Um ELKO

Persónuverndarstefna | Störf í ELKOStyrktarbeiðni | Verslanir ELKO | Hafðu samband | Fréttir

ELKO stórmarkaður með raftæki

ELKO, stærsta raftækjaverslun landsins, opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax frá upphafi leiðandi á sínu sviði á Íslandi. ELKO hefur ávallt haft það að markmiði að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lágu verði. Verslanir eru 5 og með samtals 4.400 m2 sölusvæði auk stórs vöruhúss. Hjá ELKO starfa um 135 manns. Verslanir ELKO eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Vefverslun ELKO.is

Stærstir á Norðurlöndum

ELKO er með viðskiptasamning við stærstu raftækjakeðju Norðurlandanna (Elkjöp) Með þátttöku í þessari raftækjakeðju er stuðlað að lægsta raftækjaverði á Íslandi. Keðjan kaupir inn í miklu magni fyrir allar sínar verslanir og dreifir því síðan á milli verslana um alla Evrópu frá einum lager (80.000 m2) og stuðlar þannig að hagkvæmum innkaupum. ELKO á Íslandi er þar engin undantekning og fær sínar vörur sendar af risalagernum í Svíþjóð á viku fresti og er því ávallt með bestu merkin á lægsta mögulega verði. Þannig tryggjum við viðskiptavinum okkar lægsta verðið.

Tengsl við erlenda samstarfsaðila

Afar farsælt samstarf hefur verið síðan 1998 eða frá opnun ELKO við Elkjöp sem eins og fyrr hefur verið getið stærsta raftækjakeðja Norðurlanda með um 10.500 starfsmenn. Elkjöp er hins vegar í eigu breska raftækjarisans Dixons Carphone sem er öflugasta raftækjakeðja Evrópu og rekur u.þ.b. 1300 verslanir á Bretlandi og Írlandi og 300 verslanir í norður Evrópu.

Staða ELKO á íslenska markaðnum

ELKO setti sér það markmið í upphafi að verða leiðandi verslun á sínu sviði á Íslandi. Það varð strax ljóst að þau markmið stóðust. Reglulegar markaðsrannsóknir sýna að árangur ELKO er afar glæsilegur og að flestir landsmenn fara helst í ELKO ef kaupa á raftæki. Er það einkum vegna hagstæðs verðs, mikils vöruúrvals, þekktra vörumerkja, góðs aðgengis og öruggrar eftirþjónustu t.d. ef viðskiptavininum líkar ekki varan þá getur hann skilað vörunni innan 30 daga* frá kaupum og fengið endurgreitt. 

Öll bestu merkin í raftækjum

Apple, Samsung, Bose, Acer, Panasonic, Brother, Lenovo, Packard Bell, Smeg, Microsoft, Nespresso, Senseo, Kingston, Babyliss, Remington, Weber, Razer, AOC, Witt, UPO, Logitech, Creative, JBL, Fujitsu, Siemens, Tassimo, Marshall, Bosch, Kenwood, Wilfa, Severin, Dell, DeLonghi, Sonos, Audio Pro, Doro, Polar, GoPro, Nutri Ninja, Kitchen Aid, Sandisk, Sodastream, Corsair, Tamron, LG, Miele, Bosch, Siemens, Gorenje, Whirlpool, Electrolux, Gram, AEG, Philips, Sennheiser, Sony, Canon, Playstation, Toshiba o.fl. eru til sölu.
Úrvalið er ótrúlegt t.d.100 tegundir af mismunandi sjónvörpum, yfir 100 tegundir af mismunandi farsímum, 60 tegundir af þvottavélum, yfir 70 tegundir af kaffivélum svo eitthvað sé nefnt. Það er því hægt að fullyrða að ef þörf er á að kaupa raftæki er óvíða meira úrval þekktra vörumerkja á einum stað og á frábæru verði.

