Ertu með einhverjar spurningar? Þú getur spurt okkur í gegnum netspjallið hér á elko.is, með því að senda skilaboð í gegnum facebook síðu ELKO eða með því að senda okkur tölvupóst.

Spurt og svarað

Ef ég vil sækja um starf í ELKO hvert sendi ég umsókn? Þú getur séð laus störf og/eða sent inn almenna umsókn í gegnum ráðningarvef ELKO.

Hver er opnunartími ELKO? Opið í ELKO Lindum, Granda og Skeifunni milli 11-19 á virkum dögum, laugardaga 11-18 og sunnudaga 12-18. Símsvörun hjá Vefverslun ELKO er milli 11-19 virka daga. ELKO í Flugstöð KEF er opin eftir flugtíma, þ.e. breytilegur opnunartími. Sjá nánar hér.

Hvar sé ég hver er viðgerðaraðili fyrir vörur: Þú getur flett upp viðgerðaraðila eftir vöruflokki og framleiðendum á ELKO.is, sjá nánar hér.

Ég þarf að láta fletta upp ábyrgðarnótu, hvernig geri ég það?  Ef þú átt ekki nótuna/ábyrgðarskirteini og kaup voru skráð á kennitölu getur þjónustuborð flett upp kaupum ef þú ert að koma með vöru í viðgerð. Ef þú vilt senda fyrirspurn um hvenær vara var keypt og þá hvort að hún sé í ábyrgð þá er hægt að senda á elko@elko.is 

Get ég pantað vöru í vefverslun og sótt í verslun? Þegar þú pantar í vefverslun ELKO er valmöguleiki að sækja í verslun fyrir smávörur og sækja á vöruhús fyrir stærri vörur.  Ef þú pantar fyrir klukkan 12:30 á virkum degi er varan er afhend samdægurs eftir klukkan 16:00, annars kl. 12:00 næsta virka dag. Framvísa þarf skilríkjum þegar vörur eru sóttar. Sendingar í verslanir eru ekki um helgar eða helgidögum. 

Hvar sé ég vöruúrval í Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Þú getur séð hvað er til í ELKO KEF á heimasíðu þeirra, elkodutyfree.is en aðeins þær vörur sem eru til. Lagerstaða er  birt og síðan uppfærð 1-2 sinnum á dag. Hægt er að panta í gegnum síðuna og sækja t.d. í brottfaraverslun. Gefa þarf upp dagsetningu og flugnúmer.

Hvaða greiðslumátar eru í boði í Vefverslun ELKO? Þú getur greitt með millifærslu, kreditkorti, Netgíró (eingreiðsla eða raðgreiðslur) og raðgreiðslur á kreditkort sem fer fram í gegnum greiðslusíðu og undirskrift með rafrænum skilríkjum. Sama á við um kreditkortafærslu fyrir 20.000 kr. og þá er pakki aðeins afhentur skráðum viðtakanda.

Hvar sé ég skilmála ELKO? Þú getur lesið um skilmála ELKO hér.

Hversu lengi gildir gjafakort ELKO? Gjafakort ELKO hafa engan gildistíma. Vegna tæknilegra þátta við útgáfu kortana verður að vera gildistími á kortinu sjálfu sem er yfirleitt rúmlega 5 ár. Ef kortið er að renna út á gildistíma og ekki er fyrirhugað að nýta það innan þess tíma má hafa samband við þjónustudeild ELKO sem getur leyst málið. Ef þú vilt flétta upp stöðu og gildistíma er hægt að gera það hér.

Hversu lengi gildir inneignarnóta frá ELKO? Inneignarnótur gefnar út af ELKO renna ekki út. 


Skilgreiningar og fræðsla:

Þvottavélar - Kolalaus mótor: Ólíkt öðrum mótorum þá þarf minna viðhald við kolalausa mótora og reynast þeir öruggari og hagkvæmari í notkun. Bæði eyðir vélin minna rafmagni, endist lengur og er hljóðlátari.

Þvottavélar - Flutningsstífur: Flutningsstífur eru aftan á þvottavélum svo að tromlan sé ekki á hreyfingu í flutningum. Fjarlægja þarf flutningsstífur áður en vél er notuð í fyrsta skiptið, sjá nánar í leiðbeiningum sem fylgja þvottavél við kaup.

