Nutri Ninja blandarar

Nutri Ninja

Nutri Ninja BL682 blandarinn er einn af öflugustu blöndurum á markaðnum með 1500W mótor. Blandarinn er sérstaklega hannaður til að ráða við frosna ávexti og klaka.

Nutri Ninja BL682

Auto IQ tæknin velur réttu blöndunaraðferðina fyrir þig, hvort sem það er að hrista, hræra eða blanda. Þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af því hversu lengi þú átt að blanda né af hve miklum krafti. (BL450 er ekki með AutoIQ)
Smooth Boost nemur þegar smoothie drykkurinn er tilbúinn sem tryggir rétta blöndun og hámarks gæði.
Hnífarnir eru sérstaklega hannaðir í allar áttir til að fá meiri hreifingu á innihaldi könnunnar og til að brjóta betur niður klakana.

Blandaranum fylgir hefðbundin blandara kanna, 2 Nutri Ninja glös sem eru 680ml og 500ml og tilvalin til smoothie gerðar. Blandarinn er einnig matvinnsluvél þannig þú getur gert allt með einu tæki t.d. smoothie drykki, sósur, hnoða deig og mylja niður kaffibaunir.

Nutri Ninja blandarinn - vörulínan:
ELKO selur fjórar útgáfur af Nutri Ninja blöndurum. 900, 1000W, 1200W og 1500W auk þess að selja auka könnur fyrir blandarann og hníf.

Nutri Ninja


Uppskriftir


 

Eggjalaust majones

Uppskrift Eggjalaust majones

Innihald 
3 1/2 dl þétt tofu, vatnið síað frá og saxað 
1/2 dl extra-virgin ólífu olía 
1/2 tsk malinn svartur pipar 
1 msk dijon sinnep 
1 msk plús 1 tsk ferskur sítrónusafi 
2 msk eplaedik 

Aðferð: Setjið innihaldið í þeirri röð sem þau koma hér að ofan í 500 ml Nutri Ninja®  könnunni, blanda í 20 sekúndur. Fjarlægja skal hnífsblöðin úr könnunni eftir notkun.

Góð ráð: Nutri Ninja® Pro Blandarinn: Fyrir mýkri niðurstöður með stífum eða trefjaríkum hráefnum er gott að byrja með stuttum störtum og síðan hafa blandarann í gangi samfellt í 45 sekúndur. 


 

Jarðaberja Syndir

Jarðaberja syndir Smoothie

Með samsetningu ávaxta og jurta sem innihalda andoxunarefni, er þessi safi nærandi og hressandi.

Innihald 
3 1/2 dl fersk jarðaber skorin í fjórðunga og fjarlægja stöngulinn 
1 msk fersk minta, fjarlægja stöngulinn 
1 tsk ferskt engifer 
1 msk ósöltuð sólblómafræ 
1 1/2 dl granateplasafi 
1 dl kókoshnetuvatn 
1 dl klaki

Árstíðarbundin breyting: í stað klaka er gott að setja 1 dl af frosnum rabbabara.

Aðferð 
Setja skal innihaldið í þeirri röð sem þau koma fram að ofan í  680 ml Nutri Ninja® könnuna og blanda í 25 sekúndur. Fjarlægja þarf hnífsblöðin úr könnunni eftir notkun. 

Næring 
Hver drykkur inniheldur: Kaloríur 130; 3g. Fita; 75mg. Sodium; 650g.potassium; 26g. Kolvetni; 20g. Sykrur; 4g trefjar 3g; Prótín; Vítamin A 2% DS; Vitamín C 120% DS; Magnesíum 15% DS; Zinc 4% DS. 
DS; Daglegum skammti. 


 

Magra Græna Ninjan

Uppskrift - Magra Græna Ninjan

Einn bragðbesti græni drykkurinn sem þú munt upplifa! Suðrænir ávextir fela bragð kálsins og þú færð stórt skot af Vítamín C.

Undirbúningur: 6 mínútur 
Skammtastærð: rúmlega 6 dl

Hráefni 
1 dl ferskur ananas, skorinn í bita 
1 dl ferskt mangó, skorið í bita 
1/2 þroskaður banani 
1/2 dl pakkað spínat 
1/2 dl saxað grænkál, fjarlægja stöngullinn 
1 dl vatn 
2 1/2 dl klaki

Aðferð 
Setja skal innihaldið í þeirri röð sem þau koma fram að ofan í  680 ml Nutri Ninja® könnuna og blanda í 30 sekúndur. Fjarlægja þarf hnífsblöðin úr könnunni eftir notkun.


Næring 
Hver drykkur inniheldur: 80 kaloríur; 0 g. Fita; 10 mg. Sodium; 19g. Kolvetni; 13g. Sykrur; 2g trefjar; 1g Prótín; Vítamin A 35% DS; Vitamín C 80% DS; Magnesíum 6% DS; Zinc 2% DS. 
DS; Daglegum skammti. 


 

Avocado Caesar Dressing

Uppskrift - Avocado Caesar Dressing

Undirbúningstími: 10 mínútur 
Skammtastærð: 5 dl

Hráefni 
1 þroskað Avocado, steinhreinsað og skorið í hálft 
3 rif  hvítlaukur  
45 ml  Parmasanostur, skorinn í 2,5 cm  
30 ml olíulegin anjósuflök 
1/2 tsk mulinn svartur pipar 
2 msk ferskur sítrónusafi 
2 msk eplaedik 
2,5 dl kalt vatn

Aðferð 
Setjið innihaldið í þeirri röð sem þau koma hér að ofan í 500 ml Nutri Ninja®  könnuna. Blandið í 30 sekúndur. Fjarlægja skal hnífsblöðin úr könnunni eftir notkun.

Góð ráð

Nutri Ninja® Pro Blender: Fyrir mýkri niðurstöður með stífum eða trefjaríkum hráefnum er gott að byrja með stuttum störtum og síðan hafa blandarann í gangi samfellt í 45 sekúndur. 

Ninja Kitchen Team uppskriftir