PS4: LEGO Worlds

Skapið og leikið ykkur án takmarkana með LEGO Worlds. Í þessum stafræna LEGO-leik er hægt að kubba hvað sem er. Aðdáendur á öllum aldri geta skapað og mótað sinn eigin LEGO-heim, kannað víðátturnar, uppgötvað óvænta fjársjóði og deilt sköpunarverkunum með vinum sínum.
SPILUN
- Opnið tilbúna heima og breytið þeim með hentugum verkfærum og sérstökum LEGO-byggingum til að skapa hvað sem ykkur dettur í hug.
- Finnið falda fjársjóði í umhverfi sem getur verið skemmtilegt eða ævintýralegt og allt þar á milli.
- Blásið lífi í heima ykkar með persónum og skepnum sem hægt er að móta eftir eigin höfði og hafa óvænt áhrif á þig og hver aðra.
- Kannið heimana á skemmtilegum skepnum og farartækjum eins og þyrlum, björnum, drekum, mótorhjólum og ýmsu fleira.
- Notið LEGO-kubbana ykkar til að opna nýja möguleika í leiknum.
- Leikið í heimum vina ykkar og deilið sköpunarverkunum.
- Tveir leikmenn geta spilað á Netinu og kannað heima hvor annars, skapað saman og annaðhvort unnið saman eða keppt hvor á móti öðrum.
Leikjatölva |
|
Flokkur | Ævintýraleikir |
Aldurstakmark | 3 |
Útgefandi | Warner Bros |
Útgáfuár | 2017 |
Útgáfudagur | 10.3.2017 |
Fjöldi leikmanna | 1 |
Netspilun | Já |
Fjöldi leikmanna í netspilun | 1-8 |
Leikjasería | LEGO |