En kannski hefur þessi ferð önnur og alvarlegri áhrif á líf þeirra en þær ætluðu sér...
95 kr
Bera Saman
Útsala The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 2
  Bella Swan er nú orðin vampíra og kann vel að meta og nýta sér þá ofurmannlegu krafta sem í því felast. Um leið eru hún og Edward orðin stoltir foreldrar litlu stúlkunnar Renesmee, en fæðingu hennar er ekki jafn vel fagnað alls staðar. Í kjölfarið á ósönnum ásökunum átta þau Bella og Edward sig á því að þau munu innan skamms þurfa að verja bæði eigið líf og líf Renesmee og að eina leiðin til þess sé að safna saman þeim sem standa þeim næst og fá þau til að berjast sér við hlið. En er það nóg?
95 kr
Bera Saman
Útsala Angel Heart

Angel Heart

DVDANGELHEART

  Harry Angel er kominn með nýtt mál til að fást við, hann á að finna mann sem kallaður er Johnny Favourite. Hlutirnir eru þó flóknari en það, því Johnny vill ekki láta finna sig, og atburðarásin fer að gerast æ skuggalegri.

195 kr
Bera Saman
Útsala Bright Young Things

Bright Young Things

DVDBRIGHTYOUN
195 kr
Bera Saman
Útsala Fragile (2002)

Fragile (2002)

DVDFRAGILE

  Hjúkrunarkona fær starf í gömlum Barnaspítala. Þar reynir hún eftir bestu getu að halda sjúklingum sínum álífi þegar plága af furðulegum og dularfullum árásum.

  Meðal leikar er Calista Flockhart, Richard Roxburgh og Elena Anaya. Myndin er frá 2002 og í leikstjórn Jaume Balagueró.

195 kr
Bera Saman
Útsala Cinema Paradiso

Cinema Paradiso

DVDCINEMAPARA
  Rómantísk dramamynd frá árinu 1990
195 kr
Bera Saman
Útsala Flash of Genius

Flash of Genius

DVDFLASHOFGEN

  Sönn saga um prófessor og uppfinningamann sem leggur til atlögu við allan bílaiðnaðinn eftir að einn bílarisinn stelur af honum byltingakenndri uppfinningu.

195 kr
Bera Saman
Útsala Side Effects

Side Effects

DVDSIDEEFFECT
  Emily Taylor er hamingjusamlega gift fjármálamanninum Martin Taylor og á sér einskis ills von þegar Martin er skyndilega handtekinn vegna misferlis. Þetta dregur Emily afar langt niður og svo fer að hún leitar aðstoðar sálfræðings sem eftir viðtal lætur hana hafa lyf til að vinna bug á angistinni sem nagar hana. En lyfin hafa allt önnur áhrif á Emily en til var ætlast og segja má að veröld hennar fari í framhaldinu á hvolf vegna hinna óvæntu hliðarverkana. Svo fer að sálfræðingurinn lætur hana hafa ný lyf en þá tekur lítið betra við ...
195 kr
Bera Saman
Útsala Warrior

Warrior

DVDWARRIOR

  Tommy Riordan er fyrrverandi sjóliði í her Bandaríkjanna sem snýr aftur á heimaslóðirnar í Pittsburgh eftir margra ára fjarveru. Tilefnið er að hann ætlar sér að taka þátt í MMA - keppni í blönduðum bardagalistum, þar sem metfé, fimm milljónir dollara, fæst fyrir sigur. Tommy, sem er þjáður af draugum úr fortíð sinni, byrjar á því að leita uppi föður sinn, Paddy, og fær hann til að taka sig í þjálfun fyrir keppnina, en Paddy hafði einmitt þjálfað hann á árum áður og gert hann að einum besta bardagamanni Bandaríkjanna. Á sama tíma ákveður bróðir Tommys, Brendan, einnig að taka þátt í keppninni. Brendan starfar sem kennari en hefur átt erfitt með að láta enda ná saman. Þess vegna lætur hann sig einnig dreyma um að ná langt í keppninni en er um leið sá eini sem telur sig eiga einhverja möguleika á móti þeim bestu, þar á meðal bróður sínum og föður sem hann hefur hvorki hitt né talað við í mörg ár. Það stefnir því allt í eitt meiriháttar uppgjör þar sem þeir bræður munu ekki bara mætast í hringnum heldur þurfa að takast á við gömul mál sem á sínum tíma sundruðu þeim og fjölskyldu þeirra.

195 kr
Bera Saman
Útsala We Own the Night

We Own the Night

DVDWEOWNNIGHT
195 kr
Bera Saman
Útsala Frost / Nixon

Frost / Nixon

DVDFROSTNIXON
  Verðlaunamyndin Frost/Nixon frá árinu 2009
247 kr
Bera Saman
Útsala Get on the Bus

Get on the Bus

DVDGETONBUS
  Söguleg, dramamynd frá árinu 1996
247 kr
Bera Saman
Útsala Voksne Mennesker

Voksne Mennesker

DVDVOKSNEMENN

  Daniel er veggjakrotari sem lifir af að mála ástarjátningar á veggi Kaupmannahafnar. Hann er á stanslausum flótta undan stöðumælavörðum, skattayfirvöldum og lögreglunni en engu að síður tekst honum að lifa algerlega áhyggjulausu lífi. Líf hans tekur óvænta stefnu þegar hann fellur kylliflatur fyrir hinni ábyrgðarlausu og heillandi Franc. Fyrr en varir standa þau andspænis mestu ábyrgð sem hugsast getur.

295 kr
Bera Saman
Útsala The Shawshank Redemption
  Andy Dufresne er ungur og efnilegur bankamaður. Líf hans breytist skyndilega þegar hann er fundinn sekur um morðið á eiginkonu sinni og elskhuga hennar, og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Myndin gerist á fimmta áratug síðustu aldar og sýnir hvernig Andy, með hjálp vinar síns Red, athafnamannsins í fangelsinu, reynist verða mjög óvenjulegur fangi.
295 kr
Bera Saman
Útsala The Social Network

The Social Network

DVDSOCIALNETW
  Saga um stofnendur samskiptavefsíðunnar Facebook. Haustnótt eina árið 2003, settist Harvard nemandinn og forritunarsnillingurinn Mark Zuckerberg niður við tölvuna sína til að byrja að vinna að nýrri hugmynd. Hugmyndin vex upp í að verða alheims samfélagskerfi, og bylting í samskiptum. Sex árum og 500 milljón "vinum" síðar er Mark Zuckerberg orðinn yngsti bandaríski milljarðamæringur í sögunni...en velgengnin hefur líka í för með sér persónuleg og lagaleg vandamál.
295 kr
Bera Saman
Útsala The Lincoln Lawyer

The Lincoln Lawyer

DVDLINCOLNLAW
  Mick Haller starfar yfirleitt úr aftursætinu á Lincoln Continental bílnum sínum sem verjandi fyrir hina ýmsu götukrimma, úrhrök og vandræðagemsa og telst frekar sleipur á sínu sviði. Hann bjóst þó aldrei við því að landa máli af þeirri stærðargráðu sem hinn ríki Beverly Hills glaumgosi Louis Roulet biður hann að taka að sér. Luis er sakaður um tilraun til manndráps af ungri fallegri leikkonu en hann sver að ásakanirnar séu ekkert annað en lygar til að féfletta hann. Mick ákveður að taka að sér starfið, kaupið er helvíti fínt og honum þætti ekki verra að geta gert vel við konuna sína og dóttur. Luis virðist hreinn á yfirborðinu en ekki líður á löngu þar til Mick fer að rekast á ýmislegt skuggalegt úr fortíð hans. Það sem átti að vera auðvelt starf með frábæru kaupi snýst upp í baráttu tveggja bragðarefa um hver nær að snara hinn fyrst, og verðlaunin eru upp á líf og dauða.
295 kr
Bera Saman
Útsala Bone Collector

Bone Collector

DVDBONECOLLEC

  Myndin er ein morðráðgáta út í gegn. Raðmorðingi lætur að sér kveða í stórborginni New York og skilur eftir sig blóðuga slóð. Eftir slys í göngum, verður réttarmeinafræðingurinn Lincoln Rhyme alveg lamaður, þannig að hann getur aðeins hreyft höfuð sitt og einn fingur. Með því að styðja fingri á lyklaborð á tölvu þá getur hann stjórnað ýmsu í umhverfi sínu með hjálp hjúkrunarfræðings. En hann hræðist sífellt að fá slag sem gæti gert hann að grænmeti, og hann áætlar því "brottflutning", með hjálp vinar síns sem er læknir. Þetta breytist allt þegar hann fær ábendingu frá raðmorðingja sem er greinilega miðuð að réttarmeinarannsókninni. Málið endurvekur áhuga hans á lífinu. Klár, ung lögga, Amelia Donaghy, sem er þjökuð af sjálfsmorði föður síns og heldur að hún sé næst á dagskrá raðmorðingjans, er fljót að hugsa og bjargar vettvangi fyrsta glæpsins. Hann sér að hún hefur hæfileika á sviði réttarmeinafræða, og Rhyme fær hana inn í þá deild hjá lögreglunni, án þess að hún hafi sérstakan áhuga á því sjálf. Í gegnum talstöð þá verður hún augu hans og eyru á vettvangi.

   

       Bönnuð innan 16 ára   Í myndinni er ofbeldi
Í myndinni er ljótt orðbragð

   

295 kr
Bera Saman
Útsala Min så kallade pappa
  My So-Called Father er sænsk drama mynd frá 2014. Dóttir hjálpar föður sínum sem hún hefur ekki hitt í þó nokkurn tíma að rifja upp minningar eftir að hann missir minnið. Íslenskur texti
295 kr
Bera Saman
Útsala The Hundred-Foot Journey
  Myndin segir frá indverskri fjölskyldu sem flúði frá Indlandi eftir að veitingastaður þeirra var eyðilagður í óeirðum stjórnarandstæðinga með þeim afleiðingum að fjölskyldumóðirin, sem jafnframt var kokkurinn á veitingastaðnum, lét lífið. Síðan þá hefur fjölskyldufaðirinn leitað að stað í Evrópu þar sem hann og fjölskylda hans gæti hafið nýtt líf og opnað veitingastað. Tilviljun ræður því að fyrir valinu verður hús í litlu sveitaþorpi í Frakklandi sem þó skartar veitingastað sem hlotið hefur Michelin-stjörnu fyrir eldamennskuna. Eigandi þess staðar, Madame Mallory, er hins vegar lítt hrifin af tilvonandi samkeppni Indverjanna og í gang fer atburðarás og barátta sem á þó eftir að fara allt öðruvísi en nokkur hefði getað séð fyrir .
295 kr
Bera Saman
Útsala The Cooler

The Cooler

DVDCOOLER
  Atvinnu fjárhættuspilari verður ástfanginn.
489 kr
Bera Saman
Útsala The Wrestler

The Wrestler

DVDWRESTLER
  Rourke leikur Randy „The Ram“ Robinson, fyrrum fjölbragðaglímukappa sem var frægur á níunda áratugnum en hefur sokkið í svaðið síðan þá. Nú keppir hann um helgar í litlum og illa borguðum bardögum í New Jersey, til að eiga í sig og á, því hann hefur eytt öllum þeim peningum sem hann eignaðist á frægðardögum sínum. Þegar honum býðst að keppa á ný við frægasta mótherja sinn frá níunda áratugnum, ayatollah, með von um væna greiðslu nái hann að sigra, sér hann loks möguleika á að snúa við blaðinu. Það reynist þó erfiðara en að segja það að breyta gömlum siðum og koma sér á rétt ról, hvað þá komast í nógu gott form til að geta sigrað öflugan mótherjann.
495 kr
Bera Saman
Útsala Zero Dark Thirty

Zero Dark Thirty

DVDZERODARKTH
  Sagan af áratugs langri leit Bandaríkjamanna að leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, Osama bin Laden, allt frá árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 og þar til sérsveitarmenn í Navy SEAL 6 teyminu, skutu hann og drápu í maí 2011.
495 kr
Bera Saman
Útsala Graduate

Graduate

DVDGRADUATE

  Ben er nýlega útskrifaður úr menntaskóla og foreldrar hans ætlast til mikils af honum. Í veislu sem haldin er fyrir hann lætur frú Robinson, sem er eiginkona viðskiptafélaga föður hans, hann keyra sér heim, sem leiðir til þess að þau eiga saman ástarfund og ástarsamband. Ástarsambandið endar að lokum, en kemur aftan að honum síðar þegar hann verður ástfanginn af Elaine, sem er dóttir frú Robinson.

495 kr
Bera Saman
Útsala The Aviator

The Aviator

DVDAVIATORGB
  Drama frá 1985 með Christopher Reeve og Rosanna Arquette í aðalhlutverki. Myndin gerist árið 1920, póst-flugvél hrapar í fjall sem er fullt af úlfum. Enskur texti
495 kr
Bera Saman
Útsala Behind the Candlebra

  Dramamynd gefin út árið 2013

495 kr
Bera Saman
Útsala Karlar sem hata konur
  Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist er dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir meiðyrði í garð viðskiptajöfursins Hans-Eriks Wennerström og ákveður í framhaldi af því að taka sér hlé frá störfum á tímaritinu Millennium. Um sama leyti fær hann einkennilega upphringingu. Henrik Vanger, fyrrum forstjóri hinnar voldugu Vangersamsteypu, vill ráða Mikael til þess að skrifa sögu fjölskyldunnar. Fljótlega kemur í ljós að fjölskyldusagan er yfirskin: hið raunverulega verkefni er að komast að því hvað varð um unga frænku forstjórans, Harriet, sem hvarf sporlaust fjörutíu árum fyrr. Mikael Blomkvist er tregur til, en tekur að sér verkefnið. Honum berst aðstoð úr óvæntri átt; kona, Lisbeth Salander, mjóslegin, náföl og tattúveruð, frábær rannsakandi og tölvuséní er fengin til að fylgjast með honum en endar á því að liðsinna honum í málinu
495 kr
Bera Saman
Útsala Loftkastalinn sem hrundi
  Þriðja og síðasta myndin í Millennium þríleiknum sem er byggður á spennubókum Stieg Larson um tölvuhakkarann Lisbeth Salander og blaðamanninn Mikael Blomkvist. Lisbeth er lífshættulega særð með kúlu fasta í höfðinu og leitar hefnda.
495 kr
Bera Saman
Útsala The Queen

The Queen

DVDTHEQUEEN

  Díana "prinsessa fólksins" er nýlega dáin í bílslysi í París. Drottningin og fjölskylda hennar ákveður að það sé fyrir bestu að þau haldi sig innan dyra í Balmoral kastalanum. Niðurbrotinn almenningur skilur ekki þessa ákvörðun og krefst þess að drottningin komi fram og huggi fólkið. Þetta setur einnig pressu á nýlega kjörinn forsætisráðherrann Tony Blair sem reynir hvað hann getur að sannfæra drottninguna um að tala við fólkið í landinu.

