Er heimavöllurinn þinn tilbúinn?

HM tilboð í ELKO

HM í fótbolta fer fram 14.júní til 15.júlí í sumar og leikir Íslands í riðlakeppni fara fram 16.júní (Argentína), 22.júní (Nígería) og 26.júní (Króatía). Ætlar þú að horfa á leikina heima eða að heiman? Ef þú vilt endurnýja sjónvarpið finnur þú sjónvarp sem hentar í ELKO, allt frá 22'' til 75'' og frá framleiðendum á borð við Sony, Samsung, Philips, TCL, Toshiba og LG.

Í tilefni af HM er ELKO með HM tilboð sem hljómar þannig að þegar þú kaupir sjónvarp í ELKO bjóðum við þér 15% afslátt af hljóðstöngum og 25% afslátt af veggfestingum

15% afsláttur af hljóðstöngum með öllum keyptum sjónvörpum

Gerðu sjónvarpupplifunina ennþá betri með því að tengja hljóðstöng við sjónvarpið.

Hvað er Hljóðstöng?:

Hljóðstöng (e. Soundbar) er heimabíó sem samanstendur af einum eða fleirri hátölurum sem hafa verið staðsettir í sömu stöngina (e. bar). Mismunandi er milli gerða hvort að bassabox fylgir með í kassanum eða ekki, og eru sumar tegundir með innbyggða bassahátalara.

Tengimöguleikar á hljóðstöngum:

Algengt er að hljóðstangir bjóða upp á Bluetooth tengimöguleika en annars er Optical, Coax  HDMI og AUX aðrir valmöguleikar fyrir tengingu. Nokkrar tengundir frá LG eru einnig með Google Cast möguleika sem auðvelda þér að senda hljóð frá t.d. spotify yfir í hátalarann og nýtist því hljóðstöng fyrir bæði sjónvarpið og símann.

Smelltu hér til að skoða hljóðstangir.

25% afsláttur af veggfestingum  með öllum keyptum sjónvörpum

Á sjónvarpið að hanga upp á vegg frekar en sitja á borði? Mun meira öryggi er fyrir sjónvarpið, og fjölskyldumeðlimi að hafa sjónvarpið fast upp á vegg frekar en sitjandi ofan á borði. Þegar þú ert með tækið á borði er möguleiki að börn eða gæludýr velti sjónvarpinu niður, og jafnvel yfir sig. Með því að hafa það upp á vegg kemur þú í veg fyrir það.

Hvernig vel ég veggfestingu?

Í stað þess að miða við stærð og þyngd sjónvarps er miðað við svokallaðan VESA staðal til að segja hvaða veggfesting virkar fyrir hvaða sjónvarp. Ef  t.d. sjónvarpið er með VESA 400x400 er fjarlægð á milli skrúfgata 40x40cm. Veggfestingar eru fáanlegar bæði fastar og færanlegar, með örlitlum halla eða   með möguleika að draga út frá veggnum.

  Smelltu hér til að skoða veggfestingar

 

 

 

Smelltu hér til að skoða öll sjónvörp.

 

Þú færð Samsung The Frame í ELKO. Sjá úrvalið hér eða lestu grein á blogginu okkar.