Vefverslun ELKO - Þjónusta og leiðbeiningar

verslaðu í vefverslun ELKO

 Verslaðu heima í vefverslun ELKO

Það er einfalt og öruggt að versla í gegnum vefverslun ELKO (elko.is) . Hér fyrir neðan er skref ef leiðbeiningum ef þú ert óörygg/ur að panta í gegnum netið. 

 1. Skoðaðu vörur á heimasíðu okkar www.elko.is.
 2. Settu vöru/r í körfu sem þig langar að kaupa.
 3. Skoðaðu körfu eða kláraðu að skrá þig inn í mínar síður til að stytta kaupferlið.
 4. Þegar þú ferð í gegnum kaupferlið án þess að skrá þig inn í mínar síður þarftu að skrá upplýsingar um kaupanda eða nota Facebook login (skref 1).
 5. Skref 2: Veldu afhendingarmáta sem hentar. Sendingarmátar í boði fer eftir póstnúmerinu þínu.  Einnig er möguleiki að fá vöru senda í ELKO verslun.
 6. Skref 2: Veldu greiðslumáta sem hentar. Þú getur greitt með Pei, Netgíró, greiðslusíðu Borgunar (Kreditkort, gjafakort, debitkort með kortanúmeri) eða raðgreiðslum. Þegar greitt er með netgíró eða korti ertu fluttur á greiðslusíðu þegar pöntun er staðfest.
 7. Þú sérð vörur í körfu, magn, verð, verð á afhendingarmáta og samtals tölu.
 8. Ef þú vilt skrifa einhverja athugasemd á pöntun getur þú skráð það í viðkomandi reit.
 9. Hakaðu við 'Ég samþykki skilmála ELKO' og smellir á STAÐFESTA PÖNTUN.  Þú getur smellt á 'Ég samþykki skilmála ELKO' til að lesa skilmála.
 10. Ef greiðslumáti var Netgíró eða Kreditkort ertu flutt/ur yfir á viðkomandi greiðslusíðu þar sem greiðsla er tekin og þegar heimild er staðfest er svar sent aftur á elko.is
 11. Þú ætti að fá skilaboð um að pöntun hefur verið móttekin og uppgefið pöntunarnúmer. 
 12. Einnig færðu tölvupóst fyrir pöntunarstaðfestingu.
 13. TIL HAMINGJU! Þú hefur klárað pöntun í vefverslun ELKO.

Þú getur einnig hringt og pantað í gegnum síma 575-8115, en símaverið okkar er opið mánudaga til föstudaga frá 11:00 - 19:00. Við viljum benda á að ekki er hægt að taka raðgreiðslur á fyrirframgreidd kort og ekki er hægt að skrá fleirri en 3 lán á kort. 

Ef þú valdir afhendingarmáta með póstinum er tölvupóstur sendur frá þeim þegar þeir móttaka og skanna inn pakka í póstmiðstöð. Einnig áttu að fá SMS þegar pakki er kominn á viðkomandi pósthús/póstbox eða sending skráð á aksturslista. Ef þú valdir að fá að sækja vöru þarft að bíða eftir SMS eða tölvupósti frá starfsmanni ELKO. Þegar um smávöru er að ræða er hún send frá vefverslun ELKO í viðkomandi verslun og tekur það 0,5-1,5 virkan dag.   

Greiðslumátar í boði þegar verslað er í gegnum elko.is (ath á ekki við um elkodutyfree.is)

 • Pei  Hvað er Pei?
 • Netgíró Hvað er Netgíró?
 • Kreditkort (í gegnum greiðslusíðu Borgunar). Vefverslun ELKO er með 3D Secure, SecureCode fyrir Mastercard og Verified by Visa.
 • Debitkort (Nýleg kort með kortanúmeri, í gegnum greiðslusíðu borgunar)
 • Gjafakort ELKO (í gegnum greiðslusíðu Borgunar, lotunúmer notað sem gildistími)
 • Raðgreiðslur á kreditkort - Sjálfsafgreiðsla, undirskrift með rafrænum skilríkjum eða heimabanka. Lánareiknir
 • Greiðsluseðill í heimabanka, 14 daga greiðslufrestur hjá Borgun. Sjálfsafgreiðsla í gegnum vefverslun ELKO, undirskrift með rafrænum skilríkjum eða heimabanka.

Samanburður á lánum

 • Ef þú ert að íhuga að dreifa greiðslu í nokkra mánuði getur þú skoðað samanburð á lánum á Aurbjorg.is, síðan birtir fleiri möguleika en greiðslukerfi ELKO bíður upp á. ELKO bíður upp á Borgun, Pei og Netgíró. Athugið að reiknivél miðar ekki við vaxtalaus lán Borgunar sem við bjóðum upp á fyrir allt að 12 mánuði. Hægt er að sjá útreikning á því miðað við 12 mánuði undir verð á vöru hér á elko.is. 