495 kr
Bera Saman
Útsala Thin Ice

Thin Ice

DVDTHINICE
  Thin Ice er ný heimildamynd um loftslagsrannsóknir, þar sem vísindamönnum sem starfa að slíkum rannsóknum víða um heim – þar á meðal á báðum heimskautum, í Suður-Íshafi, Nýja Sjálandi, Evrópu og Bandaríkjunum – er fylgt eftir við störf þeirra um þriggja ára skeið. Þeir tala af hreinskilni um vinnu sína, vonir og ótta. Þessi nálgun höfunda myndarinnar, sem sjálfir eru vísindamenn, veitir nána innsýn í alþjóðlegt samfélag vísindamanna sem helga sig rannsóknum á loftslagi jarðarinnar. Þessi innsýn skýtur líka sterkum stoðum undir þá kenningu að vaxandi losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmslofti sé meginorsök loftslagrbreytinga þeirra sem nú eru að eiga sér stað.
495 kr
Bera Saman
Útsala Brúðguminn

Brúðguminn

DVDBRUDGUMINN
  Dramantísk íslensk, gamanmynd frá árinu 2008
495 kr
Bera Saman
Útsala Inhale

Inhale

DVDINHALE
  Paul og Diane eiga dóttur sem glímir við erfiðan lungnasjúkdóm og þarf lungnaígræðslu eigi hún að lifa af. Þau fá litla hjálp frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum og þurfa að fara aftast á biðlista, sem gerir vonir dóttur þeirra um að lifa af afar litlar. Í stað þess að gefast upp ákveður Paul að leita annarra leiða til að bjarga lífi hennar og fer yfir landamærin til Mexíkó til að semja við fólk þeim megin um líffæraflutning, algerlega án nokkurra leyfa og með töluverðri áhættu fyrir sjálfan sig. Málin flækjast svo fljótlega upp að því marki að Paul þarf að keppa við tímann og setja líf sitt í stórhættu í þeirri von að bjarga lífi dóttur sinnar.
495 kr
Bera Saman
Útsala Take Me Home Tonight
  Fjórir vinir fara út að skemmta sér og úr verður kvöld sem ekkert þeirra mun nokkurn tíma gleyma. Matt er 22 ára gamall maður sem hefur ekki enn ákveðið hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Þrátt fyrir metnaðarfulla hvatningu frá bæði föður sínum og móður að láta úr sér rætast ákveður Matt að sækja um starf á vídeóleigu. Hann er varla byrjaður þegar inn í búðina gengur æskudraumastúlka hans, Tori, en hún fékk aldrei að vita hvaða hug Matt bar til hennar þegar þau voru saman í skóla. Nú fær hann hins vegar einstakt tækifæri til að heilla hana. Á sama tíma kynnumst við systur Matts, hinni vel gefnu Wendy, besta vini hans, Bryan, og Kyle, en hann er reyndar fyrrverandi erkióvinur Matts og er nú á höttunum eftir Wendy ...
495 kr
Bera Saman
Útsala Amy

Amy

DVDAMY
  Heimildarmynd um Amy Winehouse
495 kr
Bera Saman
Útsala Intouchables

Intouchables

DVDINTOUCHABL
  The Intouchables er byggð á sannri sögu. Philippe er franskur auðmaður sem slasast illa í fallhlífarsvifi og lamast við það fyrir neðan háls. Þetta verður honum að sjálfsögðu mikið áfall ekki síst vegna þess hversu lífglaður útivistarmaður hann var fyrir slysið. Þegar Philippe er ásamt aðstoðarkonu sinni að ráða einhvern til að annast sig sækir um starfið ungur maður, Driss, en hann er með heldur vafasaman feril að baki. Driss sjálfum til mestu furðu ræður Philippe hann þrátt fyrir að ljóst sé að fagleg þekking hans á umönnun fatlaðra er engin. En Philippe hefur sínar ástæður fyrir því að honum leist best á þann sem engan séns átti í starfið. Það á síðan eftir að koma í ljós að innsæi hans var rétt og smám saman myndast á milli þessara ólíku manna einstök vinátta sem smitar alla sem á horfa
495 kr
Bera Saman
Útsala The Last Temptation of Christ
  Dramamynd frá árinu 1988 með Willem Dafoe í aðalhlutverki
495 kr
Bera Saman
Útsala The Fighter

The Fighter

DVDFIGHTER
  The Fighter er sannsöguleg mynd og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward og hálfbróður hans Dicky. Micky var alltaf kallaður "Sá írski" og stefndi lengi að því að verða heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Þrátt fyrir að vera gæddur miklum líkamlegum hæfileikum var leiðin hvorki bein né greið. Dicky hafði ungur náð langt á hnefaleikabrautinni, og varð stjarna heimabæjarins þegar hann sló sjálfan Sugar Ray Leonard niður í bardaga, en náði þó aldrei að verða meistari. Hann lenti ungur á glæpabrautinni, sem hafði einnig dópneyslu í för með sér sem dró hann næstum til dauða. Eftir að Dicky hafði losað sig undan fíkniefnunum reyndist hann Micky mikilvægur á leið hans á toppinn.
495 kr
Bera Saman
Útsala Jagten

Jagten

DVDJAGTEN
  Sagt er frá leikskólakennaranum Lucasi sem er ranglega sakaður um að misnota barn í leikskólanum. Í kjölfarið verður hann skotmark múgsefjunar og honum útskúfað úr samfélaginu. Dönsk verðlaunamynd með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki.
495 kr
Bera Saman
Útsala Don Jon

Don Jon

DVDDONJON
  Dramantísk gamanmynd frá árinu 2013
495 kr
Bera Saman
Útsala Okkar eigin Osló

Okkar eigin Osló

DVDOKKAREIGIN
  Myndin gerist í Osló, sumarhúsahverfi við Þingvallavatn og í Reykjavík. Fylgst er með tveimur gerólíkum manneskjum gera tilraun til þess að stofna til náinna kynna; Haraldi verkfræðingi hjá Marel og Vilborgu, bankastarfsmanni og einstæðri móður. Haraldur og Vilborg eru fólk sem við þekkjum öll. Þau hafa sína yndislegu kosti og hræðilegu galla. Þau taka misgáfulegar ákvarðanir, eru oft á tíðum óheppin og klaufaleg í samskiptum en einnig leidd áfram af þrá sem við þekkjum öll eftir betra lífi, félagsskap, ást og hamingju.
495 kr
Bera Saman
Útsala Nightcrawler

Nightcrawler

DVDNIGHTCRAWL
  Hinn atvinnulausi Lou Bloom ákveður að skapa sér sinn eiginn starfsvettvang og gerast sjálfstæður myndatökumaður sem vinnur við að ná nærmyndum af því versta sem gerist í Los Angeles. Lou Bloom er ákafur ungur maður og þráir að koma sér áfram í lífinu, trúir á ameríska drauminn og er tilbúinn til að gera næstum hvað sem er til að láta hann rætast. Eftir að hafa leitað um hríð að vinnu og alls staðar komið að lokuðum dyrum fær Lou Bloom hugmynd þegar hann kemur kvöld eitt að vettvangi umferðarslyss og sér að störfum kvikmyndatökumenn sem hugsa um það eitt að ná sem bestum myndum af hinum slösuðu og hraða sér síðan með upptökurnar í myndverið til að ná þeim inn í næsta fréttatíma. Í framhaldinu ákveður Lou að leggja þetta fyrir sig, ræður til sín starfsmann og tekur að elta uppi alls konar slys og aðrar vondar fréttir sem reynast auðseljanleg vara. En þegar hann fer líka að eltast við glæpamenn til að ná myndum af glæpum þeirra og jafnvel morðum er hann kominn inn á vægast sagt hættulega en æsispennandi braut .
495 kr
Bera Saman
Útsala Do the Right Thing
  Gamanmynd frá 1989 eftir Spike Lee.
495 kr
Bera Saman
Útsala The Iron Lady

The Iron Lady

DVDIRONLADY
495 kr
Bera Saman
Útsala Scent of a Woman

Scent of a Woman

DVDSCENTWOMAN
  Frank er fyrrum yfirmaður í bandaríska hernum, og er hættur störfum. Hann er blindur og viðskotaillur með afbrigðum. Charlie er í skóla, og hlakkar til að fara í háskóla. Til að redda sér pening til að komast heim um jólin, þá tekur hann að sér að annast Frank í kringum þakkargjörðarhátíðina. Frænka Franks segir að þetta verði auðveld vinna fyrir hann, en tók ekki með í dæmið að Frank vill eyða þakkargjörðarhátíðinni í New York.
595 kr
Bera Saman
Útsala Water for Elephants

Water for Elephants

DVDWATERFOREL
  Myndin segir frá Jacob sem er nemi í dýralækningum sem hættir í skóla og gengur í sirkus eftir að foreldrar hans deyja. Þar hittir hann og kynnist sirkusstjóranum harðsvíraða August og konu hans hinni fögru Marlena. Með þeim tekst ástarsamband sem hefur gríðarlegar afleiðingar
895 kr
Bera Saman
Útsala Watchmen

Watchmen

DVDWATCHMEN
  Myndin gerist árið 1985 þar sem ofurhetjur eru til í alvörunni. Nixon er ennþá forseti, Víetnamstríðið hafði unnist en spennan á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna er meiri en nokkurn tímann fyrr. Réttlætishetjan Rorschach rannsakar dauða fyrrum hetjunnar The Comedian, og því nær sem hann - og fyrrum félagar hans úr Watchmen-hópnum - dregst að sannleikanum, því meiri hætta kemur í ljós og gæti þetta samsæri jafnvel haft varanleg áhrif á mannkynssöguna.
983 kr
Bera Saman
Útsala Precious

Precious

DVDPRECIOUS
  Claireece Precious Jones á mjög erfiða æsku. Móðir hennar misnotar hana, faðir hennar nauðgar henni, og hún elst upp fátæk, reið, ólæs, enginn elskar hana né veitir henni neina sérstaka athygli. Precious hittir kennara sem vill hjálpa henni og hún finnur leið út úr ömurlegum aðstæðum sínum.
983 kr
Bera Saman
Útsala Rosemary's Baby

Rosemary's Baby

DVDROSEMARYBA
  Rosemary's Baby fjallar um hjónakornin Rosemary og Guy Woodhouse sem flytja inn í íbúð í fremur illa þokkaðri byggingu í New York. Nágrannarnir eru grunsamlegir og Rosemary, sem er ófrísk, fer að heyra dularfull hljóð og fá martraðir og grunar þá um að hafa illt í huga gagnvart ófæddu barni hennar.
983 kr
Bera Saman
Útsala An Officer and a Gentleman
  Rómantísk dramamynd frá árinu 1982
983 kr
Bera Saman
Útsala Che: Part One
  Dramantísk stríðsmynd frá árinu 2009
983 kr
Bera Saman
Útsala Of mice and men

Of mice and men

DVDOFMICEANDM
995 kr
Bera Saman
Útsala Knife Fight

Knife Fight

DVDKNIFEFIGHT
  Paul Turner er pólitískur spunameistari sem spilar bæði á fjölmiðla og fólk og sér ekkert athugavert við að reka rýtinga í bak annarra fyrir eigin ávinning. Hér er á ferðinni gamansöm ádeila þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í bandarískri pólitík og allt látið flakka. Rob Lowe leikur Paul Turner sem er þekktur fyrir árangur í starfi, en það snýst um að afla viðskiptavinum atkvæða með alls kyns fjölmiðlafléttum, klækjum og jafnvel lygavefjum sem ganga ekki síst út á að eyðileggja orðspor andstæðinganna. Í þeim efnum er Paul sérlega sjóaður og eldfljótur að koma auga á bæði styrkleika og veikleika viðskiptavina sem og andstæðinga sem hann getur nýtt sér við endalausan spunann. Kosningar eru í nánd og því er eftirspurnin eftir mönnum eins og Paul Turner í hámarki. Eitt af því sem hann þarf að gæta sín á er að taka ekki að sér verkefni fyrir andstæða póla og kannski hefur hann færst fullmikið í fang í þetta skipti. En leiðin út úr þeim vandræðum Pólitísk ádeila er líka spuni
995 kr
Bera Saman
Útsala Century Collection 90's

  Fjórar myndir saman í pakka frá 10.áratugnum, The Bodyguard, Mask, L.A. Confidential og The Matrix. Ótextað

995 kr
Bera Saman
Útsala The Double (2014)

The Double (2014)