Hverju skal leita eftir þegar þvottavél er valin? Þvottageta, vinding, raki eftir vindingu, kerfi, stjórnborð, hljóðstyrkur og gerð á mótor er einhvað sem horfa skal til þegar maður er ákveða hvaða þvottavél hentar. Kolalausan mótor er að finna í mörgum þvottavélum og eru þær hljóðlátari og lifa lengur. Þvottageta er á milli 5 til 11 kg. Því stærri tromla og meiri þvottageta því meiri þvott getur þú þvegið í einu og getur þannig sparað pening. í vindingu er vatnið þvingað úr þvottinum, því hærri snúningshraði því minni raki er í fötunum eftir þvott. Stærð á tromlu hefur einnig áhrif á rakastig þvottsins. Raki fyrir A í vindingu þarf að vera 45% eða minni. Sumir vilja eingöngu vélar sem hafa skjá, skjár sýnir í sumum tilfellum þvottatíma, snúningshraða, hitastig, þvottakerfi og margt fleira.  Á sumum þvottavélum getur þú tímaræst kerfið t.d. látið kerfið byrja eftir 5-6 tíma svo að hún er nýbúin þegar þú kemur heim úr vinnu.

Þurrkarar - Varmadælutækni: Þurrkari með varmadælutækni tekur rakan úr tromlunni og breytir honum aftur í heitt loft sem er sent í gegnum tromluna til að minnka rafmagnsnotkun.

Frystiskápar - NoFrost: Sjálvirk afhríming, gerir það að verkum að þú þarft aldrei að afhríma skápinn þar sem hrím myndast ekki innan á hann.

Uppþvottavélar - AquaStop: AquaStop er vatnöryggi sem tryggir að það verður ekki vatnsleki frá uppþvottavélinni.

Sjónvörp - Smart TV: Býður upp á fjöldan allan af netforritum (e. apps) sem þú getur notað í sjónvarpinu með innbyggðu WiFi. T.d. YouTube og Netflix.

Sjónvörp - OLED tækni: OLED sjónvarp er ný gerð af skjá (Organic Light Emitting Diodes) sem gefur frábær myndgæði og einnig er skjárinn þynnri en bæði LCD og Plasma. Perfect Black og djúpir litir sem aðeins OLED skjáir geta gefið kost á.

Sjónvörp - HDR (High Dynamic Range): Með hjálp endurnýjunartíðninnar sér HDR um að dekkri hlutar myndarinnar verði dekkri og bjartari hlutarnir bjartari. Þú færð því enn skarpari mynd og fleiri litbrigði.

Tölvur - SSD: SSD diskur er hraðvirkur diskur sem tryggir að tölvan er fljót að kveikja á sér og starta upp stýrikerfinu.

Tölvur - SSHD: SSHD er hybrid diskur sem styttir tímann sem það tekur að ræsa tölvuna ásamt því að tryggja almennt hraðari vinnslu.

Símar - IP68 stuðull: Vara með IP68 stuðul er vatnsvarinn mv 1,5 metra og 30 mínútur og ryk og óhreinindavarinn. Þegar talað er um vatnsvarinn síma er mv ferskvatn, ef síminn fer í vatn sem er salt eða með klór þarf að skola símann svo að gúmmíþétting eyðist ekki.

Ofnar og eldavélar - Þrjú mismunandi hreinsikerfi:
1. Gufuhreinsikerfi:  (Aqua Clean, Steam Clean og eflaust fleiri nöfn). Hreinsunin byggir á því að setja ca ½ lítra af vatni í ofnskúffuna neðst í ofninum og stilla á undirhita og ca 100°C (stundum er sérstakt kerfi á ofninum/eldavélinni). Látið vinna í 40-60 mínútur og strjúkið síðan innan úr ofninum óhreinindin sem nú ætti að vera auðvelt. Emeleringin í dag er það góð að þetta virkar vel í flestum tilfellum.
2. Catalytic hreinsikerfi: Þetta er klæðning úr sérstöku efni (oft aðeins í hluta af ofnrými) og þekkist vel á því hve gróft hún er og er stundum kölluð fílaskinn. Oftast er þetta í bakinu en einnig stundum í hliðum og toppi en aldrei í botninum. Þetta efni dregur mjög vel í sig fitu sem það brennir svo innan úr sér þegar ofninn er hitaður í 220°C í ca 30 mínútur. Mælt er með að keyra þetta kerfi að minnsta kosti einu sinni í mánuði en ræðst auðvitað af notkun eins og gefur að skilja. Ef ofninn nær ekki að hreinsa sig við þetta þá þarf að láta hann kólna niður svo klæðningin geti dregið í sig súrefni og keyra svo kerfið að nýju. Þegar ofninn hefur kólnað niður má svo strjúka óhreinindi úr botninum.
3. Pyrolytic hreinsikerfi: Þetta er það sem talið er best og öflugast og byggir á því að sérstakt kerfi sem hitar ofninn í yfir 400°C sé keyrt í 1-2 tíma. Ofninn læsir sér við þessa aðgerð (öryggisþáttur) og það verður í mörgum tilfellum að fjarlægja bæði ofnstiga og skúffur. Það er sérstaklega tekið fram í leiðbeiningum og oftast eru stigar og skúffur sem þola þessa meðferð með dökkri áferð. Þegar ofninn hefur svo náð að kólna á að vera hægt að sópa öskunni í burtu.


