PS4: Homefront The Revolution

PS4HOMEFRONT

Er varan til í verslun nálægt þér?

    Fjórum árum eftir grimmilegt hernám eru Bandaríkin buguð. Fíladelfía var eitt sinn vagga sjálfstæðisbaráttunnar, en nú hefur borgin breyst í gettó þar sem eftirlitsdrónar og vopnaðar hersveitir halda borgarbúum í heljargreipum og brjóta hverja minnstu uppreisn á bak aftur með járnhnefa. Borgarbúar hafa fyrir löngu lagt stoltið til hliðar, enda neyðast þeir til að búa í lögregluríki og standa þétt saman til að lifa af í heimi þar sem allir frelsisdraumar hafa verið kæfðir.  En í auðn Rauða svæðisins, á sundursprengdum strætum og yfirgefnum jarðlestarstöðvum, er Andspyrnuhreyfingin að verða til. Þessi skæruliðasamtök eru staðráðin í að berjast fyrir frelsi og nýrri bandarískri byltingu þrátt fyrir að vera borin augljósu ofurefli.  En frelsið kostar sitt…
995 kr.

Ekki til í vefverslun ELKO

Varan er því miður uppseld. Við getum látið þig vita þegar þessi vara er komin aftur á lager.

Bera Saman vörur

Vefverslun ELKO

  • Hvernig panta ég?
  • Greiðslumátar í boði
  • Afhendingarmátar í boði
SJÁ NÁNAR

Homefront: The Revolution er fyrstu-persónu skotleikur í opnum heimi þar sem spilarar leiða Andspyrnuhreyfinguna í skæruhernaði gegn gríðarsterku herveldi.

Í þessum opna, lifandi heimi hefur hver verknaður afleiðingar. Andspyrnuhreyfingin hvetur til uppreisnar á götum úti og reynir að umbreyta hernámi í byltingu með því að hvetja kúgaða borgara til að grípa til vopna.

En óvinurinn býr yfir miklu betri tækni, þungavopnum og stuðningi flughers. Eina leiðin til sigurs er með skæruhernaði, fyrirsátum, skemmdarverkum og blekkingum, þar sem barist er í stríðshrjáðum úthverfum Fíladelfíuborgar.

Söguþráðurinn fyrir einn spilara er aðeins upphafið, því hægt er að fá vini sína með sér í eigin Andspyrnuhóp og verða sannar byltingarhetjur.

 

18 ára aldurstakmark

Útgáfudagur í ELKO 20. maí.

Leikjatölva

Aldurstakmark 18
Útgefandi Deep Silver
Útgáfuár 2016
Útgáfudagur 20.5.2016
Fjöldi leikmanna 1
Netspilun TBA

Viðskiptavinir sem keyptu þessa vöru keyptu einnig