DVDDOUBLE2014
  Simon er uppburðarlítill maður, og það fer lítið fyrir honum. Enginn tekur sérstaklega eftir honum í vinnunni, móðir hans fyrirlítur hann, og konan sem hann elskar virðir hann ekki viðlits. Hann sér enga von um að geta breytt þessu til betri vegar. Þá kemur til sögunnar nýr samstarfsfélagi, James, sem veldur róti á líf Simons. James er bæði nákvæmlega eins í úliti og Simon, en á sama tíma er hann algjör andstæða hans, sjálfsöruggur, hefur persónutöfra og á gott með að laða að sér konur. Simon til mikils hryllings, þá byrjar James smátt og smátt að yfirtaka líf hans.
995 kr
Bera Saman
Útsala Argo

Argo

DVDARGO
  Dramatískur spennutryllir frá árinu 2012
995 kr
Bera Saman
Útsala Delivery Man

Delivery Man

DVDDELIVERYMA
  Dramatísk gamanmynd frá árinu 2013
995 kr
Bera Saman
Útsala Skytturnar

Skytturnar

DVDSKYTTURNAR
  Tveir sjómenn ferðast á puttanum til Reykjavíkur og þvælast þar um á börum, nektarsýningum og í spilasölum. Þegar nóttin skellur á og þeim stendur ekki einu sinni fangelsisklefar til boða grípa þeir til örþrifaráða.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Green Mile

The Green Mile

DVDGREENMILE

  Paul Edgecomb er frekar meinhæðinn og kaldranalegur fangavörður á dauðadeild á fjórða áratug síðustu aldar. Hann hefur starfað lengi á deildinni og er litaður af því að hafa horft upp á menn lifa og deyja þar í mörg ár, en nú er um það bil að verða breyting á viðhorfum hans. John Coffey er risi að vöxtum og er með hendur á stærð við vöfflujárn. Hann situr inni fyrir að hafa myrt tvö börn, og hann er ekki hræddur við að sofa í dimmum klefa. Edgecomb, og aðrir fangaverðir, eins og Brutus til dæmis, sem er frekar viðkvæmur, og Percy sem er frekar ofbeldisfullur perri, eiga nú eftir að upplifa sitthvað yfirnáttúrulegt í fari Coffey

   

995 kr
Bera Saman
Útsala Rocky

Rocky

DVDROCKY
  Rocky Balboa er að reyna að skapa sér nafn sem boxari, en vinnur einnig sem handrukkari fyrir lúsarlaun. Þegar þungavigtarkappinn Apollo Creed heimsækir Fíladelfíu, þá vilja hans menn setja upp sýningarleik á milli Creed og einhvers boxara sem er að reyna að skapa sér nafn sem boxari, og kynna bardagann sem möguleika fyrir einhvern sem er algjörlega óþekktur, að verða þekktur á einni nóttu. Á pappírunum er Creed öruggur sigurvegari, en einhvern gleymdi að segja Rocky það, sem sjálfur lítur á þetta sem sitt stóra tækifæri í lífinu.
995 kr
Bera Saman
Útsala A Christmas Carol

A Christmas Carol

DVDCHRISTCARO
  Frá leikstjóra Forrest Gump og The Polar Express kemur Jólasaga Charles Dickens, í nýjum búningi. Þessi sígilda saga segir frá Ebenezer Scrooge (Jim Carrey) , bitrum gömlum manni sem þolir ekki jólin og allt tilstandið í kringum þau. Bæjarbúum er illa við hann og hann er ekkert alltof vinsamlegur við fólkið í kringum sig. En á jólanótt heimsækja hann þrír draugar, draugur fortíðar, nútíðar og framtíðar, sem tryggir það að Scrooge verður ekki samur maður á eftir.
995 kr
Bera Saman
Útsala Pawn Sacrifice (2015)

  Söguleg, Dramamynd frá árinu 2015.

995 kr
Bera Saman
Útsala About Time

About Time

DVDABOUTTIME

  Tim Lake uppgötvar það þegar hann er 21 árs gamall að hann getur ferðast um tímann...kvöldið eftir enn eitt misheppnaða gamlárspartýið, þá er segir faðir Tim honum að mennirnir í fjölskyldu hans hafi alltaf haft þann eiginleika að geta ferðast um tímann. Tim getur ekki breytt heimssögunni, en hann getur breytt því hvað gerist og hefur gerst í hans eigin lífi, þannig að hann ákveður að bæta heiminn... með því að fá sér kærustu. Til allrar óhamingju, þá reynist það ekki vera eins auðvelt og hann hafði haldið. Á leiðinni frá Cornwall í lest til Lundúna, til að fara í lagaskóla, þá hittir Tim loksins hina fallegu en óöruggu Mary. Þau verða ástfangin, en óheppilegt tímaferðalagsatvik verður til þess að hann hefur í raun aldrei hitt hana. Þannig að þau hittast í fyrsta skipti aftur og aftur og að lokum, eftir allskonar tímaferðalög, þá nær hann að sigra hjarta hennar. Tim notar hæfileika sína til að búa til hið fullkomna rómantíska bónorð, til að bjara hjónabandinu frá hræðilegum svaramannsræðum, til að bjarga besta vini sínum frá slæmum atburði tengdum vinnunni hans og til að koma konu hans á spítalann tímanlega áður en dóttir þeirra fæðist, þrátt fyrir rosalega umferð fyrir utan Abbey Road. En sem þessu óvenjulega lífi hans vindur fram, þá finnur Tim að hinn óvenjulegi hæfileiki hans getur ekki bjargað honum frá sorgum og góðum og slæmum atvikum sem henda allar fjölskyldur, allsstaðar. Það eru miklar takmarkanir á því hvað tímaferðalög geta leitt af sér, og þau geta verið hættuleg líka.

995 kr
Bera Saman
Útsala Fear and Loathing in Las Vegas

  Kvikmyndaútgáfa af hinu sígilda og skynörvandi verki rithöfundarins Hunter S. Thompson um ferðalag yfir þveran vesturhluta Bandaríkjanna, þar sem hann og hinn stóri samóíski lögfræðingur hans leita í örvæntingu að "ameríska draumnum". Þeir njóta á leiðinni hjálpar frá stórum skömmtum af eiturlyfjum og áfengi, sem þeir geyma í bílnum sínum; Rauða hákarlinum.

995 kr
Bera Saman
Útsala Gangster Squad

Gangster Squad

DVDGANGSTERSQ
  Myndin hefst árið 1949 í Los Angeles. Glæpamaðurinn Mickey Cohen hefur ásamt mönnum sínum komist til umfangsmikilla áhrifa í undirheimum borgarinnar og sölsað undir sig stóran hluta af ólöglegum viðskiptum tengdum eiturlyfjum, vændi, vopnasölu og veðmálastarfsemi. Áhrifa þessa miskunnarlausa glæpaforingja gætir víða og teygja völd hans anga sína m.a. inn í raðir lögregluog embættismanna borgarinnar. Eftir að ljóst er orðið að lögin ein geta ekki stöðvað Mickey og sívaxandi umsvif hans ákveða yfirvöld að heimila með leynd stofnun lítillar sérsveitar sem er ætlað það hlutverk að berjast við Mickey og menn hans með þeirra eigin aðferð, ofbeldi. Í þeirri baráttu eru allar reglur og lagabókstafir látnir lönd og leið og um leið öll miskunn ...
995 kr
Bera Saman
Útsala 47 Ronin

47 Ronin

DVD47RONIN

  Eftir að fláráður stríðsherra drepur meistara þeirra og gerir allan ættbálkinn brottrækan, þá heita 47 samúræjastríðsmenn því að leita hefnda og endurheimta heiður síns fólks. Hópurinn er rekinn frá heimili sínu og dreifist um allt landið, og þarf nú að leita hjálpar hjá Kai, sem leikinn er af Keanu Reeves - blendingi sem þeir höfnuðu á einhverjum tímapunkti - og þurfa síðan að brjóta sér leið í gegnum erfiða veröld goðsögulegra skrímsla, norna sem breyta um lögun, og miklar hættur. Þegar þessi áður brottrekni þræll, Kai, verður þeirra hættulegasta vopn, þá mun hann breytast í hetju sem verður hópnum innblástur í leit þeirra að réttlæti.

   

995 kr
Bera Saman
Útsala The Theory of Everything
  Sönn saga stjarnvísinda- og eðlisfræðingsins Stephens Hawking sem greindist með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm ungur að árum og var þá sagt að hann ætti að öllum líkindum bara tvö ár eftir ólifuð. Um leið og myndin segir frá afrekum Stephens á vísindasviðinu fjallar hún að stórum hluta um hjónaband hans og Jane Wilde, en þau kynntust í Cambridge-háskólanum skömmu áður en Stephen fór að finna til sjúkdómsins. Stephen vildi þá ljúka sambandi þeirra enda hélt hann að hann væri dauðadæmdur og yrði bara byrði fyrir Jane, en hún hélt í vonina, neitaði að sleppa og átti síðan eftir að ganga með honum í gegnum súrt og sætt af einstökum dugnaði, elju og æðruleysi
995 kr
Bera Saman
Útsala Fight Club

Fight Club

DVDFIGHTCLUB
  Jack (Edward Norton) þjáist af svefnleysi og ofan á það lifir hann fyrir flottum eignum í dásamlegri íbúð sinni. Það verður þó ekki fyrr en að hann missir hér um bil allt saman þar sem að líf hans snýst algjörlega við. Hann kynnist sérvitrum einstakling að nafni Tyler Durden (Brad Pitt), og fyrr en varir eru mennirnir bara komnir í hörkuslag. Þeir draga að sér athygli og er ljóst að þetta sé þeim bara mjög hressandi. Félagarnir gera þetta að reglulegri athöfn, en fljótt tekur "klúbburinn" stefnur sem enginn gat spáð fyrir.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Hobbit: An Unexpected Journey
  The Hobbit: An Unexpected Journey fjallar um hobbitann Bilbó Bagga og ævintýraför hans til hins forna konungsríkis Erebor, en þar hefur drekinn Smeyginn sölsað undir sig völdin. Bilbó slæst í hóp með vitkanum Gandalfi og þréttan dvergum sem eru undir forystu hins mikla stríðsmanns (eða dvergs) Þorins Eikinskjaldar . Á ferðalagi sínu þurfa þeir að fara um víðlendur sem eru morandi í dríslum, vörgum og risastórum kóngulóm. Þó að markmið þeirra sé að komast austur yfir auðnirnar og að Fjallinu Eina, verða þeir fyrst að sleppa úr dríslahellunum þar sem Bilbó kemst í kynni við veruna sem á eftir að breyta lífi hans að eilífu... Gollri. Í hellunum finnur Bilbó djásnið hans Gollris: töfrahring sem hefur yfir ýmsum óvæntum og gagnlegum kostum að búa.
995 kr
Bera Saman
Útsala Les Misérables

Les Misérables

DVDLESMISERAB
  Söngleikurinn Vesalingarnir er byggður á hinni frægu skáldsögu Victors Hugos sem gerist í París á fyrri hluta 19. aldar. Við fylgjumst með baráttu Jeans Valjeans fyrir því að hefja nýtt líf úti í samfélaginu, en hann hefur þurft að sitja árum saman í fangelsi fyrir smávægilegt brot. Örlög hans tengjast miklum samfélagslegum hræringum og lífi fjölda fólks. Við kynnumst hinum útskúfuðu, fátæklingum, vörðum laganna, vændiskonum, verkafólki, útsmognum smáglæpamönnum, stúdentum og byltingarsinnum. Og við skyggnumst undir yfirborðið og fáum innsýn í þjáningar þessa fólks, vonir og ástir, og baráttu þess fyrir betra lífi.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Muppets

The Muppets

DVDTHEMUPPETS
  Þegar þrír aðdáendur prúðuleikaranna fá veður af því að Tex Richman ætlar að rífa leikhús Prúðuleikaranna til að gera borað eftir olíu á landinu þar sem leikhúsið stendur, þá ákveða þau Mary og Walter að finna Prúðuleikarana, og sameina þá á nýjan leik. Kermit froskur býr í hálfgerðu þunglyndi í stórhýsi í Hollywood, Gunni er eftirsóttur pípulagningamaður í Gonzo's Royal Flush, Fozzie björn kemur fram með eftirhermuhljómsveit sem kallar sig Moopets, Fröken Svínka er ritstjóri fyrir tískuföt í yfirstærðum hjá Vogue tímaritinu í París, og Dýri er í reiðistjórnunarprógrammi, ásamt öðru frægu fólki, í Santa Barbara.
995 kr
Bera Saman
Útsala American Beauty

American Beauty

DVDAMERICABEA

  Dramamynd frá árinu 2000

995 kr
Bera Saman
Útsala Now you See Me

Now you See Me

DVDNOWYOUSEEM
  Hópur eitursnjallra töframanna fremur magnað bankarán í miðri sýningu og dreifir ránsfengnum til áhorfenda. Hvernig var þetta gert? Þau Michael, Jack, Merritt og Henley eru töframenn sem hafa myndað töfragengið The Four Horsemen og sett á svið magnaða sýningu í Vegas sem fær áhorfendur til að standa á öndinni. Í lok atriðisins tilkynna þau agndofa áhorfendum að nú muni þau fremja bankarán í Evrópu og ekki nóg með það heldur ætla þau að láta áhorfendur njóta peningana sem skömmu síðar tekur hreinlega að rigna yfir salinn. FBI-lögreglumanninum Dylan Hobbs er falið að rannsaka málið en hann rekur sig strax á veggi því honum er gjörsamlega ómögulegt að skilja, og því síður sanna, hvernig fjórmenningarnir sem staddir voru í Las Vegas og fyrir allra augum gætu hafa framið bankarán á sama tíma í annarri heimsálfu. En hér er auðvitað ekki allt sem sýnist .
995 kr
Bera Saman
Útsala Snow White and the Huntsman

  Mjallhvít er ótrúlega falleg ung kona. Fegurð hennar er samt ákveðin bölvun. Hún elskar Prince Charmant, strák á sama aldri og hún er, en þau voru aðskilin sem unglingar. Mjallhvít hefur verið neydd til að búa undir harðræði Ravenna og einu vinir hennar eru dýrin sem veita henni athygli. Líf Mjallhvítar fer allt úr skorðum þegar Ravenna uppgötvar að Mjallhvít er að verða fegurst allra kvenna í ríkinu. Hún er rekin úr kastalanum þar sem hún býr, og veiðimaðurinn Eric er sendur á eftir henni til að drepa hana. Hann glímir sjálfur við mikla sorg, en hann missti konu sína Söru, sem hann elskaði mjög mikið og á erfitt með að losna við sársaukann sem fylgir dauða hennar. Hann drekkur ótæpilega og eyðir dögum sínum í að leita að White Wolf sem drap konu hans. Eric er málaliði, sem þiggur laun fyrir að elta fólk. Hann þiggur laun frá Ravenna til að elta fallegustu stúlkurnar í ríkinu og koma með þær til kastalans. Þegar Eric uppgötvar að White Wolf vinnur fyrir Ravenna, þá flýr hann með Mjallhvíti og inn í dimman skóginn og fer að undirbúa hefnd sína.

