Styrktarsjóður ELKO

ELKO styrkir fjölmörg verkefni á hverju ári sem tengjast velferð barna og ungmenna. Raftæki, búnaður eða styrkir sem efla menntun, nýsköpun eða annað sem nýtist til betra lífs fyrir ungt fólk, fellur vel til styrkja.

Vegna fjölda eftirspurna eftir styrkjum frá starfsmannafélögum, íþróttafélögum og öðrum félagasamtökum sem við viljum ekki gera upp á milli, þá höldum við okkur að mestu við fyrrnefnda málaflokka.

Styrktarsjóðurinn greiðir út styrki að jafnaði 3x á ári. 

 

Til að sækja um styrk hjá ELKO vinsamlegast fyllið út formið hér að neðan. 

Síðasta úthlutun styrktarsjóðsins var 29.maí 2019. Næsta úthlutun fer fram hausið 2019.