Grill við allra hæfi!

Fyrir alla sem hafa brennandi áhuga á grillmennsku. Fyrir alla sem vilja grilla óháð veðri. Fyrir alla sem gefast ekki upp þó á móti blási og fara í staðinn á næsta hamborgarstað. Fyrir alla sem vita að það er aldrei slæmur staður né stund til að grilla. Fyrir alla sem láta sig engu skipta hvar þeir eru, hvort sem það er í borg eða sveit, morgunverður, hádegisverður eða kvöldverður, hvort sem þeir eru einir eða með öðrum, á stefnumóti eða fyrir afmælisveislu.
Fyrir alla sem grilla pylsur, maís, melónu, nautakjöt, brauð og allt á milli himins og jarðar. Fyrir þá sem búa til sinn eigin kryddlög og nota eigin grilláhöld. En einnig til allra þeirra sem finnst einföld pylsa bragðast best á grillinu.

Fyrir alla sem eru aldrei í vafa og ganga aldrei frá grillinu niður í geymslu þótt aðrir gefist upp. Fyrir alla sem vita að maturinn er bestur þegar hann er grillaður. Ykkar tími er komin – grilltíminn.

Verði ykkur að góðu!

Grillráð og aukahlutir

Jamie Oliver BBQ Grilláhöld Góð stemming með tónlist

Hefur þú prófað að reykja kjöt? 

Weber býður upp á nokkrar gerðir af viðarspænum til að nota
í reykofna eða í reykbox. Einnig er hægt að nota
sérstaka reykviðarplanka.

Grillverkfæri

Gott grill er mikilvægt, en án rétta búnaðarins nærðu ekki
mjög langt. Vertu meistarakokkur við grillið með allan besta
grillbúnaðinn.

Góð stemming með tónlist

Taktu uppáhaldstónlistina þína með þér á svalirnar,
pallinn eða í útileiguna. Góð tónlist er best í góðum hátalara,
skoðaðu úrvalið í ELKO.

Hvaða grill ættir þú að velja?

Við viljum hjálpa þér að finna hið fullkomna grill! Hér getur þú lesið um úrvalið okkar.

Gasgrill í ELKO Kolagrill í ELKO Ferðagasgrill

Gasgrill

Gasgrill eru mjög auðveld í notkun og þau hitna fljótt.
Fjöldi brennara ákvarðar hversu mikinn sveigjanleika þú
færð og hversu flókna rétti þú getur eldað á grillinu.

Kolagrill

Það er nokkuð tímafrekt að grilla með kolum,
en undirbúningurinn og hið einstaka bragð gerir það þess
virði að bíða. Matur úr kolagrilli bragðast sérstaklega vel!

Borðgrill

Borðgrill hentar vel fyrir ferðalög og fyrir fólk sem vill lítil og nett
grill á svalirnar. Weber er með góð borðgrill, Q1200 og Q2200.  
Mismunandi er hvort að þrýstijafnari er fyrir einnota eða fjölnota kút.

Weber grill Nordic Season gasgrill Jamie Oliver grill
Weber er leiðandi söluaðili gæðagrilla og með grilli frá
Weber getur þú ræktað grillástríðuna allt árið
Nordic Season er gæðasöluaðili án dýrra milliliða. Skoðaðu
úrvalið okkar af grillum og fylgihlutum frá Nordic Season
Grillin í Jamie Oliver línunni eru þróuð og samþykkt af hinum
þekkta meistarakokki og setja gæði og matarást í forgang.

Af hverju að velja gasgrill?

Helsti kostur gasgrills er sá að það er tilbúið til notkunar innan nokkurra mínútna. Það er fullkomið val bæði fyrir erilsama virka daga og sérstök tilefni þar sem þarf svolítið auka. Við bjóðum upp á mikið úrval af gasgrillum í öllum stærðum og verðflokkum, allt frá einföldum til háþróaðra gerða sem gera þig að grillkonungi hverfisins. Mikilvægasti hlutinn af gasgrillinu er brennarinn. Heildaráhrif hans og hversu jafnt hann nær yfir steikingaryfirborð grillsins er afgerandi hvað varðar gæði, getu og frammistöðu. Ef þú vilt grilla vandaða rétti og stóra kjötbita sem steiktir eru með óbeinum hita þarftu grill með a.m.k. þremur brennurum. Með hliðarbrennara getur þú soðið kartöflur, hrísgrjón eða sósu á meðan afgangurinn af máltíðinni er eldaður á grillinu. Innbyggður hitamælir gefur þér betri stjórn á sjálfu steikarferlinu. Ef þú vilt geyma fylgihluti á snyrtilegan hátt eru til gerðir með neðri skápum.

