Dixit

491051

Er varan til í verslun nálægt þér?

TIL BAKA 5.995 kr.
Því miður er varan uppseld
í vefverslun ELKO

Er varan til í verslun nálægt þér?

Spilið gengur út á að leikmenn skiptast á að vera sögumenn. Sögumaðurinn velur spjald af hendi og notar orð, setningu, hljóð, málshátt eða bara hvað sem er til að lýsa spjaldinu sínu. Það eru í raun og veru engin takmörk fyrir því hvað má segja og hægt er að sækja innblástur í ljóð, söngva, kvikmyndir, bókmenntir o.s.frv. Hinir leikmennirnir velja eitt af sínum spilum sem þeim finnst passa við lýsingu sögumannsins. Allir leggja spilið sem þeir völdu á hvolf, sögumaðurinn stokkar spilin og snýr þeim svo upp. Þá eiga allir að reyna að giska hvaða spjald sögumaðurinn á. Ef enginn giskar á rétt spjald — eða allir giska á það — þá fær sögumaðurinn engin stig. Kúnstin fyrir sögumanninn er því að segja eitthvað sem hvorki segir of mikið né of lítið til um hvað er á spjaldinu, þannig að sem líklegast verði að einhverjir leikmenn kjósi rétt en ekki allir.

Spilið inniheldur 84 gullfalleg spjöld með mismunandi myndum eftir listakonuna Marie Cardouat sem kitla ýmindunaraflið með, oft á tíðum, hnyttnum og óútreiknanlegaum afleiðingum.

Dixit er smellið og skemmtilegt spil fyrir alla, jafnt unga sem aldna

 

Innihald

- Eitt leikborð
- 84 spjöld
- 36 atkvæðiskubbar í 6 mismunandi litum sem eru númeraðir frá 1 til 6
- 6 kanínur úr tré
- íslenskar leikreglur

 

pdf_isl

Leikföng-borðspil

Leikföng Borðspil
Borðspil Partýspil
Fjöldi leikmanna Fyrir 3-6 leikmenn
Aldur 8+
Spilatími 30 mín og lengra
TIL BAKA