spurningar

Spurt og svarað

Hversu lengi gildir gjafakort ELKO? Gjafakort ELKO gildir í 2 ár frá útgáfu. Kortið er eins og debitkort og hægt er að nota það í ELKO Lindum, Skeifunni, Granda og í Vefverslun ELKO. Ef þú ert að nota það upp í vöru í vefverslun mælum við með að pantað sé í gegnum símaver 575-8115 þar sem heimild þarf að vera fyrir allri upphæð þegar greiðslusíða Borgunar er notuð í vefverslun ELKO. Ef þú ert með kort og vilt flétta upp stöðu og gildistíma getur þú gert það hér.

Ef ég vil sækja um starf í ELKO hvert sendi ég umsókn? Þú getur séð laus störf og/eða sent inn almenna umsókn í gegnum ráðningarvef ELKO.

Hvað yrði greiðsla á mánuði ef ég set 139.995 á raðgreiðslur á kreditkort? Mánaðarleg greiðsla yrði 12.465 kr miðað við 12 mánuði. 2-12 mánaða greiðsludreifing á Kredtikort er vaxtalaust en ef dreift er 13-36 mánuði koma vextir. Sjá reiknivél Borgunar hér. Merkja þarf við vaxtalaust ef dreifing er ekki meiri en 12. Nú getur þú klárað dæmið sjálf/ur í vefverslun ELKO, setur inn kortaupplýsingar og kvittar undir samning með rafrænni undirskrift eða í gegnum heimabanka.

Get ég greitt með Netgíró í verslunum ELKO? Já, þú getur greitt með Netgíró í verslunum ELKO Lindum, Skeifunni, Granda og í Vefverslun. Þú segir við starfsmann að þú viljir greiða með netgíró og þarft að hafa símann þinn með eða hafa aðgang að tölvupósti þar sem lykilorð er sent til að staðfesta notanda hjá Netgíró. Gefa þarf það númer upp til að staðfesta greiðslu. Nánar á www.netgiro.is

Brúðkaupsgjafalistar í ELKO? ELKO hefur ekki verið að halda utan um brúðkaupsgjafalista þar sem við erum með margar verslanir og ekki er búið að hanna rafrænt kerfið fyrir þetta hjá okkur. Sniðug leið til að búa til gjafalista og senda á vini á ættingja er MyRegistry.com þar sem þú getur búið til lista með vörum frá mörgum verslunum, sent svo link á gesti og þeir merkja svo við það sem hefur verið keypt og er þá listin alltaf up-to-date og geta brúðhjón fylgst með og bætt við á listann. Sjá nánar á www.myregistry.com

Er hægt að fá sent heim?  Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu er hægt að biðja um sendingu með sendibíl ELKO, keyrt heim alla virka daga milli 12-15 og svo 17-21. Á laugardögum og sunnudögum er svo keyrt heim milli 16-19. Sendibíll ELKO kostar 7.995 kr fyrir 1 tæki virka daga (10.995 fyrir 2 eða fleirri stærri tæki) en 9.995 kr. ef akstur er um helgar eða á rauðum degi (13.995 kr fyrir 2 eða fleirri) . Ef þú ert á landsbyggðinni og pantar í vefverslun ELKO, hvort sem er í gegnum heimasíðuna eða í síma 575-8115 getur þú fengið sent stór heimilistæki og sjónvörp á næsta pósthús við þig fyrir aðeins 4.995 kr. og ef pósturinn býður upp á heimkeyrsu á þínu póstnúmeri er það möguleiki fyrir 6.995 kr. Fyrir smápakka (allt að 32'' sjónvarp) kostar það 500 kr. að sækja á pósthús og 900 kr. fyrir heimkeyrslu.

Hvað er PÓSTBox? Póstbox er ný þjónusta hjá Póstinum. Á 7 stöðum á höfuðborgarsvæðinu eru Póstbox; Sólvallagata, Smáralind, 10/11 Barónsstíg, Olís Garðabæ, Húsgagnahöllin, Kaplakriki og Mjódd. Þessi póstbox eru sjálfsafgreiðslu "pósthús" sem eru opin allan sólahringinn, alla daga ársins. Þú getur valið þennan afhendingarmáta í Vefverslun ELKO og tekur 1-3 virka daga að fá afgreitt í póstbox. Pósturinn sendir SMS þegar pakki er tilbúin ásamt lykilorði til að opna hólfið. Sjá nánar hér.

Hversu lengi gildir inneignarnóta frá ELKO? Inneignarnóta sem er gefin út af ELKO gildir í 1 ár.

Er FIFA 17 til í ELKO Granda? Ef þú ert á leið í einhverja ELKO verslun og vilt vita hvort að varan sé til í viðkomandi verslun þá getur þú sett vöruna í leit á ELKO.is, smellt á vöru og þú sérð hliðina á myndinni (fyrir neðan 'Lesa meira') í hvaða verslun varan er til. Það kemur upp t.d. 'Varan er til í - Vefverslun, Lindum, Skeifunni og Flugstöð',  Einnig kemur upp á stærri tækjum 'Lindum (afgreitt í vöruhúsi) og þýðir það að varan sé í sýningu í Lindum en afgreidd frá vöruhúsi en vöruhús ELKO er Bakkinn vöruhótel. Sjá dæmi um upplýsingar um vörur hér

Er ELKO á Facebook? Já, ELKO hefur verið með Facebook síðu í nokkur ár, á henni birtast tilkynningar, kynningar á vörum og facebook leikir. Kynntu þér málið hér.