Algengar spurningar og svör við þeim:

Hvað yrði greiðsla á mánuði ef ég set 139.995 á raðgreiðslur á kreditkort? Mánaðarleg greiðsla yrði 12.465 kr miðað við 12 mánuði. 2-12 mánaða greiðsludreifing á Kredtikort er vaxtalaust en ef dreift er 13-36 mánuði koma vextir. Sjá reiknivél Borgunar hér. Merkja þarf við vaxtalaust ef dreifing er ekki meiri en 12. Nú getur þú klárað dæmið sjálf/ur í vefverslun ELKO, setur inn kortaupplýsingar og kvittar undir samning með rafrænni undirskrift eða í gegnum heimabanka.

Get ég greitt með Netgíró í verslunum ELKO? Já, þú getur greitt með Netgíró í verslunum ELKO Lindum, Skeifunni, Granda og í Vefverslun. Þú segir við starfsmann að þú viljir greiða með netgíró og þarft að hafa símann þinn með eða hafa aðgang að tölvupósti þar sem lykilorð er sent til að staðfesta notanda hjá Netgíró. Gefa þarf það númer upp til að staðfesta greiðslu. 

Er ELKO á Facebook? Já, ELKO hefur verið með Facebook síðu í nokkur ár, á henni birtast tilkynningar, kynningar á vörum og facebook leikir. Kynntu þér málið hér.

Er hægt að sækja um styrk hjá ELKO? Já, ELKO styrkir 2x verkefni á ári sem tengjast velferð barna og ungmenna þó að jafnaði ekki málefnum sem tengjast íþróttafélögum. Raftæki, búnaður eða styrkir sem efla menntun, nýsköpun eða annað sem nýtist til betra lífs fyrir ungt fólk, fellur vel til styrkja. Sjá nánar hér.

Ég bý á höfuðborgarsvæðinu og er að kaupa ísskáp, sendið þið heim? ELKO býður upp á heimkeyrslu fyrir stór heimilistæki og sjónvörp fyrir aðeins 7.995 kr.* Alla virka daga er keyrt út tvisvar á dag, 12-15 og 17-21. Á laugardögum er einn akstur í boði milli 15-18**. *Að senda tvöfaldan ísskáp kostar 10.995 kr.   **Önnur verðskrá gildir þegar sent er um helgar (9.995/13.995kr)

Hvað er PÓSTBox? Póstbox er ný þjónusta hjá Póstinum. Á 7 stöðum á höfuðborgarsvæðinu eru Póstbox; Sólvallagata, Smáralind, 10/11 Barónsstíg, Olís Garðabæ, Húsgagnahöllin, Kaplakriki og Mjódd. Þessi póstbox eru sjálfsafgreiðslu "pósthús" sem eru opin allan sólahringinn, alla daga ársins. Þú getur valið þennan afhendingarmáta í Vefverslun ELKO og tekur 1-3 virka daga að fá afgreitt í póstbox. Pósturinn sendir SMS þegar pakki er tilbúin ásamt lykilorði til að opna hólfið. Sjá nánar hér.

Ég keypti kaffivél sem ég er ekki sátt/ur við, get ég skilað/skipt?  ELKO bíður upp á 30 daga skilarétt á flestum vörum, undanskildar eru afþreyingarefni. farsímar og rafhlöður þegar innsigli er rofið. Sjá nánari útskýringu á 30 daga skilarétti og auglýsingarvernd ELKO hér.

Brúðkaupsgjafalistar í ELKO? ELKO hefur ekki verið að halda utan um brúðkaupsgjafalista þar sem við erum með margar verslanir og ekki er búið að hanna rafrænt kerfið fyrir þetta hjá okkur. Sniðug leið til að búa til gjafalista og senda á vini á ættingja er MyRegistry.com þar sem þú getur búið til lista með vörum frá mörgum verslunum, sent svo link á gesti og þeir merkja svo við það sem hefur verið keypt og er þá listin alltaf up-to-date og geta brúðhjón fylgst með og bætt við á listann. Sjá nánar á www.myregistry.com

Hvar sæki ég um styrk? ELKO styrkir fjölmörg verkefni á hverju ári sem tengjast velferð barna og ungmenna. Raftæki, búnaður eða styrkir sem efla menntun, nýsköpun eða annað sem nýtist til betra lífs fyrir ungt fólk, fellur vel til styrkja. Þú getur sent inn umsókn hér.

Hvar finn ég upplýsingar um verslanir og starfsmenn? Þú getur nálgast upplýsingar hér