Bezzerwizzer spurningaspil

492500

Er varan til í verslun nálægt þér?

    Aldur 15+. Vinsælasta spurningaspil Skandinavíu í íslenskri útgáfu. Bezzerwizzer inniheldur 3.000 spurningar í 20 mismunandi flokkum sem þú og vinir þínir getið haft gaman af að spreyta ykkur á. Bezzerwizzer er krefjandi og líflegt spurningaspil þar sem reynt er á þekkingu spilara í 20 mismunandi flokkum. En í spilinu græðir þú á að þekkja eigin styrk og veikleika andstæðinga. Meðan á leik stendur geturðu jafnvel nappað uppáhaldsflokkunum þeirra eða svaraðu spurningum sem til þeirra er beint. Síðast en ekki síst, sannur Bezzerwizzer er sá sem getur svarað spurningum sem mótspilarar hans gátu ekki. Notaðu þekkingu, taktík og vélabrögð til að ná markmiðum þínum.Heldurðu að þú vitir betur og iðar í skinninu að koma þeirri þekkingu að? Þú færð tækifæri til þess í nýjum spurningaleik og sýna öðrum að þú ert Bezzerwizzer!
7.995 kr.
Bera Saman vörur

Vefverslun ELKO

  • Hvernig panta ég?
  • Greiðslumátar í boði
  • Afhendingarmátar í boði
SJÁ NÁNAR

Bezzerwizzer er sprottið af brennandi áhuga á áhugaverðum staðreyndum og löngun til að sameina fólk í leik. Eftir að hafa spilað og samið spurningaleiki fyrir fjölskyldu og vini í mörg ár fékk Jesper Bülow hugmyndina að Bezzerwizzer og gaf spilið út í Danmörku árið 2006. Spilið náði strax miklum vinsældum og í dag hefur það selst í meira en 1 milljón eintaka. Bezzerwizzer er því vinsælasta spurningaspilið í Skandinavíu.

Bezzerwizzer er þróað af fólki sem elskar spurningaspil. Við erum þess fullviss að lykillinn að skemmtilegu spurningaspili og góðri upplifun sé hár gæðastaðall á öllum sviðum leiksins. En það sem er allra mikilvægast: hágæðaspurningar sem þú vilt virkilega vita svarið við. Þess vegna eru allar spurningarnar samdar af reyndum íslenskum spurningahöfundum. Við vonum að þið munið hafa gaman af að komast að því hver er mesti Bezzerwizzerinn! Bezzerwizzer inniheldur 3.000 spurningar í 20 mismunandi flokkum sem þú og vinir þínir getið haft gaman af að spreyta ykkur á.

Íslendingar leggja þekkingu sína að veði í spilinu Bezzerwizzer - Góð skemmtun með þekkingu að vopni!

 

Innihald

- 1 leikbretti
- 4 hús
- 20 þemakubbar
- 8 BEZZERWIZZER kubbar
- 4 ZWAP-kubbar
- 4 peð
- 1 poki
- leikreglur
- 250 spurningaspjöld
- askja fyrir spurningaspjöld

 

Íslenskar leikreglur
pdf_isl

 

 

 

 

Leikföng

Leikföng Borðspil
Borðspil Spurningaspil
Fjöldi leikmanna Fyrir 2 eða fleiri
Aldur 15