Star Wars Jedi: Fallen Order

PS4SWJFO

  PS4: Star Wars Jedi - Fallen Order

 • • Respawn Entertainment
 • • Fyrir PlayStation 4
 • • Ævintýraleikur
 • • Fyrir 16+ ára

Er varan til í verslun nálægt þér?

  PS4: Star Wars Jedi - Fallen Order

 • • Respawn Entertainment
 • • Fyrir PlayStation 4
 • • Ævintýraleikur
 • • Fyrir 16+ ára
TIL BAKA 8.495 kr.
Því miður er varan uppseld
í vefverslun ELKO

Er varan til í verslun nálægt þér?

Star Wars Jedi: Fallen Order er þriðju persónu hasar- og ævintaýraleikur frá Respawn Entertainment.  Leikurinn er keyrður áfram af glænýjum söguþræði, en leikurinn er gerður fyrir einn spilara.  Leikmenn fara í hlutverk Jedi lærlings sem rétt slapp frá því að vera tekinn af lífi eftir að skipun 66 var gefin eftir atburði Episode 3: Revenge of Sith.  Markmiðið er að byggja upp Jedi regluna aftur og þurfa leikmenn að púsla saman brotum úr fortíðinni til að geta klárað þjálfun sína, þróað með sér nýja og öfluga krafta, ná að sveifla geislasverðinu og á sama tíma að vera einu skrefi á undan keisaraveldinu og þeirra illmennum.

Leikurinn inniheldur ótrúlega bardaga þar sem leikmenn þurfa að nota geislasverðið til að ná yfirhöndinni.  Hasaratriði leiksins eru vel gerð og fá leikmenn þá tilfinningu að þeir séu staddir í Star Wars mynd.  Leikmenn þurfa að beita herkænsku í bardögum, meta styrkleika og veikleika óvina og nota alla þá Jedi þjálfun sem er í leiknum.

Aðdáendur Star Wars munu þekkja marga staði leiksins sem hafa komið fyrir í Star Wars myndunum, einnig vopn leiksins, græjur og óvini.  Auk þessa inniheldur leikurinn mikið af nýjum persónum, stöðum, kvikindum, vélmennum og fleira. 

Leikurinn inniheldur

- Nýtt bardagakerfi sem sækir innblástur sinn í Star Wars myndirnar.  Hér fá þeir leikmenn sem hafa dreymt um að verða Jedi riddarar drauma sína uppfyllta.  Bardagar leiksins eru blanda af hæfni með geislasverðið og hversu góðir leikmenn eru að nota kraftana.  Kerfið er einfalt í notkun, en það tekur tíma að verða góður í því.

- Leikurinn inniheldur glænýjan söguþráð þar sem leikmenn verða að byrja á því að ljúka Jedi þjálfun sinni og finna svo útúr því hvernig best er að ná Jedi reglunni til baka.  Leikmenn þurfa að berjast, skoða spennandi svæði og leysa þrautir til að klára leikinn.

- Leikurinn inniheldur fjölbreytt umhverfi, skóglendi, kletta og margt fleira.  Umhverfi leiksins er mjög opið og það í valdi leikmenn hvert skal haldið næst.  Eftir því sem kraftar leikmanna aukast er meira sem þeir geta gert til að hafa áhrif á umvherfið og þar með opnað fyrir nýjar leiðir og uppgötvað leyndarmál. 

Tölvuleikir

Fyrir hvaða tölvu PlayStation 4
Tegund leiks Hasarleikir
Aldurstakmark (PEGI) 16
Útgáfuár 2019
TIL BAKA