995 kr
Bera Saman
Útsala Rocky II

Rocky II

DVDROCKY2
  Rocky Balboa telur sig loks vera kominn á beinu brautina þegar hann finnur skyndilega fyrir verulegum fjárskorti. Á sama tíma byrjar Apollo Creed að áreita hann í gegnum fjölmiðla og Rocky ákveður að taka slaginn við hann á nýjan leik
995 kr
Bera Saman
Útsala Rocky III

Rocky III

DVDROCKY3
  Rocky þarf nú að berjast við ungan mann sem hefur getið sér gott orð í hringnum. Ítalski folinn hefur notið mikillar velgengni en er sakaður af hinum unga hnefaleikakappa um að berjast eingöngu við auðvelda andstæðinga.
995 kr
Bera Saman
Útsala Mandela: Long Walk to Freedom
  Söguleg Dramamynd frá árinu 2013
995 kr
Bera Saman
Útsala Svartur á leik

Svartur á leik

DVDSVARTURALE
  Byggð á sakamálasögu Stefáns Mána. Svartur á leik gerist á þeim ótryggu tímum þegar undirheimar Reykjavikur eru að stækka og verða hættulegri. Við fylgjumst með upprisu og falli í hópi karaktera; Stebba, venjulegum manni sem flækist inn í eiturlyfjaheiminn í gegnum vin frá barnæsku, Tóta. Sá starfar sem handrukkari fyrir Jóa Faró, stærsta eiturlyfjabarón landsins síðan á 7. áratugnum. Tóti ásamt Brúnó, sem var líka á leiðinni upp framastigann, yfirtaka rekstur Jóa og breyta eiturlyfjamarkaðinum. Í byrjun myndar stendur Stebbi frammi fyrir því að fá á sig ákæru vegna slagsmála sem hann lenti í þegar hann var drukkinn. Hann rekst á Tóta sem bíður honum besta sakamálalögfræðing landsins ef hann kemur að vinna fyrir sig. Stebbi samþykkir það. Stuttu seinna þegar Brunó kemur frá sjálfskipaðari árs útlegð sinni erlendis, þá sér Stebbi að undir yfirborðinu liggur mikil spenna. Brúnó er siðblindur og hefur þrifist á hættu og glæpum. Tóti er hins vegar í tenglum við raunveruleikann og vill einungis reka fyrirtæki með hagnaði. Innrivalda togstreita byrjar og Stebbi er fastur í miðjunni. Sagan er sögð frá sjónarhóli Stebba og fer fyrri helmingur myndarinnar fram og tilbaka á milli Stebba, sem er að læra tökin og verða meðlimur klíkunnar með ágætis framahorfur, og baksögu Tóta og upphafs klíkunnar. Í seinni helmingnum hefur Brúno komið aftur og klíkan byrjuð að brotna niður. Endar það með því að Stebbi finnur sig fastan á milli steins (Tóta) og sleggju (Brúnó). Og þá er ekki minnst á lögregluna...
995 kr
Bera Saman
Útsala Walk the Line (2005)
  Tónlistarmaðurinn Johnny Cash elst upp á tímum kreppunnar miklu í Bandaríkjunum. Hann fær áhuga á tónlist og flytur á endanum frá bænum sem hann býr í í Arkansas fylki í Bandaríkjunum til að sinna herþjónustu í Þýskalandi. Á meðan hann er þar kaupir hann sér sinn fyrsta gítar og byrjar að skrifa sína eigin tónlist, og biður Vivian. Þau gifta sig og setjast að í Tennessee. Þau eignast dóttur og Cash fer að vinna fyrir fjölskyldunni sem sölumaður. Hann finnur mann sem gæti hjálpað honum að láta drauminn sinn rætast og nær að taka upp plötu með hljómsveitinni sinni. Stuttu síðar fer hann á stutt tónleikaferðalag, syngur lögin sín, og hittir hina fallegu June Carter, sem þá þegar er orðin þekkt tónlistarkona. Á meðan þau eru saman á tónleikaferðum, ásamt Jerry Lee Lewis og hljómsveitinni þróast með þeim ástarsamband. Á endanum hættir June á tónleikaferðinni vegna þess hvernig Cash hagar sér, en Cash er orðinn háður eiturlyfjum. Hjónaband hans stendur á brauðfótum, og þegar hann sér June síðar á verðlaunaafhendingu, þá neyðir hann hana til að fara aftur á tónleikaferðalag með sér, og lofar henni að sjá um hana og krakkana hennar tvo. Eftir því sem tónleikaferðinni vindur fram, þá styrkist samband þeirra, og á endanum skilur hann við eiginkonu sína. June kemst að því að Cash á við eiturlyfjafíkn að stríða, og hjálpar honum að yfirvinna fíknina. Sönn ást og umhyggja hjálpa John á endanum að hætta í dópinu, og að lokum biður hann hennar á sviði fyrir framan áhorfendur á tónleikum.
995 kr
Bera Saman
Útsala Apocalypse Now Redux
  Spennandi, Stríðsmynd frá árinu 1979
995 kr
Bera Saman
Útsala Life of Pi

Life of Pi

DVDLIFEOFPI
  Byggð á metsölubók Yann Martel. Þetta er töfrandi ævintýrasaga sem fjallar um Pi Patel, bráðgeran son dýragarðsvarðar. Þeir búa í Pondicherry í Indlandi, en ákveða að flytja til Kanada, og húkka sér far með fraktflutningaskipi. Þegar skipið strandar, þá finnst Pi á björgunarbát á miðju hafi ásamt sebrahesti, hýenu og órangútanapa, og 450 punda Bengal tígrisdýri sem kallast Richard Parker, en allur hópurinn berst við að halda lífi á bátnum.
995 kr
Bera Saman
Útsala Paper Towns

Paper Towns

DVDPAPERTOWNS
  Myndin er þroskasaga og fjallar um Quentin og ráðgátuna Margo, nágranna hans, sem elskar glæpasögur svo mikið að hún verður hluti einnar slíkrar. Margo hverfur sporlaust eftir hafa farið með Quentin í næturlangt ævintýri í heimabæ þeirra. Hún skilur eftir sig torræðar vísbendingar fyrir Quentin til að leysa, og leitin leiðir hann af stað í hörkuspennandi ævintýraför sem er hvort tveggja í senn bráðfyndin og hjartnæm.
995 kr
Bera Saman
Útsala Robin Hood (2010)

Robin Hood (2010)

DVDRHOOD2010

  Robin Hood segir söguna af bogmanninum snjalla Robin Hood, eða Hróa Hetti, sem á meðan hann hefur verið í þjónustu Richards konungs, og barist með honum gegn herjum Frakka, verið einkum umhugað um eigin skinn. Þegar Richard lætur lífið fer Hrói til Nottingham í Englandi, þorps sem líður fyrir spillingu og einræðisstjórn og skattpíningu fógetans í bænum. Hrói verður ástanginn af ekkjunni Lady Marian sem er þó efins um þessa nýju hetju og hvort hann sé ærlegur maður. Til að reyna nú að heilla Marian upp úr skónum og bjarga bænum úr höndum illa fógetans, safnar Hrói saman vöskum sveinum sem er hver öðrum snjallari og vopnfimari. Í sameiningu byrjar þeir að herja á yfirstéttina og leiðrétta misréttið sem viðgengst. 

995 kr
Bera Saman
Útsala Everest

Everest

DVDEVEREST

  Dramatískur spennutryllir frá árinu 2015

995 kr
Bera Saman
Útsala Straight Outta Compton

  Straight Outta Compton er saga hljómsveitarinnar N.W.A. sem náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar og var í fararbroddi hip hop-tónlistarbyltingarinnar á vesturströnd Bandaríkjanna. N.W.A. (Niggaz Wit Attitudes) var stofnuð árið 1986 af þeim Arabian Prince, DJ Yella, Dr. Dre, Eazy-E og Ice Cube sem allir voru úr Compton-hverfinu í suðurhluta Los Angeles-borgar, en þar hafði þá um langa tíð verið róstusamt og átök algeng á milli íbúanna og yfirvalda. Fyrsta stúdíóplata N.W.A. kom út í ágúst árið 1988 og hlaut heitið Straight Outta Compton. Hún reyndist tímamótaverk sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á rapp- og hip hop-tónlistarmenninguna í Bandaríkjunum og víðar.

995 kr
Bera Saman
Útsala In the Heart of the Sea (2015)
  Árið er 1820 og áhöfnin á hvalveiðiskipinu Essex veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar risastór búrhvalur ræðst á skipið og sökkvir því langt úti á Suður-Kyrrahafi. Þessi atburður varð rithöfundinum Herman Melville innblástur að hinni frægu sögu um hvíta búrhvalinn Moby Dick. En Moby Dick sagði ekki alla söguna því eftir að Essex sökk urðu eftirlifandi skipverjar skipreika í um 90 daga sem að sjálfsögðu kostaði marga þeirra lífið.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Walk (2015)

  Söguleg, Dramamynd frá 2015

995 kr
Bera Saman
Útsala The Sessions

The Sessions

DVDSESSIONS
  Mark O´Brian er 38 ára gamall. Hann notar járnlunga og ákveður að nú vilji hann ekki lengur vera hreinn sveinn. Með hjálp meðferðarfulltrúa og prests, þá hefur hann samband við Cheryl Cohen-Greene, sem er atvinnu kynlífs staðgengill og einnig dæmigerð húsmóðir, með húsnæðislán og eiginmann. Myndin er innblásin af sannri sögu, og fjallar um hið heillandi samband sem verður til á milli Cheryl og Mark á leið þeirra til missis sveindóms hans
995 kr
Bera Saman
Útsala Lost in Translation (2003)
  Bob Harris er bandarískur kvikmyndaleikari, sem má muna sinn fífil fegri. Hann kemur til Tókíó í Japan til að leika í auglýsingu, og hittir Charlotte, unga eiginkonu ljósmynda í vinnuferð þarna. Bob og Charlotte eru bæði lúin og leið og eru því fullkomnir ferðafélagar, þó þau séu ekki trúverðug sem slík fyrirfram. Charlotte er að leita að sínum stað í lífinu, og Bob reynir að þrauka í gegnum hjónaband sem er ekki mjög spennandi. Bæði saman og í sitthvoru lagi upplifa þau hvernig það er að vera Bandaríkjamaður í Tókíó. Bob og Charlotte upplifa bæði rugling sem þessu fylgir og það sem er sprenghlægilegt, vegna menningarmunar og tungumálavandræða. Eftir því sem samband þeirra verður nánara, þá átta þau sig á því að Japansheimsóknin þarf að fara að styttast í annan endann, og þeirra vinskapur sömuleiðis.
995 kr
Bera Saman
Útsala Inglourious Basterds
  Myndin segir frá bandarískri herdeild sem er send inn á mitt yfirráðasvæði Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni til þess að drepa eins marga þýska hermenn og hún mögulega getur og brjóta niður liðsandann í hernum. Þeir eru orðnir svo færir í þessu að þeir hafa fengið viðurnefnið The Basterds meðal Þjóðverja. Seinna þá vinna þeir með breskum yfirmanni sem sendur var til að búa til áætlun um að drepa nokkra háttsetta þýska foringja við frumsýningu kvikmyndar sem á að fjalla um hetjudáðir þýsks hermanns. En eitthvað fer úrskeiðis þegar þeir hitta tengilið sinn, þýska leikkonu, og allir liðsmenn hópsins sem tala þýsku eru drepnir, sem verður til þess að flækja málin dálítið. Þannig að leiðtogi þeirra, Raine liðþjálfi, býr til varaplan. Annar þröskuldur í vegi þeirra er að kvikmyndasýningin er flutt í minna bíóhús af því að maðurinn sem fjallað er um í myndinni líkist eiganda bíóhússins. Og það sem þeir vita ekki er að eigandi hússins er Gyðingur sem missti alla fjölskyldu sína þegar þýskur foringi myrti hana, og sá foringi sér um öryggismálin á kvikmyndasýningunni. The Basterds vita ekki heldur að eigandi hússins er með sína eigin hernaðaráætlun.
995 kr
Bera Saman
Útsala Romeo and Juliet

Romeo and Juliet

DVDROMEOJULI
  Ný útgáfa af hinu þekkta leikverki Williams Shakespeare. Sagan af þeim Rómeó og Júlíu er sennilega þekktasta ástarsaga sem skrifuð hefur verið enda hefur leikverk Shakespeares verið sett upp óteljandi sinnum, bæði í leikhúsum, sjónvarpsþáttum og bíómyndum þar sem hver leikstjórinn af öðrum hefur túlkað verkið með eigin hætti. Þau Rómeó og Júlía koma hvort úr sinni fjölskyldunni, en þær hafa lengi eldað saman grátt silfur. Ást ungmennanna er því forboðin og á eftir að snúast upp í harmleik .
995 kr
Bera Saman
Útsala Rocky IV

