Burn After Reading

DVDBURNAFTERR

Er varan til í verslun nálægt þér?

    Osborne Cox (John Malkovich) er greinandi hjá CIA sem hættir eftir að hafa verið lækkaður í tign. Ákveður hann að hefna sín á yfirmönnum sínum með því að skrifa endurminningar sínar. Auk vinnumissisins vill eiginkona hans, Katie Cox (Tilda Swinton), skilja við hann, og að ráði lögfræðings síns afritar Osbourne fjárhagsupplýsingar sínar á disk. Þegar ritarinn hans gleymir síðan disknum á líkamsræktarstöð verður fjandinn laus. Vitgrannur starfsmaður stöðvarinnar, Chad Felheimer (Brad Pitt), finnur diskinn og er sannfærður um að hann hafi komist yfir verðmæt ríkisleyndarmál. Hann og samstarfskona hans, Linda Litzke (Frances McDormand), ákveða að græða á disknum með því að selja hann eða kúga fé út á efni hans. Það reynist þó ekki jafn auðvelt og þau héldu í fyrstu. Katie á síðan í leynilegu sambandi við hinn taugaveiklaða Harry Pfarrer (George Clooney), starfsmann fjármálaráðuneytisins, en hann er stöðugt á nálum því hann heldur að hann sé eltur af útsendurum CIA. Þegar leiðir þessa fólks skerast síðan verða afleiðingarnar óafturkræfar fyrir alla aðila.
95 kr.

Ekki til í vefverslun ELKO

Varan er því miður uppseld. Við getum látið þig vita þegar þessi vara er komin aftur á lager.

Bera Saman vörur

Vefverslun ELKO

  • Hvernig panta ég?
  • Greiðslumátar í boði
  • Afhendingarmátar í boði
SJÁ NÁNAR

Frumsýnd(ÍSL): 26. september 2008
Tegund: Spennumynd, Gamanmynd, Glæpamynd
Leikstjórn:Ethan Coen
Joel Coen
Leikarar: Brad Pitt
Frances McDormand
George Clooney
John Malkovich
Tilda Swinton
J.K. Simmons
Handrit: Ethan Coen
Joel Coen
Tungumál: Enska
Lengd: 96
Vefsíða: www.burnafterreading.com
Aldurstakmark(ÍSL): 14 ára

 

Framleiðandi

Viðskiptavinir sem keyptu þessa vöru keyptu einnig