Nintendo Switch Lite - Grá

SWILITEGREY

  Nintendo Switch í nýjum búningi. Minni og léttari en alveg jafn öflug, spilaðu meira á ferðinni með Nintendo Switch Lite.

 • • Minni og léttari
 • • 5,5" HD snertiskjár
 • • Allt að 7 klst af spilun
 • • 32 GB Flash minni
 • • Innbyggðar fjarstýringar
 • • Tengist ekki við sjónvarp

Er varan til í verslun nálægt þér?

  Nintendo Switch í nýjum búningi. Minni og léttari en alveg jafn öflug, spilaðu meira á ferðinni með Nintendo Switch Lite.

 • • Minni og léttari
 • • 5,5" HD snertiskjár
 • • Allt að 7 klst af spilun
 • • 32 GB Flash minni
 • • Innbyggðar fjarstýringar
 • • Tengist ekki við sjónvarp
TIL BAKA 39.995 kr.
Setja í vörusamanburð

Er varan til í verslun nálægt þér?

Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo. Nintendo Switch Lite er minni og léttari útfærsla á vinsælu Nintendo Switch tölvunni. Spilaðu alla frábæru leikina sem Switch hefur upp á að bjóða hvar sem er, hvenær sem er með Nintendo Switch Lite þar sem hún er meðfærilegri en klassíska tölvan.

Leikjatölva í lófastærð: Nintendo Switch Lite er sérstaklega hönnuð fyrir þá sem spila leiki á ferðinni. Þess vegna spilar maður hana einungis í greipum sér. Tölvan styður alla leiki og forrit sem hægt er að spila í Handheld Mode.

Skjár: 5,5" tommu HD 720p LCD snertiskjár með multitouch.

Minni: 32GB flash minni, stækkanlegt með Micro SD korti, stuðningur allt að 2TB.

Rafhlaða:
 Innbyggð hleðslurafhlaða, dugir allt frá þremur tímum upp í sjö klukkustundir eftir því hvaða leikur er í spilun. Tölvan er hlaðin með USB Type-C tengi.

Þráðlaus tenging við aðrar Switch tölvur: Hægt er að tengja allt að átta Nintendo Switch Lite eða Nintendo Switch tölvur saman þráðlaust og spila með vinum þínum fljótlega á staðnum. Einnig er tölvan nettengd og hægt að spila í gegnum netið hvar sem fólk er staðsett.

Nintendo eShop:
 Á vefsíðu Nintendo er hægt að kaupa alls kyns leiki í gegnum leikjatölvuna.

Fleiri eiginleikar
- Öryggisstillingar fyrir foreldra ráða því hver hefur heimild til alls konar aðgerða. Hvort sem það er að versla leiki á Nintendo eShop, tala við aðra ókunnuga spilendur eða spila leiki sem eru fyrir eldri aldurshópa.
- Taktu myndir úr leikjunum sem þú ert að spila og deildu þeim með vinum.
- Innbyggðir stereo hátalarar.
- 3,5mm mini jack tengi fyrir heyrnartól.

Leikjatölvur

Gerð leikjatölvu Nintendo Switch Lite
Geymslurými (GB) 32
Stækkanlegt minni Já, Micro SDXC; Micro SD; Micro SDHC
USB tengi USB-C
WiFi
HDMI Nei
Fjöldi stýripinna Innbyggðir, ekki hægt að leysa þá frá
Litur Grár
TIL BAKA