Samsung Galaxy A

Samsung Galaxy A3 og A5 2017 

2017 A serían er stútfull af nýjung og eru þeir til dæmis núna ryk- og vatnsvarnir miðað við IP68 stuðul. Samsung Galaxy A3 er með 4,7'' Super AMOLED skjá og 13Mpix myndavél og Samsugn Galaxy A5 er með 5,2'' Super AMOLED skjá og 16Mpix myndavél.  Samsung Galaxy A5 kemur í almenna sölu 3.febrúar en því miður kemur A3 ekki í sölu fyrr en í lok febrúar.

IP68 Samsung Galaxy A3 og A5 2017

IP68

Samsung Galaxy A3 (2017) og A5 (2017) eru ryk- og vatnsvarðir miðað við 1,5 metra dýpi í 30 mínútur. Þegar talað er um vatnsvarinn síma er miðað við ferskvatn, ef síminn fer í vatn sem er salt eða með klór þarf að skola símann svo að gúmmíþétting eyðist ekki.

Minniskortarauf

Minniskortarauf

Stækkaðu minnið í símanum með microSD minniskorti. Samsung Galaxy A3|A5 (A520) styður allt að 256GB kort. Þau sem kaupa símann í forsölu fá 64GB microSD minniskort í kaupbæti með símanum.

 Rafhlaðan

Rafhlaðan

Samsung Galaxy A3 (2017) er með 2350mAh Li-ion rafhlöðu og Galaxy A5 (2017) er með 3000mAh rafhlöðu. Báðir símarnir eru með hraðhleðslu þegar Samsung hraðhleðslutæki er notað til að hlaða símann.

Myndavél í A3 og A5 2017

Myndavélin

Myndavélin í A3 og A5 2017 snjallsímanum er með f/1.9 ljósop og LED flass. Geo-tagging, touch focus, face detection, HDR, og panorama Þú getur tekið upp Full HD myndband 1080p@30fps. Selfie myndavélin á A3 er 8Mpix en í A5 er hún 16Mpix.

 

Skjárinn

Skjárinn

Skjárinn er super AMOLED skjár með Gorilla Glass. Samsung Galaxy A3 (2017) er 4,7'' HD skjá og Galaxy A5 (2017) er 5,2'' Full HD,.

Örgjörvinn

Galaxy A3: Samsung Galaxy A3 2017 er með Octa Core 1,6GHz Cortex A53 örgjörva og Exynos 7870 Octa Chipset. Vinnsluminnið er 2GB.

Galaxy A5: Samsung Galaxy A3 2017 er með Octa Core 1,9GHz Cortex A53 örgjörva og Exynos 7880 Octa Chipset. Vinnsluminnið er 3GB.