Hvað er nettilboð?

Nettilboð gildir eingöngu þegar vara er versluð í gegnum vefverslun ELKO, ekki í öðrum ELKO verslunum. Ef um nettilboð er að ræða er verð sérstaklega merkt sem 'nettilboð'.

ELKO flugstöð elkodutyfree.is 

Þegar þú verslar á elkodutyfree.is pantar þú vörur sem þú vilt sækja í brottfaraverslun upp í flugstöð. Taka þarf fram flugnúmer og dagsetningu flugs í kaupferli. Greitt er við móttöku á vöru og hægt er að greiða með staðgreiðslu, debitkorti og kreditkorti.

Flutningsmöguleikar

Afhendingarmátar í boði 

Vefverslun ELKO notar póstinn fyrir flutning á vöru út á land og fyrir smápakka innanbæjar. Ef keypt er stórt heimilistæki eða sjónvarp og afhendingarstaður er á höfuðborgarsvæðinu er það Flutningarþjónustan sem sér um akstur og afhendingu á tæki. Sjá nánar hér.

Höfuðborgarsvæðið:

 • Ef varan er stór, stórt raftæki eða 40+ sjónvarpstæki er hún send með Flutningarþjónustunni og fer akstur fram milli 12:00-15:00 og 17:00-21:00 virka daga, ekki er hægt að lofa nákvæmri tímasetningu td biðja um sendingu eftir 20:00 á kvöldin. Verð fyrir eitt tæki er 7.995 kr en fyrir 2 eða fleirri er gjaldið 10.995 kr.  Ef um tvöfaldan ísskáp er að ræða er gjaldið 10.995 kr.
 • Ef þú pantar smávöru og afhendingarstaður er á höfuðborgarsvæðinu getur þú fengið vöruna senda heim,  á pósthús eða í póstbox. En póstbox eru staðsett á 8 mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem greitt er með korti yfir vissri upphæð er ætlast til þess að skráður korthafi tekur við pöntun.  Heimkeyrsla fyrir smávöru kostar 900 kr en fyrir pósthús og póstbox er það 500 kr gjald.
 • Einnig er möguleiki að láta senda vöruna í valda ELKO verslun.  Stórar vörur eru sóttar í vöruhús. Sjá nánar í 'Panta og sækja' hér fyrir neðan.

Landsbyggðin:

 • ELKO sendir vörur með póstinum og er mismunandi eftir póstnúmerum hvort að heimkeyrsla er í boði eða ekki. Þegar þú ferð í gegnum kaupferlið koma valmöguleikar í afhendingu miðað við það póstnúmer sem þú skráir.
 • Ef þú ert að panta smávöru (allt að 32'' sjónvarp / örbylgjuofn) kostar 500 kr að fá vöruna senda á pósthús eða 900 kr ef heimkeyrsla er í boði og valin.
 • Fyrir stór heimilistæki og stór sjónvörp er hægt að fá vöru senda á næsta pósthús fyrir 4.995 kr (ef 2+ stór tæki eða tvöfaldur skápur er gjaldið 5995 kr).  Ef heimkeyrsla er í boði í þínu póstnúmeri kostar það 6995 kr fyrir eitt stórt tæki eða 9.995 kr fyrir 2 eða fleirri stór tæki eða tvöfaldan ísskáp.
 • Þegar póstur tekur við pakka upp í póstmiðstöð í Reykjavík og skannar hann inn er netfang kaupanda skráð og fær viðskiptavinur tölvupóst um að pakki sé á leiðinni ásamt sendingarnúmeri til að geta séð stöðu á postur.is

Sjá nánari upplýsingar um póstsendingar og tímasetningar á útkeyrslum hér. Ef þú hefur nánari spurningar um afhendingarmáta getur þú hringt í síma 575-8115 eða nýtt netspjallið á síðunni.

ELKO flugstöð elkodutyfree.is 

Þegar þú verslar á elkodutyfree.is eru vörur alltaf sóttar og greiddar í brottfaraverslun á Keflavíkurflugvelli, gefa þarf upp flugnúmer í pöntunarferlinu. Ef þú ert með nánari spurningar um ELKO Flugstöð getur þú sent fyrirspurn á flugstod@elko.is.

Panta og sækja í verslun

 Panta og sækja

Þegar þú pantar í vefverslun ELKO er möguleiki að velja afhendingarmáta 'Sækja í verslun' þar sem val er um verslanir ELKO Lindum, Skeifunni og á Granda. Þar sem pöntun fer í gegnum vefverslun er pöntun ekki tekin til í viðkomandi verslun heldur er pöntun tekin til í vefverslun og sendingar fara daglega í verslanir.  

