ELKO skilar tollalækkun beint til viðskiptavina

Þann 1.janúar 2017 voru allir tollar á raftæki afnumdir. Breytingin á við um vörur sem koma frá löndum sem ekki eru með fríverslunarsamninga við Ísland og þá eingöngu við um vörur sem bera toll. ELKO tók ákvörðun um að skila allri lækkuninni strax til neytenda óháð því hvenær nýjar sendingar berast án tolla. ELKO lækkaði því verð á þessum vörum strax um áramótin. Lækkunin nemur tollagjöldum og því gæti verið mismunur á milli vara og vöruflokka að ræða enda háð gengi, flutningi og innkaupsverði í hverju tilviki. 

ATH.  Lækkun á ekki við um allar vörur enda mjög stór hluti vöruúrvalsins án tolla vegna fríverslunarsamninga og ennþá fleiri vörur sem báru hreinlega ekki tolla.