Afhendingarmátar

Afhendingarmátar / Sendingamátar

Til að geta verið með úrvalsþjónustu leitast ELKO við að vera með marga möguleika í flutning fyrir þig. Hér að neðan má sjá þá helstu möguleika sem í boði eru.

Sendibíll ELKO – Höfuðborgarsvæðið.

Mánudag-Föstudag: milli 12:00-15:00 eða 17:00-21:00

 • 1 tæki virkur dagur, verð: 7.995kr. 
 •  2+ tæki, eða tvöfaldur kæliskápur virkur dagur, verð: 10.995kr

Laugardaga, sunnudaga og helgidaga: milli 16:00-20:00

 • 1 tæki helgidagur, verð: 9.995kr. 
 • 2+ tæki, eða tvöfaldur kæliskápur helgidagur, verð: 13.995kr

Hægt er að biðja bílstjóra að taka eldra tæki og farga.

 • Gjald er 4.000kr en 6.000kr fyrir kæli-og frystitæki. 
Skilmálar aksturs:
 • Akstursloturnar eru tvær alla virka daga. 
 • Virka daga er fyrri lotan á milli kl. 12:00-15:00 og seinni lotan milli 17:00-21:00
 • Lokað er fyrir sölur í fyrri lotuna kl:11:30 sama dag og í seinni lotuna kl: 16:00 sama dag.
 • Um helgar og helgidaga er ein aksturslota sem er á milli 16-20.
 • Lokað er fyrir sölu í þá lotu klukkan 15:00 sama dag.
 • Ekki er hægt að óska eftir ákveðnum tíma innan aksturslotunnar.
 • Bílstjóri er ávallt einn á ferð og aðstoðar hann við að koma vörunni inn í hús viðtakanda
 • Gert er ráð fyrir að aðgengi inn í hús sé gott og án hindrana – m.a. að snjór, hálka o.þ.h sé ekki á tröppum eða stétt og innréttingar, húsgögn o.þ.h ekki í gangvegi.
 • Ef bílstjóri telur sig ekki geta afhent vöruna vegna hindrana eða vegna þess að aðgengi að eða í húsi er ábótavant tekur hann vöruna tilbaka.
 • Ef afhendingu er frestað af þessum sökum er nýr afhendingartími fundinn á kostnað kaupanda
 • Bílstjóri sér ekki um tengingar eða að setja upp vörur fyrir notkun, né aftengja eldri vörur sem á að farga.

Pósturinn - Sækja á næsta pósthús / Heimkeyrsla

 • Vefverslun ELKO býður upp á að senda pantanir ódýrt út á land. 
 • Sent er á næsta pósthús við þig eða heim að dyrum, þar sem það er í boði hjá Íslandspósti. 
Verð fer eftir stærð sendingar:
 • Smápakkar á næsta pósthús, verð: 500kr (eingöngu í boði á ELKO.is)
 • Smápakkar í heimkeyrslu, verð: 900kr (eingöngu í boði á ELKO.is)
 • Stærri tæki á næsta pósthús, verð: 4.995kr fyrir (eingöngu í boði á ELKO.is)
 • 2+ stór tæki eða tvöfaldur ísskápur á næsta pósthús, verð: 5.995kr (eingöngu í boði á ELKO.is)
 • Stærri tæki (39'' sjónvarp og stærra, 84 cm ísskápur og stærri), heimkeyrsla verð: 6.995kr (eingöngu í boði á ELKO.is)
 • 2+ tæki, eða tvöfaldur kæliskápur, heimkeyrsla verð: 9.995kr (eingöngu í boði á ELKO.is)
 • Sé vara pöntuð með Íslandspósti í verslun ELKO í Lindum, Skeifu eða Granda er sendingargjald samkvæmt verðskrá Íslandspósts.