Algengar spurningar og svör við þeim:

Hver er opnunartími ELKO? Opið í ELKO Lindum, Granda og Skeifunni milli 11-19 á virkum dögum, laugardaga 11-18 og sunnudaga 12-18. Símsvörun hjá Vefverslun ELKO er milli 11-19 virka daga. ELKO í Flugstöð KEF er opin eftir flugtíma, þ.e. breytilegur opnunartími. Sjá nánar hér

Hvaða greiðslumátar eru í boði í Vefverslun ELKO? Þú getur greitt með millifærslu, kreditkorti, Netgíró (eingreiðsla eða raðgreiðslur) og raðgreiðslur á kreditkort sem fer fram í gegnum greiðslusíðu og undirskrift með rafrænum skilríkjum. Sama á við um kreditkortafærslu fyrir 20.000 kr. og þá er pakki aðeins afhentur skráðum viðtakanda.

Get ég pantað vöru í vefverslun og sótt í verslun? Þegar þú pantar í vefverslun ELKO er valmöguleiki að sækja í verslun fyrir smávörur og sækja á vöruhús fyrir stærri vörur.  Ef þú pantar fyrir klukkan 12:30 á virkum degi er varan send samdægurs í verslun eftir klukkan 16:00, ef þú pantar eftir 12:30 er varan send næsta virka dag eftir opnun verslana, eða klukkan 11:00. Framvísa þarf skilríkjum þegar vörur eru sóttar. Sendingar í verslanir eru ekki um helgar eða helgidögum. 

Hvar sé ég vöruúrval í Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Þú getur séð hvað er til í ELKO KEF á heimasíðu þeirra, elkodutyfree.is en aðeins þær vörur sem eru til. Lagerstaða er  birt og síðan uppfærð 1-2 sinnum á dag. Hægt er að panta í gegnum síðuna og sækja t.d. í brottfaraverslun. Gefa þarf upp dagsetningu og flugnúmer

Hvar sé ég hver er viðgerðaraðili fyrir vörur: Þú getur flett upp viðgerðaraðila eftir framleiðendum á ELKO.is, þú ferð í Þjónusta > Viðgerðaraðilar, og velur þar flokk og þar undir framleiðenda

Ég þarf að láta fletta upp ábyrgðarnótu, hvernig geri ég það?  Ef þú átt ekki nótuna/ábyrgðarskirteini og kaup voru skráð á kennitölu getur þjónustuborð flett upp kaupum ef þú ert að koma með vöru í viðgerð. Ef þú vilt senda fyrirspurn um hvenær vara var keypt og þá hvort að hún sé í ábyrgð þá er hægt að senda á abyrgd@elko.is 

Hvar sé ég skilmála ELKO? Þú getur lesið um skilmála ELKO hér.

Ég bý á höfuðborgarsvæðinu og er að kaupa ísskáp, sendið þið heim? ELKO býður upp á heimkeyrslu fyrir stór heimilistæki og sjónvörp fyrir aðeins 7.995 kr.* Alla virka daga er keyrt út tvisvar á dag, 12-15 og 17-21. Á laugardögum er einn akstur í boði milli 15-18**. *Að senda tvöfaldan ísskáp kostar 10.995 kr.   **Önnur verðskrá gildir þegar sent er um helgar (9.995/13.995kr)

Ég keypti kaffivél sem ég er ekki sátt/ur við, get ég skilað/skipt?  ELKO bíður upp á 30 daga skilarétt á flestum vörum, undanskildar eru afþreyingarefni. farsímar og rafhlöður þegar innsigli er rofið. Sjá nánari útskýringu á 30 daga skilarétti og auglýsingarvernd ELKO hér.

Hvað er endurnýjunartíðni á sjónvörpum?: Sjónvarp-panel getur verið annað hvort 50 eða 100Hz (100 rið, 100 rammar á sekúndu í stað 50 ramma á sekúndu í 50Hz panel). Margir sjónvarpsframleiðendur hafa bætt við hugbúnaði sem eykur endurnýjunartíðni, það reiknar þá út aukaramma milli þeirra sem sendir eru úr venjulegu sjónvarpsmerki.  Hugbúnaður getur aukið endurnýjunartíðni í 200Hz - 1200Hz og eftir því sem endurnýjunartíðni er meiri því minna hökt er á myndinni og helst hún skörp þótt hreyfingar eru örar

Hverju skal leita eftir þegar þvottavél er valin? Þvottageta, vinding, raki eftir vindingu, kerfi, stjórnborð, hljóðstyrkur og gerð á mótor er einhvað sem horfa skal til þegar maður er ákveða hvaða þvottavél hentar. Kolalausan mótor er að finna í mörgum þvottavélum og eru þær hljóðlátari og lifa lengur. Þvottageta er á milli 5 til 11 kg. Því stærri tromla og meiri þvottageta því meiri þvott getur þú þvegið í einu og getur þannig sparað pening. í vindingu er vatnið þvingað úr þvottinum, því hærri snúningshraði því minni raki er í fötunum eftir þvott. Stærð á tromlu hefur einnig áhrif á rakastig þvottsins. Raki fyrir A í vindingu þarf að vera 45% eða minni. Sumir vilja eingöngu vélar sem hafa skjá, skjár sýnir í sumum tilfellum þvottatíma, snúningshraða, hitastig, þvottakerfi og margt fleira.  Á sumum þvottavélum getur þú tímaræst kerfið t.d. látið kerfið byrja eftir 5-6 tíma svo að hún er nýbúin þegar þú kemur heim úr vinnu.