Viðbótatrygging

TRYGGIR ÞAÐ SEM AÐRIR TRYGGJA EKKI.
Sækja tjónatilkynningu

Í BOÐI FYRIR VALDAR VÖRUR

Engin sjálfsábyrgð 
- Ber engin afföll eða afskriftir vegna notkunar 
- Virkar sem framlengd ábyrgð þegar tryggingartími er lengri en ábyrgðartími 
- Trygging tekur gildi við kaup á vöru 
- Tryggir gegn ófyrirséðum óhöppum og bilunum sem falla ekki undir ábyrgðarskilmála 
- Bætir öll tjón sem hafa áhrif á notkun tækisins 
- Aðeins er greitt eitt iðgjald fyrir allt tímabilið, engar mánaðargreiðslur
- Viðbótatrygging fylgir tækinu ef tilkynnt eru eigendaskipti

 

Ef þú verður fyrir tjóni 
- Ábyrgðarskírteini eða kaupnóta skilyrði 
- Hefur vörunúmer og serial númer tækisins og kaupnótu við höndina og gerir eitt af eftirfarandi 
             - Hefur samband við Tryggingamiðlun Íslands – síma 553‐6688 
             - Fyllir út tjónaskýrslu í boði í verslunum ELKO og í vefverslun ELKO.is 
- Tryggingafélagið tekur málið í sínar hendur og skilar niðurstöðu innan tveggja virkra daga 
- Ef tryggingabeiðni er samþykkt er tækið sent á viðurkennt verkstæði til lagfæringar eða tækinu skipt út fyrir sambærilegt tæki. 

 

 

Afhverju? 
Aukið öryggi fyrir tækin þín 
           - Afhverju að velja viðbótartrygginguna? 
             Öryggi fyrir nýju vöruna þína ásamt: 
-Vörn fyrir óhöppum 
Skemmdir sem verða fyrir slysni og hafa áhrif á virkni vörunnar. 
-Vernd fyrir innbrotum 
           Ef brotist er inn á heimili þitt, sumarbústaðinn þinn eða á skrifstofu þína. (Lögregluskýrsla verður að fylgja tjónaskýrslu) 
- Ný vara 
          Ef ekki er hægt að gera við vöru færð þú nýja vöru með sömu eða sambærilegum eiginleikum. 
  
- Engin auka kostnaður 
          Engin auka kostnaður verður þó að vara sé viðgerð eða þú færð nýja vöru. 
  
Engin afföll 
Ef skemmdir verða sem hafa áhrif á virkni vörunnar þá er varan viðgerð eða henni skipt út fyrir nýja Hefðbundnar heimilis- og ferðatryggingar takmarka hins vegar bótaréttinn sé tækið eldra en 1 árs. Fyrir tölvu- og símabúnað er verðmætarýrnun allt að 20% – 30% á ári. 
-Heimaþjónusta fyrir stærri og þyngri vörur 
Ef þú býrð innan 50 km frá verkstæði bjóðum við upp á að sækja tækið heim til þín. Þetta á við um stærri heimilistæki, sjónvörp ( 32 tommur og stærri ) og öðrum tækjum sem eru þyngri en 20 kg.. 
-Tryggingin gildir um allan heim 
Það skiptir ekki máli hvort óhappið gerist heima, eða á ferðalagi – viðbótartryggingin gildir um allan heim.. 
-Sé skemmdin bætt af öðrum tryggingum þínum þá borgar viðbótartryggingin sjálfsábyrgðina 
Sjálfsábyrgð heimilistrygginga er há (í flestum tilfellum a.m.k. 18.000 eða 10% af andvirði tækis). Sé tjónið einnig bætt með heimilis- eða ferðatryggingu þinni getur þú tilkynnt tjónið til þíns tryggingafélags. Viðbótartryggingin gildir einnig í þeim tilfellum en greiðir sjálfsábyrgðina að þeirri upphæð sem þú greiddir fyrir vöruna.. 
 vidbotartrygging_tafla

Taflan veitir góða yfirsýn yfir hvenær viðbótartryggingin kemur að góðum notum. 
Auðvitað er munur á heimilis- og ferðatryggingum á milli tryggingafélaga. 
* Viðbótartryggingin bætir tjón af völdum óhappa og vegna skyndilegra óvæntra ytri atburða, sjá lið 5 í skilmálunum. 
** Viðbótartryggingin bætir tjón vegna þjófnaðar á heimili þínu, sumarbústað þinn eða skrifstofu þína, sjá lið 7 í skilmálunum. Ferðatryggingar bæta hins vegar þjófnað á ferðalögum. 
*** Viðbótartryggingin bætir vatnstjón. Hefðbundin heimilistrygging bætir eingöngu vatnstjón í tengslum við leka á heimilinu en ekki vegna rigningar eða ef vökvi hellist á tækið. 
****Viðbótartryggingin bætir framleiðslugalla þegar ábyrgð/lög ná ekki yfir þá.