Einföld hreinsun tryggir langan endingartíma grillsins

Regluleg hreinsun er nauðsynleg til þess að tryggja bæði afköst og endingu, sama hvernig gasgrill þú átt. Gasgrillið er hreinsað á einfaldan hátt með því að hita það upp í 200 gráður og hreinsa grindurnar síðan með bursta. Ef þú vilt losna við að gera þetta í höndunum eigum við sniðugt Grittbot hreinsivélmenni sem býður upp á að velja úr þremur hreinsilotum sem taka 10, 20 eða 30 mínútur. Þú skalt reglulega framkvæma ítarlegri hreinsun á grillinu með hreinsiefni, bæði að innan og utan. Ef þú passar upp á grillið og verndar það fyrir veðri og vindum með grillhlíf getur þú notið grillsins í mörg ár.

Skoða gasgrill hér!

Varðveittu töfrana með kolagrilli. Af hverju að velja kol?

Kolagrill eru fáanleg í mismunandi formum, bæði með og án loks. Flestir þekkja vel hefðbundna kúlugrillið, en einnig eru til tunnugrill með stærra grillyfirborði. Kolagrill tekur lengstan tíma að hitna en er aftur á móti mjög afkastamikið. Ert þú að leita að fullkomnun? Þá er þetta lausnin fyrir þig. Hvort sem þú notar kol eða kubba er þolinmæði afgerandi þáttur. Grillið er nógu heitt þegar kolin eru orðin gráleit, sem tekur u.þ.b. 30 mínútur. Mælt er með kolum fyrir beina grillun en kubbar eru besti kosturinn fyrir óbeina grillun. Þegar velja á kolagrill er ráðlegt að hugsa um til hvers eigi að nota grillið. Ef þú grillar aðallega pylsur og hamborgara getur þú valið flestar tegundirnar, en ef þú vilt vekja svolitla aukahrifningu getur verið sniðugt að velja tegundina með stærsta grillfletinum. Með grilli sem er meira en 55 sm í þvermál færðu nægt pláss fyrir óbeina grillun og þannig getur þú útbúið flesta réttina.

Ráð fyrir þig sem líkar að grilla með kolum

Með grillræsi getur þú auðveldlega kveikt í kolum og kubbum án kveikivökva. Settu viðeigandi magn af kolum eða kubbum í grillræsinn. Leggðu síðan smávegis af samankrumpuðum pappír eða kveikikubb undir grindina á grillræsinum og kveiktu á honum. Þegar kolin eða kubbarnir eru orðnir glóandi, dreifir þú innihaldi grillræsisins á botn grillsins. Þegar kjöt og önnur matvæli eru grilluð, vill kjötsafi og brædd fita drjúpa niður á kolin/kubbana. Þetta getur haft í för með sér myndun loga og aukahita. Ef þetta gerist er mikilvægt að færa kjötið til hliðar svo það brenni ekki áður en þú slekkur logana. Gott er að nota lekabakka til að koma í veg fyrir leka á grillið. Hann safnar fitu og safa úr fæðunni og kemur í veg fyrir að það brenni fast. Hreinsa þarf grillgrindina milli grillana og oft er einfaldast að nota vírbursta, sápu og vatn. Þú getur líka penslað grillgrindina með olíu þannig að maturinn brenni ekki.

Skoða kolagrill hér!

Pizzasteinn

 Weber pizzusteinar eru fáanlegir í ELKO. Hringlóttur og ferkanaður. Einnig er fáanlegt kolagrill frá Nordic Season með sérstökum pizzahring sem býr til upphækkun og lúgu fyrir pizzuna.