Betri skilaréttur og breytingar á verðvernd

Skilaréttur í ELKO hefur reynst okkar viðskiptavinum vel en með honum er hægt að prófa flestar vörur í allt að 30 daga og skila gegn endurgreiðslu ef þeim líkaði ekki varan, sjá nánar hér
Við höfum ákveðið að bjóða enn betur, þeir sem fá vöru úr ELKO í gjöf geta skilað henni og fengið vöruna endurgreidda á upphaflegu kaupverði.

Við ætlum einnig að breyta 30 daga verðverndinni frá og með 10. mars n.k. Hingað til hefur sá háttur verið hafður á að viðskiptavinur hefur getað fengið mismun endurgreiddan á vöru innan 30 daga sjái hann hana auglýsta ódýrari hjá ELKO eða öðrum aðila. Verðverndin mun halda áfram, en eingöngu gagnvart verðbreytingum hjá ELKO.
ELKO mun eftir sem áður fylgjast vel með verðlagi og kappkosta áfram við að hafa verðið ávallt eins lágt og kostur er.