LG LSR100 tvöfaldur kæli- og frystiskápur

LSR100

Er varan til í verslun nálægt þér?

  382 lítra kælir
  187 lítra frystir
  InstaView glerhurð
  NoFrost

1.099.990 kr.
Bera Saman vörur

Vefverslun ELKO

 • Hvernig panta ég?
 • Greiðslumátar í boði
 • Afhendingarmátar í boði
SJÁ NÁNAR

Miðpunktur eldhússins. LG LSR100 tvöfaldi kæli- og frystiskápurinn býður upp á hæstu gæði sem völ er á í ísskápum í dag og einnig er skápurinn framsækinn í hönnun með nútímalegu viðmóti. Hægt er að opna skápinn og færa fram skúffur með skynjara ef þú ert með hendurnar fullar, með WiFi tengingu við snjalltæki og app, InstaView Door-in-Door hurð sem lýsist upp þegar bankað er á glerið og einnig hægt að opna hurð í hurðinni sem gefur þér flýtileið inn að helstum matvælum og drykkjum í hurðinni. Stál innvols sér til þess kælingin helst jöfn og gefur matvælum því lengri líftíma.

Innrétting: Einstaklega rúmgóður með 382 lítra kæli og 187 lítra frysti. Með fjórum hillum og tveimur grænmetisbökkum. Moist Balance Crisper skúffa heldur ávöxtum og grænmeti ferskari lengur og með LED lýsingu sérðu fullkomlega innihald skápsins. Custom Chill skúffa leyfir þér að stýra hitastigi eftir vild. Þar getur þú geymt þá drykki eða matvæli sem þú telur hentugra að hafa við sér hitastig, aðskilið hitastigi skáparins.

InstaView door: Einstök nýjung, InstaView hurðin verður gegnsær þegar bankað er á hana. Þannig þú getur séð inn í skápinn án þess að þurfa að opna hann.

MultiAirFlow: MultiAirFlow kæling (e. viftukæling) er nýrri leið til þess að ná fram fullkomnari og jafnari kælingu í öllum skápnum. Þökk sé fjölda vifta er köld bola í öllum skápnum sem tryggir jafnt hitastig og minnkar þannig matarsóun.

Sjálfvirk opnun: Hversu oft kemur maður heim með hendurnar fullar af innkaupapokum? Þá er gott að vita að hurðarnar opnast sjálfvirkt án þess að þurfa að snerta skápinn. Stingdu fætinum undir skápinn og skynjari opnar skápinn fyrir þig. Einnig eru hillurnar sjálfvirkar og gægjast fram þannig auðveldara sé að komast að þeim.

NoFrost: Þessi tækni kemur í veg fyrir hrím eða klakamyndun og uppsöfnun í frystinum. Það þarf aldrei að afþýða skápinn, hann sér um það verk sjálfur.

Vatns- og klakavél: Nú getur þú nálgast góða vatnið okkar í hurð skápsins og einnig klaka. Tengja þarf skápinn með vatnsslöngu og þarf því að gera ráðstafanir ef þarf eða staðsetja skápinn á réttum stað.

Smart ThinQ app: Einfalt er að stýra skápnum í símanum þökk sé WiFi tengingar og Smart ThinQ appsins. En að sjálfsögðu er það valkvætt og hægt er að nálgast allar stillingar í skápnum sjálfum.

Skjár: Hægt er að lesa upplýsingar um hitastig og annað í skjá í hurðinni.

20 ára ábyrgð: Þessi skápur er með 20 ára ábyrgð á pressunni, þú getur verið viss um að þessi endist til margra ára. 

Orkuflokkur: Þrátt fyrir stærð og viðfang er þessi skápur í orkuflokki A++, sparnýtinn og umhverfisvænn.

Kælitæki

Kælitæki Tvöfaldur ísskápur

Almennar upplýsingar.

Framleiðandi LG
Orkuflokkur A++
Orkunotkun (kWh/ári) 362
Nettó rúmmál kælis (L) 382
Nettó rúmmál frystis (L) 187
Hljóðstyrkur (dB) 41
Vifta fyrir loftstreymi Multiflow
Fjöldi pressa í skáp 1
Sjálfvirk afhríming (No frost )
Fjöldi stjarna frystis 4
Frystigeta (kg á dag) 7.5
Skjár Á hurð
Stafrænn hitastillir
Klakavél
Vatnsvél

Innrétting.

Fjöldi hilla í kæli 4
Efni í skúffum/hillum Gler
Fjöldi grænmetisskúffa 2
Hilla fyrir flöskur Nei
Fjöldi skúffa/hilla í frysti 4

Aðrar upplýsingar.

Stillanlegir fætur
Hjól undir tæki
Þolir umhverfishitastig 18 - 43°C (T)

Útlit og stærð.

Litur Stál
Hæð (cm) 179,0
Breidd (cm) 91.2
Dýpt (cm) 74.5
Dýpt með handfangi 74.5
Þyngd (kg) 203