Rocky IV

DVDROCKY4
  Apollo Creed stígur aftur fram á sjónvarsviðið eftir að hafa skorað á sovéskan boxara að nafni Ivan Drago. Eftir mikinn ósigur sem endar á óhugnanlegan hátt, ákveður Rocky að slást við Drago á hans eigin heimavelli í Moskvu sósíalismans.
995 kr
Bera Saman
Útsala Joe

Joe

DVDJOE
  15 ára strákur sem býr við harðræði fyllibyttunnar föður síns leitar ásjár hjá fyrrverandi fanga sem er í aðstöðu til að veita honum vinnu og ákveður að vernda hann í framhaldinu. Joe er gerð eftir samnefndri skáldsögu Larrys Brown sem kom út árið 1991. Sagan segir frá Joe Ransom sem á vægast sagt vafasama fortíð að baki og er harður í horn að taka. En þótt hann sé sannarlega ekki allra á hann traustan vinahóp sem ber mikla virðingu fyrir honum. Þegar Joe vingast við hinn 15 ára Gary sem býr við ömurlegar heimilisaðstæður og ofbeldi af hálfu föður síns ákveður hann að ganga í málið til verndar drengnum, þvert á ráðleggingar og jafnvel þótt það eigi eftir að kosta hann sjálfan frelsið ...
995 kr
Bera Saman
Útsala Whiplash

Whiplash

DVDWHIPLASH
  ta Andrews verður svo töluvert flóknari þegar hann þarf að takast á við ástina og metnaðarfulla tónlistarkeppni á sama tíma – en umfram allt, sig sjálfan. Í myndinni má finna frábæra djasstónlist auk þess sem leikararnir fara á kostum í túlkunum sínum á margbrotnum manneskjum í hörðum heimi tónlistarinnar.
995 kr
Bera Saman
Útsala Dark Shadows

Dark Shadows

DVDDARKSHADOW
  Hrollvekju Gamanmynd frá árinu 2012
995 kr
Bera Saman
Útsala Tombstone

Tombstone

DVDTOMBSTON

  Mynd um hinn goðsagnakennda lögreglustjóra Wyatt Earp sem þráir nú að láta af störfum. Hann kemur til Tombstone í Arizona ásamt bræðrum sínum Virgil og Morgan, til að hefja þar nýtt líf. Þar finnur hann fyrir vin sinn til margra ára Doc Holiday, og kemst að því að bænum er stjórnað af grimmum útlögum sem kalla sig Kúrekana, eða The Cowboys. Earp, sem er ósáttur við ópíumháða eiginkonu sína, byrjar ástarsamband með stelpu úr ferðaleikhúsi, Josephine Marcus. Á sama tíma gera Kúrekarnir bæjarbúum lífið leitt. Þegar lögreglustjóri bæjarins er drepinn af einum Kúreka, þá stígur Earp fram til að koma í veg fyrir aftöku múgsins án dóms og laga. Hann neitar einnig að láta morðingjann af hendi til félaga sinna, sem verður til þess að fjandskapur verður á milli Earp og bræðra hans og Kúrekanna. Virgil, sem er með sektarkennd yfir því að gera ekkert til að hjálpa íbúum bæjarins, samþykkir að taka að sér stöðu lögreglustjóra, með Wyatt og Morgan sem sína aðstoðarmenn, auk þess sem Doc er til aðstoðar einnig. Virgil reynir að handtaka nokkra Kúreka, sem endar með hinum fræga OK Corral skotbardaga. Kúrekarnir hefna sín með því að gera bræðrunum fyrirsát og særa Virgil og drepa Morgan. Earp bræður yfirgefa bæinn, hræddir að því er virðist. Wyatt snýr aftur, með skjöld alríkislögreglumanns, og lofar að drepa hvern einn og einasta Kúreka. Hann eltir þá uppi af miskunnarleysi, þar til leiðtoginn, Johnny Ringo, mætir Wyatt í einvígi.

995 kr
Bera Saman
Útsala Still Alice

Still Alice

DVDSTILLALICE
  Alice Howland er mikils metinn prófessor í málvísindum sem nýtur lífsins í botn ásamt eiginmanni sínum John og börnum þeirra þremur, Önnu, Lydiu og Tom. Dag einn þegar hún er sem oftar að flytja fyrirlestur um málvísindi byrjar hún skyndilega að gleyma orði og orði af því sem hún ætlaði að segja. Þegar þetta ágerist leitar hún læknis og fær þann úrskurð að hún sé komin með Alzheimer. Alice og fjölskylda hennar ákveða að reyna að taka þessum örlögum af æðruleysi, en sjúkdómurinn tekur völdin á ógnarhraða og brátt er Alice einungis skugginn af þeirri lífsglöðu og snjöllu persónu sem hún var ..
995 kr
Bera Saman
Útsala Vonarstræti

Vonarstræti

DVDVONARSTRAE
  Móri (Þorsteinn Bachmann) er rithöfundur og bóhem sem finnur hvergi frið fyrir óbærilegum minningum annars staðar en á botni flöskunnar. Eik (Hera Hilmarsdóttir) er leikskólakennari sem neyðist til að grípa til örþrifaráða til að framfleyta sér og dóttur sinni. Sölvi (Þorvaldur Davíð) er fyrrum fótboltastjarna sem verður að hætta að spila vegna meiðsla og er nú á hraðri uppleið í vafasömum banka. Gömul og ný leyndarmál hrinda aðalpersónunum hverri í átt að annarri í hörkuspennandi og átakanlegri atburðarás sem lætur engan ósnortinn. Kvikmyndin er innblásin af sönnum atburðum og áhorfendur gætu því kannast við tilteknar aðstæður, persónur eða atburði úr raunveruleikanum, enda ekki langt um liðið síðan útrásin stóð sem hæst.
995 kr
Bera Saman
Útsala Kurteist Fólk

Kurteist Fólk

DVDKURTEISTFO

  Myndin fjallar um óhæfan verkfræðing sem lýgur sig inn í samfélag á Vesturlandi og þykist geta komið sláturhúsi staðarins í gang á ný, óafvitandi gengur hann inn í litla heimsstyrjöld sem ríkir í einkalífi íbúa og pólitík bæjarfélagsins. Verkfræðingurinn Lárus er haldinn allnokkrum ranghugmyndum um eigin getu. Dag einn tekur hann upp á því að skella sér vestur í Dali þar sem hann er fljótlega búinn að ljúga því að heimamönnum að hann sé stórfiskur og snilli sem geti endurreist starfsemi sláturhússins á staðnum. Það sem Lárus veit ekki er að um leið og hann byggir upp skýjaborgirnar þá er hann samtímis búinn að stimpla sig inn í alls kyns flækjur því það er sannarlega ekki allt með kyrrum kjörum í samlífi og samstarfi heimamanna. Reyndar logar allt undir niðri í illdeilum út af hinum ýmsu málum og blandast þar einkamál saman við pólitískan réttrúnað sem á stundum verður svo svæsinn að ekki má á milli sjá hverjir eru orðnir geggjaðir á ástandinu og hverjir ekki.

995 kr
Bera Saman
Útsala Afinn

Afinn

DVDAFINN2014

  Þetta er gaman-drama mynd sem tekur á gamla fiðringnum sem margir íslenskir karlmenn upplifa þegar þeir horfa fram á að vera komnir á eftirlaunaaldurinn. Kvik­mynd­in seg­ir frá Guðjóni sem lifað hef­ur ör­uggu lífi. Allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um á sama tíma og að erfiðleik­ar koma upp í hjóna­band­inu og við skipu­lagn­ingu á brúðkaupi dótt­ur sinn­ar. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar, í heim­speki­deild Há­skóla Ísland og á Land­spít­al­ann. Myndin er byggð á hinu geysivinsæla og samnefnda leikriti eftir Bjarna Hauk.

995 kr
Bera Saman
Útsala The Holiday

The Holiday

DVDHOLIDAY
  Mynd frá árinu 2006 með Cameron Diaz, Jack Black, Jude Law og Kate Winslet í aðalhlutverki.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Grand Budapest Hotel
  Myndin segir frá goðsagnakenndum dyraverði á frægu evrópsku hóteli á árunum á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldarinnar. Sagt er frá vináttu hans við ungan starfsmann sem verður sérlegur skjólstæðingur hans. Inn í söguna blandast þjófnaður og endurheimt á ómetanlegu endurreisnarmálverki, ásamt baráttu um ótrúlegan fjölskylduauð og skyndilegan uppgang sem breytti Evrópu á fyrri helmingi tuttugustu aldarinnar
995 kr
Bera Saman
Útsala La Famille Belier

La Famille Belier

DVDBELIERFAMI
  Spænsk verðlaunamynd frá 2015. Íslenskur texti
995 kr
Bera Saman
Útsala The Drop

The Drop

DVDDROP
  Myndin segir frá einmana barþjóni, Bob Saginowski, sem tengist ráni sem fer úrskeiðis og rannsókn þar sem kafað er djúpt í fortíð hverfisins þar sem vinir, fjölskylda og óvinir vinna allir saman til að hafa í sig og á - hvað sem það kostar. glæpafléttu. Myndin er byggð á bókinni Animal Rescue eftir Dennis Lehane, en hann skrifaði m.a. bækurnar sem myndirnar Mystic River, Gone Baby Gone og Shutter Island voru byggðar á. Lehane skrifar handritið sjálfur og er sagan um tvo frændur sem reka krá í New York, en hún er jafnframt notuð til að þvo illa fengið fé fyrir mafíuna. Dag einn er kráin rænd af grímuklæddum mönnum sem virðast þekkja vel til og þar með hefst mögnuð atburðarás ...
995 kr
Bera Saman
Útsala Black Swan og Fountain
  Tvær saman í pakka: Black Swan og Fountain
995 kr
Bera Saman
Útsala The Notebook

The Notebook

DVDNOTEBOOK
  Fátækur en ástríðufullur ungur maður verður ástfanginn af efnaðri ungri konu, og hjálpar henni að finna ákveðið frelsi. Þeirra leiðir skilja þó fljótlega vegna mismunandi félagslegra aðstæðna þeirra.
995 kr
Bera Saman
Útsala War Horse

War Horse

DVDWARHORSE
  Hinn ungi Albert og fjölskylda hans eru leiguliðar í Devon-héraði í Englandi árið 1915. Dag einn verður Albert vitni að því er hryssa kastar fallegu folaldi. Albert verður samstundis svo hugfanginn af folaldinu að faðir hans ákveður að kaupa það þrátt fyrir afar takmörkuð fjárráð. Með tímanum myndast afar sterkt og náið samband á milli Alberts og hestsins sem hann ákveður að gefa heitið Joey. En þetta eru erfiðir tímar og þegar uppskeran bregst neyðist faðir Alberts til að selja Joey til bresku riddaraliðssveitarinnar svo hann geti greitt leiguna af landinu sem hann hefur til umráða, því annars verður fjölskyldan öll borin út. Við þetta á Albert afar erfitt með að sætta sig og þótt hann sé allt of ungur til að mega fara á stórhættulegar vígstöðvarnar einsetur hann sér að fara samt, freista þess að finna Joey og taka hann með sér aftur heim. Þar með hefst ævintýri sem er jafnfallegt og það er viðburðaríkt og spennandi
995 kr
Bera Saman
Útsala Black Swan

Black Swan

DVDBLACKSWAN
  Dramatísk spennumynd frá árinu 2011
995 kr
Bera Saman
Útsala The Age of Adaline

The Age of Adaline

DVDAGEOFADALI
  Þegar Adaline Bowman er 29 ára ekur hún út af í slæmu skyggni og hafnar í vatni. Þetta hefði átt að verða hennar bani en eitthvað gerist og hún lifir af. Upp frá þeim degi hættir hún alveg að eldast. Það er óhætt að segja að sagan í The Age of Adaline sé sérstök. Adaline Bowman fæðist árið 1908 og elst upp á dæmigerðu bandarísku millistéttarheimili. Líf hennar virðist stefna í fastar skorður þegar hún giftist og eignast dóttur eða allt þar til hún lendir í slysinu sem fyrir einhvers konar óútskýrt kraftaverk verður til þess að hún hættir að eldast. Það tekur hana nokkur ár að átta sig á því að hún sé öðruvísi en aðrir og að á meðan aðrir eldast og breytast í útliti er hún sú eina sem lítur alltaf út fyrir að vera ung. Smám saman, eftir því sem árin líða, fækkar þeim sem þekkja leyndarmál Adaline og hún forðast ætíð að segja nokkrum frá því eða binda sig að nokkru leyti við neinn. Að lokum kemur að því að dóttir hennar, sem orðin er háöldruð kona, er sú eina á lífi sem þekkir leyndarmálið. Við fylgjumst svo áfram með Adaline fram á okkar daga þegar hún er sú eina eftir sem veit að þótt hún líti út fyrir að vera 29 ára þá er hún í raun búin að lifa í rúma öld. Allan tímann hefur hún leitað svara við því hvað gerðist þetta kvöld þegar hún hætti að eldast en aldrei orðið nokkru nær. Dag einn hittir hún hinn myndarlega heimspeking Ellis Jones sem verður umsvifalaust hrifinn af henni. Og þrátt fyrir að Adaline hafi ávallt forðast að mynda samband við nokkurn mann verður þrá hennar eftir ást og samlífi ákvörðun hennar yfirsterkari í þetta sinn. Málin vandast hins vegar þegar hún hittir föður Ellis því hún hefur hitt hann áður
995 kr
Bera Saman
Útsala Getaway

Getaway

DVDGETAWA2014
  Ökuþórinn Brent Magna er í kapphlaupi við tímann á sérsmíðuðum Shelby Cobra Mustang bíl, en hann fer með bílinn og eiganda hans í æsilegt ferðalag fyrir dulafullan óþokka til að ná að bjarga lífi eiginkonu hans sem var rænt.
995 kr
Bera Saman
Útsala Great Escape

Great Escape

DVDGREATESC
  Myndin er byggð á sannri sögu um hóp flóttasérfræðinga og stríðsfanga sem eru settir saman í flóttaheldar fangabúðir. Leiðtogi þeirra ákveður að reyna að hjálpa nokkur hundruð föngum að flýja öllum í einu. Fyrri helmingur myndarinnar er einskonar gamanmynd þar sem fangarnir verða að plata fangaverðina á meðan þeir grafa flóttagöng. Seinni helmingurinn er ævintýralegur þar sem mennirnir nota báta, lestar og flugvélar til að komast frá Evrópu í Seinni heimsstyrjöldinni.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Gift

The Gift

DVDGIFT

  Líf hjónanna Simonar og Robyn, sem hafa verið að reyna að endur- bæta samband sitt, breytist í algjöra martröð þegar gamall skóla- félagi Simonar, Gordon, byrjar að færa þeim dularfullar gjafir. The Gift er fyrsta mynd Joels Edgerton sem leikstjóra, en hann á að baki 20 ára leiklistarferil og hefur leikið í mörgum þekktum myndum eins og t.d. The Great Gatsby, Zero Dark Thirty, Exodus: Gods and Kings, Warrior og The Thing. Joel skrifaði einnig handritið og söguna auk þess sem hann leikur hinn dularfulla Gordon sem á eftir að gera þeim Simoni og Robyn lífið leitt.

