Playstation VR

Playstation VR

Með nýja PlayStation VR búnaðinum sem þú smeygir á höfuðið nærðu að upplifa PlayStation 4 leikina á glænýjan hátt. Þú dettur hreint og beint inn í hasarinn, upplifir öll smáatriði í umhverfi leikjanna og líður bókstaflega eins og þú sért í eigin persónu inni í leiknum. Þetta er tölvuleikjareynsla sem er engu öðru lík.

Upplifðu draumaheima PlayStation á glænýjan hátt með PlayStation VR.

VR gleraugun fyrir Playstation 4

Einfalt í uppsetningu

PlayStation VR er tengt beint í PlayStation 4 tölvu og tekur aðeins nokkrar mínútur að setja búnaðinn upp. Einnig þarftu að eiga PlayStation myndavél sem virkar með PlayStation VR.

 Playstation VR skjár

Hentar öllum

PlayStation VR græjan er létt og þægileg, enda hönnuð til að notendur finni vart fyrir því að vera með hana á höfðinu. Auk þess er sérstakt tillit tekið til þeirra sem eru með gleraugu.

 Upplifun

Tækni í fremstu röð

PlayStationVR skartar hágæða OLED-skjá sem birtir leikina í 120Hz í 360 gráðum og 3D hljóði þannig að maður skynjar hvaðan hasarinn og hljóðið kemur.

 Aukahlutir fyrir Playstation VR

Aukahlutir

Til að nota PlayStation VR þarf Playstation myndavél og hægt er að nota DualShock eða PlayStation Move stýripinna til að spila VR tölvuleiki.

Höfuðbúnaðurinn er léttur og þægilegur.

Þú getur notað DualShock 4  stýringuna, en Move pinninn gerir upplifunina enn betri.

PlayStation myndavél er nauðsynleg til að búnaðurinn virki á réttan hátt.

Kaupa Playstation VR

Playstation VR leikir

Það er hægt að spila alla PS4 leiki með VR búnaðinum, en hin eina og sanna 360 gráðu-, 3D-upplifun fæst eingöngu með leikjum sem eru sérhannaðir fyrir VR tæknina. Hér eru nokkrir þeirra leikja sem fylgja VR úr hlaði ..

 

Playstation VR leikir

  • Until Dawn: Rush of Blood Hryllingsleikur sem byggir á veröld Until Dawn. Hér stíga leikmenn um borð í rússíbana sem dregur þá í gegnum alls kyns hryllingshús. Leikmenn geta svo notað Move-pinnana til að skjóta á allt sem á vegi þeirra verður. Þessi er aðeins fyrir þá sem þora.
  • VR Worlds: Leikjapakki sem inniheldur fjölbreytta leiki og upplifanir fyrir PlayStation VR. Smelltu þér niður brattar brekkur á hjólabretti, kafaðu niður á hafsbotn, taktu þátt í skotbardögum gegn ýmsum undirheimaverum og gerðu margt fleira skemmtilegt.
  • Super Stardust Ultra VR: Fjörugur skotleikur sem hefur verið endurgerður fyrir PlayStation VR. Sjáðu loftsteinana fljúga allt í kring og reyndu að safna sem flestum stigum.
  • Hustle Kings VR: Hér stíga leikmenn inn í hinar ýmsu billjardstofur og keppa þar við hörðustu billjardspilara heimsins. Allt í fullkominni þrívídd sem gerir það að verkum að leikmenn upplifa að þeir séu á staðnum.
  • RIGS: Mechanized Combat League Alvöru skotleikur þar sem leikmenn taka þátt í RIGSkeppninni sem er eins konar íþróttakeppni í framtíðinni. Leikmenn fá úthlutað vélmenni sem þeir stýra og nota til að skjóta niður andstæðinginn.
  • Robinson: The Journey Heillandi leikur þar sem leikmenn fara í hlutverk ungs drengs sem er fastur á undarlegri plánetu. Markmiðið er að skoða sig um og leysa hinar ýmsu þrautir. Risaeðlur og alls kyns framandi kvikindi koma við sögu.
  • EVE: Valkyrie: Leikur sem gerist í hinum flotta EVE-heimi. Hér þurfa leikmenn að skjóta á allt og tryggja frið í sólkerfinu.
  • Battlezone: Hér setjast leikmenn umborð í skriðdreka í framtíðinni og þurfa að hreinsa upp nokkur svæði af óvinum. Leikurinn er endurgerð af hinum sígildaBattlezone-leik.