Framköllunarþjónusta ELKO, ljósmyndabækur, púsluspil, samstæðuspil

Afgreiðslutími: 1,5-3-vikur. Vörurnar eru framleiddar/framkallaðar í CEWE Þýskalandi og er framleiðslutíminn 3-11 dagar og svo bætist við flutningstími til Íslands en sent er til Íslands 1x í viku, á fimmtudögum. ATH að á háannatíma lengist afgreiðslutíminn, ekki er mælt með að panta t.d. jólagjafir eftir 24.nóvember.

Greiðslumáti: Greitt er við móttöku, þegar varan er komin til landsins og er því sömu greiðslumátar í boði fyrir framköllun eins og aðrar vörur í ELKO; millifæra, staðgreiða, kreditkort, netgíró og raðgreiðslur. Skrá þarf afsláttarkóða í kaupferlinu þegar vara er pöntuð ef við á. Staðfestið EKKI pöntun fyrr en afsláttur er sýnilega orðinn virkur og að verð er rétt miðað við það.

Ekki er hægt að breyta pöntun eftir að hún er staðfest, viðskiptavinur þarf að passa að allt er rétt áður en pöntun er staðfest þar sem hún sendist beint í framleiðslu hjá CEWE í Þýskalandi. ELKO getur því miður ekki stoppað pantanir. Heimasíðan og forrit eru á ensku en við reynum að auðvelda þér ferlið með því að hafa stuttar leiðbeiningar á íslensku fyrir vinsælar vörur hér. Passa þarf sérstaklega þegar 10x15 cm ljósmyndir eru pantaðar að panta þær í gegnum Forrit, ekki heimasíðu. í Forrit er möguleiki að haka við Classic Size 3:2 og prentast myndir þá 10x15cm. Í byrjun þarf að velja Photo Prints og svo flipann með Standard Prints. Ef þú ert að hanna ljósmyndabók í fyrsta skiptið mælum við með þessu myndbandi

Ljosmyndabækur

Premium koddar

Dagatöl

 A4 dagatal

Plakat

Stílabók    Púsluspil

Segull með mynd    Bolli með mynd

Samstæðuspil