Styrktarsjóður ELKO

ELKO styrkir 2x verkefni á ári sem tengjast velferð barna og ungmenna þó að jafnaði ekki málefnum sem tengjast íþróttafélögum.
Raftæki, búnaður eða styrkir sem efla menntun, nýsköpun eða annað sem nýtist til betra lífs fyrir ungt fólk, fellur vel til styrkja.
Vegna fjölda eftirspurna eftir styrkjum, ekki síst frá starfsmannafélögum og félagasamtökum sem við viljum ekki gera upp á milli, þá höldum við okkur að mestu við fyrrnefnda málaflokka.

Umsóknir um styrki, með greinargerð um málefnið sem óskað er stuðning við, skulu sendar á styrkur@elko.is.
Veitt er úr sjóðnum tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag.
Fyrri úthlutun ársins 2017 var veitt á sumardaginn fyrsta, 20.apríl 2017. Styrkur var veittur til Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna en ELKO styrkti unga og efnilega nemendur með vinningum sem henta í nýsköpun og tækni.

Næsta úthlutun verður fyrsta vetrardag, 21. október 2017 og umsóknarfrestur til að sækja í þann sjóð er til 1.október 2017. Haft verður samband við þá sem hljóta styrki og tilkynnt hér á síðunni