6. febrúar 2019

Innköllun

Amazon Echo Dot 3

ELKO innkallar allar Amazon Echo Dot 3 vörur vegna spennugjafa með kló fyrir Bandaríkjamarkað. Spennugjafinn var ekki ætlaður til dreifingar á Evrópumarkaði og því ekki samþykktur hér (vantar CE merkingu). Spennugjafinn er þó ekki talinn valda neinni hættu og eru engin þekkt dæmi um slíkt.

Viðskiptavinir geta annaðhvort fengið endurgreiðslu, inneign, eða nýjan spennugjafa. Einhver bið gæti þó verið í að nýir spennugjafar berist í verslanir. Þetta á aðeins við um Echo Dot 3 vörurnar með kló fyrir Bandaríkjamarkað.

Viðskiptavinir eru hvattir til þess að koma með innkölluðu vörurnar í næstu ELKO verslun.