Taka skal fram að vefsíða þessi birtir stærstan hluta af vöruúrvali ELKO þó það sé ekki tæmandi. Tilgangur vefsíðunnar er að veita viðskiptavinum upplýsingar um vörur og bjóða þeim að versla vörurnar heima í stofu. ELKO tryggir ekki að verð á vefsíðu endurspegli verð í verslun né heldur að vörur séu til á lager. ELKO.is uppfærir sig reglulega á hverjum degi. Það geta komið upp aðstæður þar sem verð og lagerstöðu ber ekki saman við verslanir. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um myndabrengl og villur í texta.

*30 daga skilaréttur gildir ekki á afþreyingu og GSM síma ef innsigli er rofið.

Stærstir á Norðurlöndum

ELKO er með viðskiptasamning við stærstu raftækjakeðju Norðurlandanna (Elkjöp) Með þátttöku í þessari raftækjakeðju er stuðlað að lægsta raftækjaverði á Íslandi. Keðjan kaupir inn í miklu magni fyrir allar sínar verslanir og dreifir því síðan á milli verslana um alla Evrópu frá einum lager (95.000 m2) og stuðlar þannig að hagkvæmum innkaupum. ELKO á Íslandi er þar engin undantekning og fær sínar vörur sendar af risalagernum í Svíþjóð á viku fresti og er því ávallt með bestu merkin á lægsta mögulega verði. Þannig tryggjum við viðskiptavinum okkar lægsta verðið.

Helstu upplýsingar

ELKO ehf.
Kennitala: 561000-3280
Skiptiborð ELKO: Sími: 544-4000
Aðalnetfang: elko@elko.is 
Vefverslun ELKO: 575-8115
Veffang: www.elko.is

Eignarhald

ELKO ehf. er í 100% eigu Festi hf.
Festi hf. er eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja. Festi hf. er í eigu SF V slhf. og eru hluthafar um 30 talsins. SÍA II er stærsti einstaki hluthafi félagsins með um 27% hlut. Einkafjárfestar eru með um 26% eignarhlut, lífeyrissjóðir eru með um 31% hlut, tryggingafélög og sjóðir 15% eign í félaginu.sjá nánar hér.

Sátt við Samkeppniseftirlitið vegna nýrra eigenda FESTI hf.

festilogo

Stjórn ELKO ehf

Jón Björnsson, stjórnarformaður
Gréta María Grétarsdóttir, meðstjórnandi 
Guðríður Hjördís Baldursdóttir, meðstjórnandi

Framkvæmdastjóri ELKO ehf. er Gestur Hjaltason

Virðisaukaskattsnúmer: 108151
ELKO ehf. er skráð í Firmaskrá Íslands

Mannauðsstefna ELKO

Markmið ELKO er að vera fyrirmyndarvinnustaður þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti, heilsu og öryggi starfsfólks.  

ELKO leggur áherslu á: 

  • að ráða og efla hæft starfsfólk sem hefur metnað til að ná árangri í starfi
  • að laun séu sanngjörn og í samræmi við jafnlaunastaðal ÍST 85, ábyrgð og árangur í starfi
  • að starfsfólk sé vel upplýst um starfsemi fyrirtækisins
  • að jafnræðis sé gætt og tryggt sé að starfsfólki sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, uppruna, trúar eða annarra þátta
  • að starfsfólk sýni frumkvæði og taki virkan þátt í að betrumbæta fyrirtækið
  • að stuðla að góðri heilsu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs starfsfólks á opin og heiðarleg samskipti
  • að öryggisstöðlum sé fylgt í hvívetna til að tryggja öryggi starfsfólks  

Sjá nánar: 

Verslanir ELKO

ELKO Skógarlind 2, 201 Kópavogi - opnuð 1998
ELKO Skeifunni 7, 108 Reykjavík - opnuð 2004 
ELKO Granda, Fiskislóð 15, 101 Reykjavík - opnuð 2010
ELKO Flugstöð Leifs Eiríkssonar, komu og brottför - opnuð 2007
ELKO Vefverslun,  www.elko.is - opnuð 2007

Starfsfólk ELKO

Veldu verslun/svið til að skoða upplýsingar um netföng og símanúmer.

Verslanir ELKO