Bose Revolve hátalari

 Ný glæsileg hönnun og frábær 360° hljómur frá Bose

SoundLink Revolve er glæsilegur ferðahátalari frá BOSE með frábær 360° hljómgæði. Hátalarinn er lítill, nettur og vatnsvarinn (IPX4). Það tekur innbyggðu hleðslurafhlöðuna 3 klukkustundir að full hlaða sig og gefur hún þá allt að 12 klukkustunda þráðlausa spilun. Þú getur tengt hátalarann með Bluetooth eða NFC, einnig er hægt að sækja Bose Connect smáforrit (e. app) sem auðveldar tengingu og spilun. Revolve+, stærri útgáfan af Revolve, gefur 16 klukkustunda þráðlausa spilun og handfang að auki.

Soundlink Revolve hátalari frá Bose

Ótrúleg hljómgæði. Furðulega lítill.

Ekki láta stærðina plata þig. Þrátt fyrir smæð Revolve færðu Bose hljómgæði í 360°. 

Vörn gegn klaufaskap

Þú ert ekki fullkomin/nn. Með þessum hátalara, þarftu ekki að vera það. Hafðu ekki áhyggjur þótt hann velti til á borðinu eða er lagður harkalegar niður en til var ætlast. Revolve ætti að þrauka í gegn um grillveislur og önnur veisluhöld.

IPX4 er vatnsvörn gegn skvettum og rigningu, hátalarinn er ekki varinn fyrir falli úr mikilli hæð.

 

Hannaður fyrir ferðalög

Ef þú vilt færa hátalarann til eða taka hann með í ferðalagið er það ekkert vandamál. Bose SoundLink Revolve er hannaður fyrir grip, snertingu og auðvelda stjórnun.


SoundLink Revolve+ er með handfang að auki.

Hvaða útgáfa hentar þér?

Báðar útgáfurnar af SoundLink Revolve eru með 360° SoundLink hljómgæði. Munurinn er að Revolve+ er stærri, með lengri rafhlöðuendingu og handfang sem auðveldar flutning.

Soundlink Revolve og Revolve+

Rafhlöðuending á Bose Revolve

Multi Function Button á Bose Revolve

Gefðu símanum þínum frí

Er síminn í notkun eða fastur í hleðslustöð? Engar áhyggjur, þú getur sent skilaboð eða pantað borð á veitingarstað þrátt fyrir það. Með multi-function takkanum tengist þú raddstýringu fyrir Siri og Googel Now beint í gegnum hátalarann..

 Bose Connect smáforrit í síma

SoundLinkRevolve á Instagram