PS4: Uncharted 4 A Thief's End

PS4UNCHARTED4

Er varan til í verslun nálægt þér?

    Uncharted 4: A Thief‘s End gerist þremur árum eftir atburði Uncharted 3: Drake‘s Deception. Nathan Drake er sestur í helgan stein og farinn að lifa hinu ljúfa lífi. En ekki líður á löngu þar til örlögin grípa í taumana og rífa Drake aftur á braut ævintýranna. Ástæðan er einföld; bróðir Nathan Drake dettur inn á radarinn og þarf hjálp við að halda lífi, auk þess sem hann er með uppi í erminni tilboð um ný ævintýri. Tilboð sem Nathan Drake getur ekki hafnað. Í þessum fjórða leik seríunnar fara bræðurnir Nathan og Sam í ævintýraför þar sem markmiðið er að finna týndan fjársjóð sem tilheyrði sjóræningjanum Henry Avery. Ferð þessi dregur bræðurna víðsvegar um heiminn, í gegnum skóglendi, stórborgir og snævi þakkta fjallstinda. Grafíkin í leiknum er einstök, en auk þess skartar leikurinn einum dýpsta söguþræði sem sést hefur í tölvuleik og fullkominni netspilun.
2.994 kr.

Ekki til í vefverslun ELKO

Varan er því miður uppseld. Við getum látið þig vita þegar þessi vara er komin aftur á lager.

Bera Saman vörur

Vefverslun ELKO

  • Hvernig panta ég?
  • Greiðslumátar í boði
  • Afhendingarmátar í boði
SJÁ NÁNAR

Leikurinn inniheldur

• Ævintýri – Uncharted 4 inniheldur fleiri og stærri hasaratriði en nokkur annar leikur seríunnar hingað til. Grafíkin er mun betri en áður og skilar það sér í raunverulegri upplifun á þessum nýja söguþræði sem unninn er af snillingunum hjá Naughty Dog.

• Fjölbreytt spilun – Búið er að fríska upp Uncharted seríuna með nýjum spilunarmöguleikum. Nú geta leikmenn til dæmis notað reipi og sveiflað sér um alla veggi, bardagakerfið hefur verið tekið í gegn og öll upplifunin er stærri.

• Risastór landssvæði – Landsvæði leiksins eru ótrúlega flott og eru gerð af mikilli nákvæmni þar sem smæstu smáatriði fá að skína. Fjölmargar leiðir eru í gegnum landssvæðin sem hvetja leikmenn til að skoða svæðin og njóta leiksins betur.

• Farartæki – Í fyrsta skipti í Uncharted seríunni eru farartæki sem leikmenn geta sest upp í og keyrt. Þetta býður uppá enn stærri og magnaðri hasaratriði.

• Netspilun – Netspilun leiksins hefur verið tekin á næsta stig og mun verða stærri hluti af leiknum en áður.

Leikjatölva

Leikjatölva Playstation 4
Aldurstakmark 16
Útgefandi Naughty Dog
Útgáfuár 2016
Útgáfudagur 10.5.2016
Fjöldi leikmanna 1
Netspilun TBA

Viðskiptavinir sem keyptu þessa vöru keyptu einnig