Merkingar á tölvuleikjum

Merkingar á tölvuleikjum

Hvað er PEGI? Aldursflokkunarkerfinu Pan-European Game Information (PEGI) var komið á til að hjálpa evrópskum foreldrum að taka upplýstar ákvarðanir við kaup á tölvuleikjum. 

Kerfið nýtur stuðnings leikjatölvuframleiðenda, þeirra á meðal Sony, Microsoft og Nintendo, sem og útgefenda og þróunaraðila gagnvirkra leikja um alla Evrópu. Aldursflokkunarkerfið var þróað af Evrópusamtökum um gagnvirkan hugbúnað (ISFE).

ELKO hvetur foreldra og forráðamenn til að kynna sér aldursmerkingar tölvuleikja, PEGI. Hægt er að fara inn á þessa síðu http://www.pegi.info/is/index/ til að auðvelda foreldrum valið og kemur nákvæmlega fram hvers konar efni tölvuleikirnir innihalda. ELKO spyr um skilríki þegar leikurinn er með 16+ aldursmerkingu en ráðleggur foreldrum sem kaupa slíka leiki að skoða PEGI merkingu og lesa sér til um hvort leikurinn sé við hæfi.

PEGI merkingar tákn

Hvað þýða táknin?

 Ljótt orðbragð
Í leiknum er ljótt orðbragð
 Mismunun
Leikurinn dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar
 Vímuefni
Leikurinn vísar til eða sýnir notkun vímuefna
 Ótti
Leikurinn getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
 Fjárhættuspil
Leikurinn hveturil eða kenni þátttöku í fjárhættuspilum
 Kynlíf
Í leiknum er sýnd nekt og/eða í honum er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
 Ofbeldi
Í leiknum er ofbeldi
 Online 
Leikurinn getur vera uppgefinn online