Störf í ELKO

Smelltu hér til að fara á ráðningarvef ELKO þar sem upplýsingar um laus störf er að finna.


 

Mannauðsstefna

Mannauðsstefna ELKO er að vera fyrirmyndarvinnustaður og skapa starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti, heilsu og öryggi starfsfólks.

Ráðningar

Við leggjum okkur ávallt fram að ráða til starfa hæft fólk sem hefur metnað til að ná árangri í starfi.

Við stöndum faglega að ráðningum í samræmi við jafnréttisstefnu og hæfniskröfur starfanna.

Árangur og umbun

Við greiðum laun og hlunnindi í samræmi við jafnlaunastefnu og virði starfa, ábyrgðinni sem felst þar að baki og árangri sem skapast.

Við starfrækjum jafnlaunakerfi út frá jafnlaunastaðli ÍST 85 til að voga störf.

Launagreiningar eru framkvæmdar árlega og frávik metin ásamt því að við setjum okkur markmið um úrbætur.

Starfsþróun

Við leggjum mikla áherslu á að allt starfsfólk hafi jafna möguleika á starfsþróun.

Við þjálfum starfsfólk í samræmi við fræðsluáætlun sem er byggð á þörfum þess og er grunnurinn af rekstrinum lagður út frá starfsmannasamtölum og vinnustaðagreiningum.

Við gerum þjálfunaráætlun fyrir öll störf.

Menning

Við erum samábyrg fyrir því að framþróun sé hluti af menningu fyrirtækisins og að við aukum þekkingu okkar stöðugt.

Við veitum árlega starfsfólki okkar með langan starfsaldur viðurkenningu.

Við fylgjumst náið með starfsánægju starfsfólks með reglulegum vinnustaðakönnunum, mælingum á álagi í starfi, starfsmannaveltu og veikindum.

Í starfsmannasamtölum ræða starfsfólk og stjórnendur starfið, vinnuumhverfið og tækifæri til að gera betur í öllum þáttum sem snúa að mannauði.

Starfsumhverfi

Við sköpum starfsfólki starfsumhverfi í samræmi við jafnréttisstefnu þar sem öllum getur liðið vel við dagleg störf. Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin.

Hluti af því að líða vel í starfsumhverfinu er að þar sé hugað að öryggi. Við endurskoðum því reglulega áhættumat hverrar deildar og bregðumst við því sem betur mætti fara.

Við semjum um vinnutíma með það að markmiði að starfsfólk geti samræmt vinnu og einkalíf.

Heilsa starfsfólks er mikilvæg og stuðlum við að góðri heilsu með því að bjóða upp á hollan mat, heilsueflingu og styrki til líkamsræktar.

Við hvetjum starfsmannafélag og skemmtinefndir á hverri starfsstöð til að efla liðsheildina og minnum hvert annað á að við erum samábyrg fyrir því að starfsandi sé góður og samskipti séu opin og heiðarleg.

Jafnrétti

Mikilvægt er að hafa jafnrétti í forgrunni í öllum ákvörðunum sem snúa að mannauði og störfum við í samræmi við jafnréttisstefnu.

Upplýsingagjöf

Við stefnum að sameiginlegum markmiðum og leggjum áherslu á að allar deildir vinni saman sem ein heild.

Við kynnum starfsfólki verkefnin sem fram undan eru og eflum liðsheildina.

Við leggjum mikla áherslu á að allt starfsfólk miðli upplýsingum sín á milli og notum Workplace by facebook, upplýsingatöflur og reglulega starfsmannafundi til að miðla þeim.

Við birtum fréttir og fróðleik á sameiginlegum miðlum til að gera ferlana okkar aðgengilega fyrir starfsfólk.

 

Störf í ELKO