995 kr
Bera Saman
Útsala The Impossilble

The Impossilble

DVDIMPOSSIBLE
995 kr
Bera Saman
Útsala 99 Homes (2015)
  Dramamynd frá árinu 2015
995 kr
Bera Saman
Útsala Mad Dogs sería 1-2

Mad Dogs sería 1-2

DVDMADDOGS1T2
  Mad Dogs sería 1 og 2 saman í pakka.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Help

The Help

DVDHELP2011
  Myndin er byggð á metsölubók Kathryn Stockett og fjallar um líf auðugra hvítra kvenna í Mississippi og þeldökka þjóna þeirra. Í The Help fer Emma Stone með hlutverk hinnar forvitnu og réttlátu Skeeter, sem snýr aftur til heimabæjar síns eftir nám við virtan háskóla. Hún á sér þann draum að verða rithöfundur en dvöl hennar við skólann víkkaði sjóndeildarhring hennar og opnaði fyrir henni hliðar á lífinu sem voru henni huldar áður. Skeeter verður strax völd að umróti í bænum þegar hún ákveður að taka viðtöl við hörundsdökkar þjónustustúlkur sem starfað hafa fyrir ríku, hvítu fjölskyldurnar bænum. Skeeter er harðlega gagnrýnd bæði af sínum eigin vinum og öðrum sem finnst ekki viðeigandi að taka slík viðtöl. En brátt kemur þjónustustúlkan Abileen fram og samþykkir að tala við Skeeter. Þrátt fyrir að þær afli sér báðar óvinsælda með þessu skrefi halda þær ótrauðar áfram og smám saman koma fleiri þjónustustúlkur fram sem vilja segja sögu sína.
995 kr
Bera Saman
Útsala Men, Women and Children
  Internetið og öll hin þráðlausa tækni sem nú hefur að miklu leyti tekið yfir samskiptamáta fólks er viðfangsefni þessarar áleitnu myndar Jasons Reitman. Hér eru sagðar nokkrar aðskildar sögur sem renna síðan saman í eina heild, en þær fjalla á raunsannan hátt um hvernig hin nýja tækni hefur hreint og beint breytt því hvernig fólk kemur fram, hugsar og talar hvert við annað. Þau Adam Sandler og Rosemarie DeWitt leika hjón í ástlausu hjónabandi sem hafa sökkt sér niður í samskiptasíður í stað þess að leysa málin sín á milli. Við kynnumst líka skóladrottningunni Hönnu sem auglýsir kynþokka sinn öllum stundum á netinu í von um að verða „uppgötvuð“ og fræg eins og Kardashian-systurnar. Hanna er hrifin af Chris sem er orðinn gjörsamlega háður klámsíðum og finnur ekki til neinnar kynferðislegrar löngunar nema fyrir framan skjáinn. Önnur ung stúlka er Allison sem eftir að hafa séð strákinn sem hún er hrifin af skrifa að honum fyndist hún of feit hefur orðið átröskun að bráð. Fimmta sagan er svo um móðurina Patriciu sem krefst þess m.a. af dóttur sinni að hún sýni sér reglulega öll samskipti sín á netinu og gerir sér enga grein fyrir hvaða afleiðingar afskiptasemi hennar hefur á dótturina. Hér er einnig sögð saga föður sem reynir af öllum mætti að ná sambandi við son sinn, en hann er orðinn tölvuleikjafíkill sem er orðinn sannfærður um að ekkert annað skipti máli en að vera í sambandi við þá sem þekkja til í hans veröld, enda eru þeir þeir einu sem eru með viti .
995 kr
Bera Saman
Útsala The Bodyguard

The Bodyguard

DVDBODYGUARDS

  Poppsöngkona hefur fengið líflátshótanir, og umboðsmaður hennar ræður lífvörð sem þekktur er af sínum góðum störfum. Lífvörðurinn hristir aðeins upp í hlutunum með því að herða á öryggiskröfum, meira en menn telja nauðsynlegt. Lífvörðurinn býr enda yfir biturri reynslu, en hann var einn af öryggisvörðum Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta en var ekki til staðar þegar Hinckley réðst að forsetanum og sýndi honum banatilræði, sem þó heppnaðist ekki. Ástarsamband þróast á milli lífvarðarins og söngkonunnar, og hún fer að trúa því að öryggisráðstafanir lífvarðarins séu nauðsynlgar þegar eltihrellirinn fer að sjást nærri heimili hennar.

995 kr
Bera Saman
Útsala Diana

Diana

DVDDIANA
  Díana Spencer, prinsessa af Wales, sem var jafnan kölluð prinsessa fólksins, lést í bílslysi þann 31. ágúst árið 1997. Þessi mynd fjallar um tvö síðustu árin í lífi hennar. Díana giftist Karli prins í júlí árið 1981, þá nýlega orðin tvítug, og var athöfninni sjónvarpað um allan heim og brúðkaupið kallað brúðkaup aldarinnar. Allt frá byrjun var hjónabandið í ágengu kastljósi fjölmiðla og óttuðust margir að hin unga, tilvonandi drottning myndi ekki standast álagið sem því fylgdi. Það liðu ekki mörg ár áður en fréttir tóku að berast af brestum í hjónabandinu og svo fór að því lauk með endanlegum skilnaði í ágúst 1996 þótt öllum væri ljóst að í raun hefði hjónasælunni lokið miklu fyrr. En hremmingum Díönu var þó ekki lokið því henni var fylgt stanslaust eftir af ljósmyndurum og vilja margir meina að sá ágangur hafi í raun valdið slysinu sem hún lést í.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Sound of Music
  Fjölskyldumynd frá 1965 með Julie Andrews í aðalhlutverki.
995 kr
Bera Saman
Útsala Romeo + Juliet

Romeo + Juliet

DVDROMEOJULIE
  Þessi frægasta ástarsaga allra tíma eftir William Shakespeare er hér færð til nútímans og gerist í úthverfi Verona á Ítalíu, en texti sögunnar er allur sá sami og í upprunalegu útgáfunni. Tvær fjölskyldur berast á banaspjót á götum borgarinnar, en elskendurnir Rómeó og Júlía tilheyra hvort sinni fjölskyldunni, sem eru hin sorglegu örlög þeirra.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Gambler

The Gambler

DVDGAMBLER
  Jim Bennett er áhættufíkill. Hann er bæði enskukennari, og fjárhættuspilari sem tekur mikla áhættu. Bennett leggur allt undir og tekur lán hjá glæpamanni og býður honum sitt eigið líf sem tryggingu. Bennett, sem passar sig að vera alltaf skrefi á undan, etur lánadrottni sínum gegn stjórnanda fjárhættuspilahrings, og inn í þetta blandast brothætt samband hans við auðuga móður sína. Hann leikur beggja vegna borðsins, hellir sér í ólöglegan neðanjarðarheim, á sama tíma og veðlánahaukurinn Frank, fer að veita honum athygli, en hann hefur föðurlegan áhuga á framtíð Bennett. Eftir því sem samband Bennett við nemendur sína dýpkar, þá þarf hann að taka mestu áhættu lífs síns til að fá annað tækifæri .
995 kr
Bera Saman
Útsala The Hypnotist

The Hypnotist

DVDDAVALDURIN
  Sagan er um ungan dreng sem er eina vitnið að þreföldu morði sem framið er í Svíþjóð þar sem fórnarlömbin eru jafnframt fjölskylda hans. Lögreglumaðurinn Joona Linna er settur yfir rannsókn málsins en kemst lítt áleiðis þar sem drengurinn er í djúpu áfalli og í engu ástandi til að lýsa því sem hann varð vitni að. Joona ákveður að eina leiðin til að komast að vitneskju drengsins sé að dáleiða hann. Til dáleiðslunnar er fenginn læknirinn og dávaldurinn Erik Brand sem hafði reyndar heitið sjálfum sér því að dáleiða aldrei neinn framar eftir slæma reynslu. Erik lætur þó undan að lokum, en dáleiðslan á eftir að hrinda í gang vægast sagt undarlegri og um leið ógnvekjandi atburðarás ...
995 kr
Bera Saman
Útsala The Wolf of Wall Street
  Stórmerkileg og sönn saga verðbréfasalans Jordans Belfort sem varð milljarðamæringur skömmu eftir tvítugt og lifði í hæstu hæðum í nokkur ár áður en veldi hans hrundi til grunna. The Wolf of Wall Street eftir Martin Scorsese er gerð eftir tveimur bókum Jordans Belfort sem hann skrifaði um sitt eigið ris og fall á fjármálamarkaðinum á Wall Street á tíunda áratug síðustu aldar. Jordan Belfort varð á sínum tíma frægasti verðbréfasali Bandaríkjanna og þótti með ólíkindum hversu hratt hann byggði upp fjármálastórveldi sitt sem gerði hann og helstu samstarfsmenn hans að margföldum milljónamæringum, en peningarnir fóru m.a. í að kaupa apa á skrifstofuna, eltast við allar sætustu slelpurnar og djamma fram á rauðar nætur. En fyrirtæki Jordans átti eftir að hrynja til grunna þegar bandarísk fjármálayfirvöld lögðu fram sannanir um ólögleg viðskipti þess sem á endanum kostuðu viðskiptavini Jordans mörg hundruð milljónir dollara
995 kr
Bera Saman
Útsala Unbroken

Unbroken

DVDUNBROKEN

  Sönn saga langhlauparans Louis Zamperini sem keppti á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 og gekk síðan í bandaríska flugherinn þar sem hans biðu raunir sem hefðu gert út af við flesta aðra menn. Zamperini var einn af ellefu manna áhöfn B-24 sprengjuvélar sem hrapaði í sjóinn suður af Hawaii eftir vélarbilun. Átta manns létust strax við höggið en Louis lifði af ásamt tveimur félögum sínum og við tók 47 daga barátta á litlum björgunarbát sem kostaði annan af félögum hans lífið á 33. degi. Þeim tveimur sem eftir lifðu var síðan bjargað um borð í japanskt herskip nær dauða en lífi, en þá tók lítið betra við enda var Louis sendur í stríðsfangabúðir þar sem hann þurfti að sæta miklu harðræði af hendi fangavarða sinna í rúmlega tvö ár

995 kr
Bera Saman
Útsala Our Brand Is Crisis

Our Brand Is Crisis

DVDOURBRANDCR
  Hin þrautreynda Jane Bodine er, þrátt fyrir að hafa tapað illa í sinni síðustu kosningabaráttu, enn talin á meðal þeirra bestu í pólitíska hernaðar- og markaðsbransanum. Þegar Jane tekur að sér að stýra kosningabaráttu bólivíska forsetaframbjóðandans Castillos sem á við ramman reip að draga í baráttunni þarf hún ekki aðeins að hífa upp fylgið við hann heldur sjá um leið við sínum helsta andstæðingi í pólitískri hernaðarlist, hinum brögðótta Pat Candy.
995 kr
Bera Saman
Útsala Philomena

Philomena

DVDPHILOMENA
  Philomena Lee (Judy Dench) verður ólétt á unglingsárum sínum á Írlandi árið 1952 og er send til klausturs sem "fallin kona." Sonur hennar er tekinn frá henni þegar hann er ennþá ungabarn og er sendur til Bandaríkjanna til ættleiðingar. Næstu fimmtíu ár leitar Philomena að honum, en án árangurs. En svo kynnist hún Martin Sixsmith (Steve Coogan), lífsþreyttum og tortryggnum blaðamanni, og í sameiningu leggja þau upp í ferðalag til Bandaríkjanna til að hafa uppi á týnda syni Philomenu. Á ferðalaginu mynda þau sterk bönd og úr verður óvænt samband sem er í senn hjartnæmt og fyndið.
995 kr
Bera Saman
Útsala Eldfjall

Eldfjall

DVDELDFJALL

  Hannes er kominn á eftirlaun eftir 37 ára starf sem húsvörður í skóla þar sem nemendum stóð ætíð stuggur af honum. Hann veltir því nú fyrir sér hvað hann eigi að taka sér fyrir hendur og efst á listanum er að gera upp gamlan bát sem hann á. Annað sem Hannes myndi gjarnan vilja laga er samband hans við tvö uppkomin börn sín, en það samband er ekki upp á marga fiska. Eina ástæðan fyrir því að hann hittir þau endrum og sinnum er að þau koma stundum að heimsækja móður sína, Önnu. Við föður sinn hafa þau hins vegar lítið að tala og enn minni áhuga á því. Kvöld eitt þegar þau Hannes og Anna eru að snæða kvöldverð fær Anna heilablóðfall. Eftir að hún er flutt á sjúkrahús og rannsökuð kemur í ljós að hún mun sennilega aldrei komast til heilsu á ný. Í stað þess að skilja Önnu eftir í höndum lækna og hjúkrunarfólks ákveður Hannes að fara með hana heim þar sem hann tekur til við að hjúkra henni og sjá henni fyrir því sem hún þarf. Um leið fær hann sjálfur nægan tíma til að skoða sjálfan sig og eigið líf og kemst að því að það er aldrei of seint að taka út þroska og laga það sem aflaga hefur farið.