PAKKI PÓSTHÚS

Pakki pósthús er tilkynntur viðtakanda, annað hvort með SMS tilkynningu eða með tilkynningu sem er borin út daginn eftir komu pakka á pósthús og getur viðtakandi þá nálgast pakkann. Pakki pósthús er afhentur á pósthúsi viðtakanda við framvísun tilkynningar (prentuð eða SMS) og skilríkja með mynd. Viðtakandi getur einnig veitt öðrum aðila skriflegt umboð til að taka á móti pakkanum á pósthúsi fyrir sína hönd. Pakki pósthús er auðkenndur með rauðum límmiða. Pakki pósthús er hægt að fá á öll pósthús og afgreiðslustaði Póstsins. Ef sending er merkt með fylgibréfi eða pakkanúmeri en ekki með límmiða til að auðkenna afhendingarmáta, er sendingin skilgreind sem Pakki pósthús.

PAKKI HEIM

Pakki heim er keyrður út til einstaklinga frá mánudegi til föstudags klukkan 17-22 og til fyrirtækja frá mánudegi til föstudags klukkan 09-17 þar sem útkeyrsla er. Ef póstlagt er fyrir kl.16:30 verður pakkinn keyrður út 1, 2 eða 3 dögum eftir póstlagningu. Gerð er ein tilraun til afhendingar og sé hún árangurslaus er skilin eftir tilkynning. Í þeim tilfellum má nálgast pakkann á viðkomandi pósthúsi næsta virka dag gegn framvísun tilkynningarinnar. Pakki heim er auðkenndur með grænum límmiða. Pakki heim er í boði í þeim póstnúmerum þar sem heimkeyrsla er.
Landspóstur: Þar sem landspóstur er í boði eru pakkar keyrðir heim án aukagjalds sem eru minni en 0,125 m3 í rúmmál og/eða léttari en 30 kg. Ef póstur berst sem er umfram þessa þyngd/stærð utan þéttbýlis þá skal pósthús hafa samband við viðskiptavin og honum boðið að sækja sendinguna eða fá hana keyrða heim gegn gjaldi.

SENDLAÞJÓNUSTA

Tilvalið fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta þar sem pósturinn keyrir úr milli 10-16 á daginn, virka daga. Þegar þessi valmöguleiki er valin má taka fram í athugasemd hvaða afhendingarstími hentar. Pantar þarf fyrir 12:00 til að hafa möguleika að fá vöruna senda samdægurs. Gildir eingöngu fyrir smápakka (1-10 kg). Verð 1695 kr.

Pósturinn – Senda erlendis

Miðað við gjaldskrá Íslandspósts - Ekki er hægt að panta í gegnum vefverslun þar sem sendingarkostnaður er ekki reiknaður út fyrir sendingar utan Íslands. Einnig tekur Vefverslun aðeins við íslenskum kredikortum eða millifærlum.
1-2 DVD eða CD : Ef um er að ræða 1-2 DVD diska eða 1-2 CD diska er hægt að senda vöru sem ábyrgðarbréf (sjá upplýsingar á Postur.is)
Sending á pökkum til útlanda: Greiða þarf grunngjald + kílóverð fyrir sendingu. Reikniregla: Grunnverð +(fjöldi kg* kílóverð) = Heildaverð (sjá upplýsingar á Postur.is) Áætlaður flutningstími er 3-18 virkir dagar (sjá nánar)

PANTA OG SÆKJA Í VERSLUN

Afgreiðslutími 0-1 virkur dagur:

 • Pantað er frá 7:00 til 12:30: Varan er afhend samdægurs eftir klukkan 16:00*
 • Pantað er frá 12:30 til 23:59: Varan er afhend daginn eftir við opnun verslana klukkan 11:00*
 • Pantað er frá 00:00 til 7:00: Varan afhend eftir klukkan 11:00*.
 • SMS tilkynning er send þegar má sækja vöru í verslun.
 • Framvísa þarf skilríkjum þegar vörur eru sóttar.

Afhendingarstaðir:

 • Varan er sótt á þjónustuborði í ELKO Lindum, Skeifunni eða Granda. 
 • Sjónvörp og stór heimilistæki eru afhent úr vöruhúsi Bakkans, Skarfagörðum 2.

Framvísa þarf skilríkjum þegar vörur eru sóttar.

*Miðað er við næsta virka dag. Sendingar í verslanir eru ekki um helgar eða helgidögum.