Panta og sækja í verslun - 0-1 virkir dagar

• Pantað er frá 7:00 til 12:30: Varan er afhend samdægurs eftir klukkan 16:00*
• Pantað er frá 12:30 til 07:00: Varan er afhend eftir klukkan 12:00*
• SMS tilkynning er send þegar má sækja vöru í verslun.

Afhendingarstaðir:

• Varan er sótt á þjónustuborði í ELKO Lindum, Skeifunni eða Granda. 
• Sjónvörp og stór heimilistæki eru afhent úr vöruhúsi Bakkans, Skarfagörðum 2.
• Framvísa þarf skilríkjum þegar vörur eru sóttar.

*Miðað er við næsta virka dag. Sendingar í verslanir eru ekki um helgar eða helgidögum.

30 daga skilaréttur

30 daga skilaréttur

ÞÚ GETUR SKILAÐ* VÖRUNNI INNAN 30 DAGA, VALIÐ ÞÉR NÝJA EÐA FENGIÐ ENDURGREITT.

 • Þú getur komið með vöruna á þjónustuborð í næstu ELKO verslun, ef þú pantar vöru í Vefverslun ELKO og vilt nýta 30 daga skilarétt getur þú notað endursendingarpóstmiða sem fylgir sendingu og fyllt út blað sem fylgir. Sjá undanskilda vöruflokka hér fyrir ofan
 • Ef engin endursendingarmiði fylgir er hægt að hafa samband við Vefverslun ELKO í tölvupósti vefverslun@elko.is eða í síma 575-8115 til að fá upplýsingar um næstu skref. Ekki eru sendur miði með vörum sem eru í undanskildum vöruflokkum.

GILDIR FYRIR ALLAR VÖRUR (nema undanskilda vöruflokka og tilvik)

 • Ábyrgðarskírteini eða kaupnóta er skilyrði
 • Ekki er skilyrði að varan sé ónotuð
 • Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi
 • Rekstrarvörur sem fylgdu vörunni þarf kaupandi að endurnýja fyrir vöruskil s.s. blekhylki, einnota rafhlöður, pappír o.s.frv.
 • Æskilegt er að varan sé í upprunalegum umbúðum
 • Algjört skilyrði er að allir aukahlutir séu með vörunni s.s. snúrur, leiðbeiningar, rekstrarvörur o.s.frv.
 • ELKO áskilur sér rétt til að prófa vöruna ef þörf krefur innan eðlilegra tímamarka
 • Endurgreiðsla getur lækkað ef breytingar verða til lækkunar á aðflutningsgjöldum, virðisaukaskatti eða öðrum álögum sem opinberir aðilar leggja á

AÐEINS ER TEKIÐ VIÐ VÖRUM Í ÓOPNUÐUM EÐA INNSIGLUÐUM UMBÚÐUM. GILDIR FYRIR EFTIRFARANDI VÖRUR:

 • Farsímar
 • Leikjatölvur (t.d. Playstation 3 og Playstation 4)
 • DVD myndir, Blu-ray, tölvuleikir, tónlist, hugbúnaður og annað efni sem varðar við höfundaréttarlög
 • Rekstrarvörur s.s. blekhylki, rafhlöður, pappír, ljósaperur o.s.frv.
 • Aðrar vörur sem hægt er að afrita eða fullnýta á 30 dögum
 • Vörur með gjafamiða þar sem engin kaupnóta eða skráð kaup eru fyrir hendi. Hér er eingöngu gefin inneign fyrir vöruskilum

EKKI ER TEKIÐ VIÐ:

 • Ekki er hægt að skila forsniðnum vörum t.d. ákveðin lengd af snúrum sem klipptar eru sérstaklega til fyrir viðskiptavin.
 • Enginn skilaréttur er á framköllunarvörum úr Framköllunarþjónustu ELKO

*Sjá undanskilda vöruflokka hér fyrir ofan, varðandi hvaða vörur þurfa að vera í óopnuðum / innsigluðum umbúðum og hvaða vörur má ekki skila vegna forsniðunar.

Þjónustuver Vefverslun ELKO

 Þjónustu- og símaver

Ef þig vantar aðstoð við að panta í vefverslun ELKO eða vilt einfaldlega klára kaupinn í gegnum síma getur þú hringt í 575-8115. Vefverslun ELKO er opin virka daga milli 11:00 - 19:00. Einnig er þjónustuverið okkar stundum með netspjallið opið á síðunni og ekki hika við að senda okkur fyrirspurn í gegnum það. 

Netspjall ELKO á elko.is er opið virka daga milli 9:00 til 20:00. Starfsmaður ELKO aðstoðar þig ef þú ert með spurningu um vörur og þjónustu. Þú getur t.d fengið ráðleggingar um kaup á vöru.