995 kr
Bera Saman
Útsala The Pianist (2002)

  Söguleg, Dramamynd frá 2003

995 kr
Bera Saman
Útsala Midnight cowboy

Midnight cowboy

DVDMIDNIGHTCO
995 kr
Bera Saman
Útsala Nothing Like the Holidays
  Fjölskylda frá Puerto Rico eyðir síðustu jólunum sínum saman
995 kr
Bera Saman
Útsala Crazy Heart og Walk The Line
  Tvær saman í pakka: Crazy Heart og Walk The Line
995 kr
Bera Saman
Útsala A Late Quartet

A Late Quartet

DVDALATEQUART
  Dramamynd frá árinu 2012
995 kr
Bera Saman
Útsala The Fault in Our Stars
  Tvö ungmenni, Gus og Hazel, sem glíma við annars konar vanda en flestir aðrir, verða ástfangin upp fyrir haus og um leið staðráðin í að njóta þess sem lífið býður þeim upp á þrátt fyrir allt. The Fault in Our Stars segir á afar áhrifamikinn hátt frá 16 ára krabbameinssjúklingnum Hazel sem hittir hinn 17 ára Gus á fundi fyrir aðstandendur krabbameinssjúkra, en Gus hafði einnig fengið krabbamein með þeim afleiðingum að taka þurfti af honum annan fótinn. Auk þess glímir besti vinur hans við sama mein. Sagan þróast síðan með einstökum hætti og þótt undirtónninn sé alvarlegur þá er það lífsgleðin, lífsspekin og húmorinn sem stendur upp úr og gerir söguna að einstöku meistaraverki sem allir ættu að sjá.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Internship

The Internship

DVDINTERNSHIP
  Tveir sölumenn tapa vinnunni þegar söluvörur þeirra fara alfarið í netsölu og ákveða í framhaldinu að sækja um störf hjá Google þrátt fyrir takmarkaða tölvuþekkingu. Hér segir frá sölumönnunum Billy og Nick sem hafa ekki beint verið að fylgjast með framþróun mála í faginu og vita því vart hvað á sig stendur veðrið þegar þeir missa vinnuna í kjölfar netvæðingar fyrirtækisins sem þeir vinna hjá. Nú eru góð ráð dýr fyrir þá Billy og Nick enda ekki hlaupið að því fyrir náunga eins og þá að fá vinnu við hæfi. Í atvinnuleitinni rekast þeir hins vegar á auglýsingu frá netrisanum Google þar sem verið er að óska eftir starfsfólki og er umsækjendum boðið að taka þátt í námskeiði þar sem skorið verður úr um hverjir hljóta hin lausu störf og hverjir ekki. Þeir Billy og Nick ákveða að skrá sig. Og þótt þeir félagar hafi kannski takmarkaða þekkingu á netmálum hafa þeir ýmislegt til brunns að bera á öðrum sviðum og eru ákveðnir í að standa sig
995 kr
Bera Saman
Útsala The Judge

The Judge

DVDJUDGE
  Hank Palmer er eftirsóttur lögfræðingur sem er þekktur fyrir að taka að sér mál hvítflibbaglæpamanna og vinna þau fyrir dómi. Hann er frá litlum bæ í Indiana þar sem faðir hans er dómari en hefur hvorki komið þangað í fjölda ára né haft mikil samskipti við fjölskyldu sína og æskuvini síðan hann yfirgaf svæðið. Þegar móðir Hanks deyr heldur hann til heimabæjar síns til að vera viðstaddur útförina og ætlar sér í fyrstu ekki að stoppa miklu lengur en nauðsyn krefur. Í ljós kemur að það er ekki bara stirt á milli hans og föður hans, hins aldna dómara Josephs Palmer, heldur á Hank einnig óuppgerð mál við bræður sína tvo og fyrrverandi unnustu, Samönthu. En dvöl Hanks í bænum eftir útförina á eftir að verða lengri og viðburðaríkari en hann gerði ráð fyrir þegar faðir hans er ákærður fyrir að hafa ekið á mann og banað honum, og síðan stungið af frá vettvangi .
995 kr
Bera Saman
Útsala Sleepless in Seattle

  Eftir að Sam Baldwin missir eiginkonu sína þá flytur hann ásamt syni sínum Jonah frá Chicago til Seattle, til að jafna sig á sorginni eftir dauða konunnar, Maggie. Átján mánuðum síðar þá er Sam enn að syrgja konuna og á erfitt með svefn...

995 kr
Bera Saman
Útsala When Harry Met Sally...
  Harry og Sally hittast fyrst þegar hann fær far hjá henni eftir að þau útskrifast úr Háskólanum í Chicago. Í myndinni er flakkað í gegnum líf þeirra beggja, og fylgst með leit þeirra að ástinni, sem gengur ekki nógu vel, og inn á milli rekast þau hvort á annað af og til. Að lokum þá verður til náin vinátta á milli þeirra tveggja, og þeim finnst báðum gott að eiga vin af hinu kyninu. En þá kemur að hinni eilífu spurningu: "Geta karlamaður og kvenmaður verið bara vinir, án þess að kynlíf komi þar við sögu?"
995 kr
Bera Saman
Útsala Gone Girl

Gone Girl

DVDGONEGIRL
  Á fimm ára brúðkaupsafmælisdaginn þá tilkynnir Nick Dunne að eiginkonan, Amy, sé týnd. Eftir því sem pressa frá lögreglu og fjölmiðlum eykst þá fer sú mynd sem hann málar af sambandi þeirra að molna niður. Fljótlega, í ljósi lyga hans og svika, og furðulegrar hegðunar, fara menn að spyrja sig að því, hvort að hann hafi drepið eiginkonu sína?
995 kr
Bera Saman
Útsala The Great Gatsby

The Great Gatsby

DVDGREATGATS
  Myndin segir frá rithöfundinum Nick Carraway sem fer frá miðvesturríkjum Bandaríkjanna til New York vorið 1922, þegar djassinn og hið ljúfa líf ræður ríkjum í borginni. Nágranni Nicks í New York er hinn dularfulli milljónamæringur Jay Gatsby, og dregst Nick inn í heim hinna ofur ríku, heim sjónhverfinga, ásta og svika. The Great Gatsby gerist sumarið 1922 á Long Island og segir frá fyrrverandi hermanninum og núverandi sölumanni Nick Carraway og kynnum hans af hinum dularfulla og forríka Jay Gatsby, sem heldur miklar veislur á setri sínu en lætur sjálfur lítið fyrir sér fara, enda hafa fæstir þeirra sem sótt hafa veislurnar hitt hann í eigin persónu. Þeir Nick og Gatsby verða fljótlega ágætir vinir en um leið fer í gang atburðarás sem á eftir að verða örlagarík fyrir allar þær aðalpersónur sem við sögu koma.
995 kr
Bera Saman
Útsala Dallas Buyers Club

Dallas Buyers Club

DVDDALLASBUYE
  Söguleg dramamynd frá 2014
995 kr
Bera Saman
Útsala Focus

Focus

DVDFOCUS2015
  Reyndur fjárhættuspilari og blekkingameistari ákveður að taka unga konu í læri og leyfa henni um leið að vera með í næsta verkefni sínu. Will Smith leikur hér blekkingameistarann Nicky sem lifir góðu lífi á peningum þeirra sem honum hefur tekist að svindla á í gegnum árin. Dag einn hittir hann nýgræðinginn Jess Barrett þegar hún reynir með þokka sínum að blekkja hann og kúga síðan út úr honum pening ásamt samverkamanni sínum. Nicky fellur að sjálfsögðu ekki í gildruna en ákveður í framhaldinu að leyfa Jess að vinna með sér í nýjasta verkefni sínu og kenna henni um leið nýjustu trixin í bókinni. Það á hins vegar eftir að reyna verulega á samstarfið þegar verkefnið fer að hluta til úrskeiðis á sama tíma og samband Nickys og Jess verður nánara en til stóð. En kannski er það bara hluti af fléttunni því eins og þeir segja í bransanum þá hættir blekkingameistarinn aldrei að blekkja
995 kr
Bera Saman
Útsala Fifty Shades of Grey

  Rómantísk dramamynd frá 2015

995 kr
Bera Saman
Útsala Macbeth

Macbeth

DVDMACBETH
  Eftir að hafa sigrað andstæðinga Duncans Skotlandskonungs í lokaorrustunni spá þrjár nornir því að Macbeth hershöfðingi eigi eftir að verða konungur Skotlands og að hinn hershöfðinginn í her Duncans, Banquo, verði forfaðir komandi Skotlandskonunga.Macbeth. Fullur af metnaði og hvattur áfram af eiginkonu sinni, þá myrðir Macbeth konunginn og hirðir krúnuna.
995 kr
Bera Saman
Útsala Rocky V

Rocky V

DVDROCKY5
  Hnefaleikakappinn Rocky Balboa neyðist til að leggja boxhanskana á hilluna eftir að hafa orðið fyrir varanlegum heilaskaða í hringnum eftir mótherja sinn, Rússann Ivan Drago. Rocky snýr heim eftir viðureignina og kemst þá að því að peningunum sem hann hafði unnið sér inn sem hnefaleikameistari hefur verið stolið og bókarinn hans er búinn að tapa þeim öllum í hlutabréfabraski. Þar sem hnefaleikaferli Balboa er lokið þá byrjar hann að þjálfa efnilegan boxara að nafni Tommy Gunn. Gunn yfirgefur Rocky þegar honum finnst hann ekki vera að hjálpa sér nóg og byrjar að æfa með nýjum þjálfara, Duke. Tommy vinnur alla þá titla sem hann stefnir á en fær samt ekki þá virðingu sem honum finnst hann eiga skilið. Hann vill fá útrás fyrir reiði sína í bardaga við Rocky, en þar sem Rocky er hættur í hnefaleikum, þá yrði þetta að vera götubardagi, sem gæti orðið lífshættulegur fyrir Rocky
995 kr
Bera Saman
Útsala The Revenant

The Revenant

DVDREVENANT
  Sönn saga Hughs Glass sem skilinn var eftir í óbyggðum nær dauða en lífi árið 1823 eftir árás bjarnar. En Hugh lifði af og gríðarlega illa særður eftir björninn, fótbrotinn, vopnlaus og matarlaus náði hann samt sem áður að komast um 320 kílómetra leið að byggðu bóli, staðráðinn í að hefna sín á mönnunum sem skildu hann eftir.
995 kr
Bera Saman
Útsala Crimson Peak (2015)

Crimson Peak (2015)

DVDCRIMSONPEA
  Hrollvekjandi spennutryllir frá árinu 2015
995 kr
Bera Saman
Útsala The Program (2015)
  The Program segir frá írska íþróttafréttamanninum David Walsh sem eftir að hafa fylgst grannt með Tour de France hjólreiðakeppninni árið 1999, þegar Lance Armstrong sigraði í henni í fyrsta sinn, sannfærðist algjörlega um að Armstrong hefði notað lyf til að auka getu sína. Þessu neitaði Armstrong alfarið og ákvað David í framhaldinu að sanna sitt mál og finna þau sönnunargögn sem hann þyrfti til þess. Armstrong játaði loksins að hafa alltaf neytt ólöglegra lyfja í viðtali við Opruh Winfrey í júní 2013. Þá hafði Walsh ásakað hann um þetta svindl í fjórtán ár og þurfti heldur betur að líða fyrir það enda þverneitaði Armstrong alltaf öllu.
995 kr
Bera Saman
Útsala Gravity

Gravity

DVDGRAVITY
  Tveir geimfarar lenda í bráðri lífshættu þegar geimfar þeirra lendir í geimruslsdrífu og laskast svo mikið að viðgerð er óhugsandi. Bullock leikur Ryan Stone sem er í sinni fyrstu geimferð, en Clooney leikur leiðangursstjórann Matt Kowalski sem er í sinni síðustu ferð. Þau eru bæði við vinnu utan geimstöðvarinnar þegar slysið verður. Það orsakar m.a. sambandsleysi við stjórnstöð á Jörð sem þar með getur lítið sem ekkert gert geimförunum til aðstoðar. Vandamálið er risastórt og ekki bætir úr skák að þau Stone og Kowalski hafa takmarkaðar birgðir af súrefni þannig að tíminn sem þau hafa til að bjarga sér er naumur ... Fljótlega fer örvænting að grípa um sig. Þau uppgötva að eina leiðin til að komast aftur heim til Jarðar er að fara lengra út í geim.
995 kr
Bera Saman
Útsala Jersey Boys

Jersey Boys

DVDJERSEYBOYS
  Jersey Boys fjallar um stofnun, uppgang og að lokum lok samstarfs rokkgrúppunnar The Four Seasons á sjöunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin The Fours Seasons kom fram á sjónarsviðið árið 1960 og sló fljótlega í gegn með frábærum lögum sem lifa enn góðu lífi og hafa haldið nafni sveitarinnar hátt á lofti allar götur síðan. Jersey Boys eftir Clint Eastwood er byggð á samnefndum söngleik og sögu ungu mannanna sem skipuðu The Four Seasons og urðu heimsfrægir í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar. Um leið þurftu þeir að glíma bæði við það góða sem frægðinni fylgdi og það slæma. Söngleikurinn, sem var frumsýndur á Broadway árið 2005 og hlaut m.a. fern Tony-verðlaun, hefur síðan verið settur upp víða um lönd, þar á meðal í West End í London, Hollandi, Kanada, Suður-Afríku, Ástralíu og Singapore og hefur alls staðar notið gríðarlegra vinsælda enda afar skemmtilegur. The Four Seasons og forsöngvari þeirra, Frankie Valli, átti marga stórsmelli og má þar nefna lög eins og Big Girls Don’t Cry, Sherry, December 1963 (Oh, What A Night), My Eyes Adored You, Stay, Can’t Take My Eyes Off You, Working My Way Back to You, Walk Like a Man, Candy Girl, Ain’t That a Shame og Rag Doll.
995 kr
Bera Saman
Útsala The Secret Life of Walter Mitty
  Myndin er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1947, en hún var aftur byggð á smásögu bandaríska rithöfundarins og húmoristans James Thurber sem birtist fyrst í tímaritinu The New Yorker árið 1939. Sagan hefur allar götur síðan verið í hávegum höfð í bandarískum bókmenntum og er í dag flokkuð til meistaraverka. Þetta er sagan um hinn kurteisa en feimna Walter Mitty sem er vægast sagt dálítið utangátta í lífinu og litinn hornauga af ýmsum sem umgangast hann dags daglega. Walter vinnur á ljósmyndadeild tímaritsins Life, en á það til að flýja hinn hversdagslega raunveruleika inn í dagdrauma þar sem hann er hetjan sem allt getur. Þegar tilkynnt er að leggja eigi tímaritið niður og segja öllu starfsfólkinu upp ákveður Walter að gera eitthvað nýtt og heldur í ferðalag út í heim. Það ferðalag á eftir að verða skrítnara og viðburðaríkara en nokkrir af dagdraumum hans
995 kr
Bera Saman
Útsala Moulin Rouge!

Moulin Rouge!

DVDMOULINROGU
  Frábær dans og söngvamynd sem gerist í rauðu myllunni í París um síðustu aldarmót og fjallar um ástir og örlög með stjörnunum Ewan McGregor og Nicole Kidman í aðalhlutverkum ásamt Kylie Minogue, John Leguizamo og fleirum. Leikstjóri er Baz Luhrmann sem gerði Romeo + Juliet og Strictly Ballroom.
995 kr
Bera Saman
Útsala Djúpið

Djúpið

DVDDJUPID
  Íslensk dramamynd frá árinu 2012
1.995 kr
Bera Saman
Útsala Jack Reacher: Never Go Back

  Jack Reacher snýr aftur til gömlu höfuðstöðvanna, og kemst að því þar að hann er sakaður um 16 ára gamal morð.

1.995 kr
Bera Saman
Útsala Þrestir

Þrestir

DVDTHRESTIR

  Dramatísk mynd sem fjallar um Ara (Atli Óskar Fjalarsson), 16 ára pilt, sem er sendur á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum (Ingvar E. Sigurðsson) um tíma. Samband hans við föður sinn er erfitt og margt hefur breyst í plássinu þar sem hann ólst uppp. Ari endurnýjar kynnin við Láru (Rakel Björk Björnsdóttir), æskuvinkonu sína og þau laðast að hvort öðru.

   

1.995 kr
Bera Saman
Útsala Inferno

Inferno

DVDINFERNO

  Þegar Robert Langdon vaknar upp á sjúkrahúsi í Flórens á Ítalíu hefur hann ekki hugmynd um hvernig hann komst þangað. Það síðasta sem hann man er að hann var á gangi á lóð Harvard-háskólans í Bandaríkjunum og nú þarf hann að komast að því hvað leiddi hann í þessar furðulegu aðstæður. Fyrir utan að glíma við algjört minnisleysi þarf Langdon fljótlega að leggja á flótta undan skuggalegum mönnum sem ætla sér að stytta honum aldur. Á flóttanum, þar sem hann nýtur aðstoðar læknisins Siennu Brooks, þarf Robert sem sagt að komast bæði að því í hverju hann lenti og hvernig hann bjargar lífinu

1.995 kr
Bera Saman
Útsala Fyrir framan annað fólk

  Myndin segir frá Húbert sem er hlédrægur auglýsingateiknari og ekki sérlega laginn við að nálgast hitt kynið. Hann verður ástfanginn af Hönnu, sem er í sárum eftir sambandsslit. 

1.995 kr
Bera Saman
Útsala Joy (2015)
  Joy er einstök saga einstakrar konu, Joy Mangano, sem ung að árum hóf að finna upp alls konar nýjungar og byggði síðan frá grunni viðskiptastórveldið Ingenious Designs sem í dag á yfir hundrað einkaleyfi á vinsælum vörum sem Joy hefur fundið upp og hannað. Í myndinni er farið yfir sigra og sorgir þessa magnaða frumkvöðuls sem svo sannarlega þurfti að yfirstíga ótrúlegustu hindranir á leið sinni á toppinn, bæði viðskiptalegar og persónulegar, en lét aldrei neitt stöðva sig ...
1.995 kr
Bera Saman
Útsala Maður sem heitir Ove

  Sænsk mynd. Íslenskur texti. Ove er 59 ára gamall náungi sem við fyrstu kynni virðist frekar þurr á manninn og leiðinlegur. Hann er afar fastheldinn á reglur og lætur nágranna sína hiklaust heyra það ef þeir eru ekki að standa sig að hans mati eða gera eitthvað vitlaust. 

1.995 kr
Bera Saman
Útsala Sully

Sully

DVDSULLY

  Engan af 155 manna áhöfn og farþegum flugs 1549 frá New York til Seattle 15. janúar 2009 grunaði að sex mínútum eftir flugtak yrði Airbus 320-vélinnni sem þau voru í nauðlent á Hudson-á, beint fyrir framan augu mörg þúsund New York-búa. Nauðlending flugs 1549 á Hudson-á er áreiðanlega mörgum í fersku minni enda einungis tæp sjö ár liðin frá henni og það þótti kraftaverki líkast hversu vel hún gekk. Allir sem um borð voru komust af án teljandi meiðsla og um leið varð flugstjórinn Chesley B. „Sully“ Sullenberger þjóðhetja og var nafn hans á vörum allrar heimsbyggðarinnar næstu daga á eftir. Í myndinni fá áhorfendur í raun að fara í þessa sex mínútna flugferð og upplifa hvernig það var að vera um borð, en einnig að fylgjast með eftirmálunum, bæði björguninni sjálfri eftir að vélin var lent svo og margvíslegum eftirmálum sem fólk almennt frétti lítið af ..

1.995 kr
Bera Saman
Útsala Steve Jobs

Steve Jobs

DVDSTEVEJOBS
  Myndin fjallar eins og nafnið bendir til um frumkvöðulinn og stofnanda Apple, Steve Jobs. Hún er þrískipt og gerist hver kafli hennar í rauntíma, rétt fyrir kynningu á þremur mikilvægum vörum sem Steve Jobs stóð fyrir að markaðssetja. Fyrsti hlutinn gerist árið 1984 þegar Machintosh-tölvan var kynnt, annar hlutinn árið 1988 eftir að Steve var rekinn frá Apple, stofnaði NeXT og kynnti tölvuna Cube, og sá þriðji árið 1998 þegar Steve var aftur tekinn við hjá Apple og kynnti IMac í fyrsta sinn.
2.495 kr
Bera Saman
Útsala The Young Messiah (2016)
  Þegar Jesús Kristur var 7 ára gamall bjó hann með fjölskyldu sinni í Alexandríu í Egyptalandi, en þangað flúðu þau til að komast undan barna-fjöldamorðum Heródesar konungs í Ísrael. Jesús veit að foreldrar hans, þau Jósep og María, halda einhverju leyndu fyrir honum, um fæðingu hans og annað sem gerir hann öðruvísi en aðra stráka. Foreldrar hans telja hann of ungan til að heyra sannleikann um kraftaverkafæðingu hans og tilgang hans hér á Jörðu. Þegar þau frétta að Heródes sé látinn, þá ákveða þau að snúa aftur til Nasaret í Ísrael, óafvitandi að sonur Heródesar er, rétt eins og faðir hans, staðráðinn í að koma Jesús fyrir kattarnef.
2.495 kr
Bera Saman
Útsala Nerve

Nerve

DVDNERVE

  Nerver

  • Leikstjórn: Henry Joost, Ariel Schulman
  • Leikarar: Dave Franco, Emma Roberts, Juliette Lewis, Jonny Beauchamp, Samira Wiley, Emily Meade, Kimiko Glenn, Marc John Jefferies, Arielle Vandenberg, Machine Gun Kelly, Marko Caka, Toshiko Onizawa, Miles Heizer
  • Handrit: Jessica Sharzer
  • Tungumál: Enska
  • Aldur USA: PG-13

    Bönnuð innan 12 ára

2.495 kr
Bera Saman
Útsala Whiskey Tango Foxtrot

  Gamanmynd frá 2016

  Leikarar: Tina Fey, Margot Robbie, Billy Bob Thornton, Martin Freeman, Sterling K. Brown, Nicholas Braun, Josh Charles, Alfred Molina, Christopher Abbott

2.495 kr
Bera Saman
Útsala The Big Short

The Big Short

DVDBIGSHORT
  Nokkrir einstaklingar sem sjá fyrir hrun húsnæðismarkaðarins í Bandaríkjunum og um leið fall bankanna sem fóðruðu húsnæðislánabóluna ákveða að nýta sér það til að hagnast vel á öllu saman. The Big Short segir dagsanna sögu nokkurra fjárfesta sem sáu bankahrunið 2008 fyrir.
2.495 kr
Bera Saman
Útsala Hell or High Water

Hell or High Water

DVDHELLORHIGH

  Fráskilinn faðir og bróðir hans, sem er tiltölulega nýsloppinn úr fangelsi, ákveða að fremja bankarán til að forða heimili sínu og fjölskylduarfinum frá því að lenda í höndum lánardrottna.

2.495 kr
Bera Saman
Útsala Florence Foster Jenkins 2016

  Sönn saga hinnar kostulegu Florence Foster Jenkins sem þráði að verða óperusöngkona þrátt fyrir að vera auðheyranlega alveg rammfölsk. Þegar Florence erfði mikla peninga eftir föður sinn árið 1909, á sama tíma og hún hitti breska leikarann St Clair Bayfield sem gerðist sambýlismaður hennar, umboðsmaður og aðdáandi númer eitt, má segja að sérstæður söngferill hennar hafi hafist fyrir alvöru ... 

2.495 kr
Bera Saman
Útsala Shut in

Shut in

DVDSHUTIN

  Mary Portman er barnasálfræðingur sem býr afskekkt uppi í sveit í Englandi þar sem hún hugsar um son sinn, en hann er svo gott sem í dauðadái eftir að hafa lent í bílslysi þar sem faðir hans – eiginmaður Mary – lést. Dag einn ákveður Mary að taka inn á heimilið ungan ráðvilltan dreng og sinna honum þar en það reynist upphafið að ófyrirsjáanlegri atburðarás.

2.495 kr
Bera Saman
Útsala Selma

Selma

DVDSELMA
  Söguleg, Dramamynd frá árinu 2014.
2.495 kr
Bera Saman
Útsala Eight Days a Week - The Beatles

  Glæný heimildarmynd eftir Ron Howard um Bítlana og tónleikaferðir þeirra um heiminn á árunum 1963 til 1966 þegar vinsældir þeirra voru svo miklar að það lá við að tónleikagestir hreint og beint sturluðust af hrifningu og spennu.

2.495 kr
Bera Saman
Útsala The Danish Girl

The Danish Girl

DVDDANISHGIRL

  Myndin er sönn saga Lili Elbe en hún var ein fyrsta manneskjan í sögunni til að undirgangast kynfæraaðgerð til að breyta kyneinkennum sínum. Í myndinni er rakin breytingarsaga Elbe, og hvernig það hafði áhrif á samband hennar við eiginkonuna, Gerda Wegener. Myndin gerist í Kaupmannahöfn árið 1929. Danska listakonan Gerda Wegener málar mynd af eiginmanni sínum, Einar Wegener, í gervi konu. Þegar málverkið verður vinsælt, þá byrjar Einar að breyta sér smátt og smátt í konu og kallar sig Lili Elbe. Með ástríðu sinni og stuðningi Gerda, þá fer Elbe í fyrstu kynleiðréttingaraðgerðina sem manneskja sem fæðist í líkama karls fer í til að breyta sér í konu, en sú ákvörðun hafði mikil áhrif á hjónaband þeirra, þegar Gerda áttaði sig á að eiginmaður hennar var ekki lengur karlmaður og ekki sú persóna sem hún hafði gifst. Æskuvinur Einar, listaverkasalinn Hans Axgil, birtist síðan og til verður flókinn ástarþríhyrningur.

2.495 kr
Bera Saman
Útsala The Choice

The Choice

DVDCHOICE
  Strax við fyrstu kynni átta þau Gabby og Travis sig á því að þau eru sem sköpuð fyrir hvort annað þótt hvorugt vilji viðurkenna það. Auk þess er Gabby heitbundin og á leið í hjónaband með unnusta sínum og því koma nánari kynni af Travis ekki til greina. En þá gerist atvik sem breytir öllu ...
2.495 kr
Bera Saman
Útsala Órói

Órói

DVDOROI
  Mynd frá árinu 2010 með Atla Óskari Fjalarssyni í aðalhlutverki.
2.495 kr
Bera Saman
Útsala Anomalisa

Anomalisa

DVDAMOMALISA

  Rómantísk gamanmynd frá árinu 2016

2.495 kr
Bera Saman
Útsala Hobbit Trilogy (Blu-ray)

  Þrjár myndir saman í pakka á Blu-ray. The Hobbit: An Unexpected Journey, The Hobbit: The Desolation of Smaug og The Hobbit: The Battle of the Five Armies. Enskur texti.

9.995 kr
Bera Saman