Stór heimilistæki

Heimilistæki

Hljóð og mynd

Símar og úr

Tölvur

Gaming

Snyrting og heilsa

Snjallheimili

Áhugamál og farartæki

Unaðsvörur

InnskráningKarfaUpplýsingarÓskalisti

Apollo Ghost rafmagnshlaupahjól

A1003
Apollo Ghost er endurbætt útgáfa af Apollo Pro. Brautryðjandi fjöðrun og inngjöf er loksins komin í smærri og þéttbyggðara hjóli, en hægt er að leggja handfangið niður.
135kg burðargeta
Allt að 25 km/klst hraði
Allt að 62 km drægni
2x 800W mótorar (2x 1000W hámarksafl)
29 kg að þyngd
10" dekk
199.995 kr.
Upplýsingar

Apollo Ghost er endurbætt útgáfa af Apollo Pro. Brautryðjandi fjöðrun og inngjöf er loksins komin í smærri og þéttbyggðara hjóli, en hægt er að leggja handfangið niður. Aftan á hjólinu er ljós, fótstuðningur og margt fleira.

Gæði í fyrirrúmi
Öll rafmagnshlauphjól frá Apollo eru áreynsluprófuð af nákvæmni í Kanada áður en þau eru sett í sölu á almennan markað.

Hönnun
Hlaupahjólið er holt að innan og er umlukið sterkum álramma. Einnig er hjólið stöðugra en flest hlaupahjól.

Klífur hóla og hæðir
Hlaupahjólið er með tvo kolalausa 800W mótora með allt að 1000W hámarks kraft, eða allt að 2000W samanlagt. Með þessum mótorum verður hlaupahjólið öflugra og getur keyrt upp allt að 25° halla. 135 kg burðageta og kemst upp í 25 km/klst á aðeins 3,1 sekúndum.

Öryggi
Hægt er að læsa hlaupahjólinu á fleiri en einum stað svo óhætt er að skilja það eftir á meðan þú skreppur. 

Bremsaðu og gefðu í snöggt
Apollo Ghost er með tvær diskabremsur. Re-Gen Brake bremsukerfið hægir á hjólinu sjálfkrafa þegar handbremsan er notuð (hægt að stilla kraft bremsunnar í stillingum). Einnig er bremsan gædd þeim eiginleika að hlaða rafhlöðuna þegar bremsað er. Allt í allt er hjólið með allt að 2,45 metra bremsudrægni.

Lítið fyrir mikið
Með 52V 18.200 mAh Dynavolt rafhlöðu kemst Apollo Ghost allt að 62 km á einni hleðslu í sparneyslu en allt að 23 km í hæðstu hraðastillingu. Dynavolt er þekktur framleiðandi fyrir öflugar rafhlöður fyrir rafmagnsmótorhjól. 

Tvöföld fjöðrun
Fram- og aftari hjólið á Ghost er útbúið hágæða tvöfaldri fjöðrun sem hægt er að stilla með sexkanti, ólíkt Apollo Pro útgáfunni. Þó hjólið sé með 10" tommu loftfyllt dekk að framan og aftan þá liggur það nær jörðu svo þægilegra er að stjórna því.

Stjórnborð
Hægt er að sjá upplýsingar um hraða, drægni, hleðslu rafhlöðu og margt fleira. Ghost er einnig með allskonar stillingar, eins og t.d. Kick-and-Go, Boost eða Cruise Control fyrir lengri ferðir. Breyttu kraftinum eða skiptu á milli mílna eða metrakerfisins alveg eins og þú vilt hafa það.

Helstu eiginleikar
- Hámarks afl mótors 1 og 2: 1000W
- Hámarks halli: 25°
- Hámarks bremsudrægni: 2,45 metrar
- 52V rafhlaða
- IP54 vörn - Hvað er IP vottun?

Stærð og þyngd
- 29 kg að þyngd
- Hámarks burðargeta: 135 kg
- Stærð brotið saman: 128 x 24 x 53 cm

Nokkur atriði sem þarf að passa upp á fyrir fyrstu notkun
- Nauðsynlegt er að athuga loftþrýsting í dekkjum og passa að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um þrýsting, en oftast er miðað við 50 psi þrýsting. Ef ekki er nægt loft í dekkjum eykur það verulega líkur á að dekk springi. 
- Farðu vel með rafhlöðuna á hjólinu. Það þarf að hlaða hjólið upp í 100% hleðslu áður en þú notar hjólið í fyrsta skipti. Ákjósanleg notkun á rafhlöðu er að hlaða hana áður en hún tæmist alveg. Einnig skal passa uppá að hlaða hjólið reglulega yfir vetrartímann eða þegar hjólið er ekki í reglulegri notkun til að lengja líftíma rafhlöðunnar.

Rafhlaða
Til að hámarka líftíma rafhlöðu eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.
- Ekki er mælt með að nota hjólið í mjög miklu frosti og ekki geyma hjólið yfir vetrartímann í óupphituðu húsnæði.
- Hlaða skal hjólið reglulega yfir vetrartímann þegar hjólið er í geymslu.
- Aldrei skal hlaða hjól á afviknum stað – mælt er með hleðslu þar sem umgangur er og hægt að hafa auga með hjólinu. Rafhlaða í hlaupahjólum er stór og öflug og getur stafað af henni eldhætta eins og með aðrar rafhlöður.

Höggskemmdir
Mikilvægt er að fara varlega við notkun á rafmagnshlaupahjólum, en hér eru nokkur dæmi sem geta orsakað höggskemmdir á þeim:
- Þegar keyrt er óvarlega upp á götukanta
- Þegar verið er að stökkva fram af götuköntum og/eða úr hæð (ef höggið er of mikið þá skemmast demparar og stýrið getur skemmst eða brotnað – rafmagnshlaupahjól eru ekki hönnuð til að stökkva á þeim eða gera kúnstir).

Vatnsskemmdir
Ef það er verið að nota hjólin í mikilli bleytu þarf að gæta þess að þau fái að þorna inni í hlýju rými, þ.e. standi ekki úti og/eða í kaldri geymslu. Mikilvægt er að þurrka hjól áður en það er sett í hleðslu.
- Varast skal að keyra í polla og beita þarf almennri skynsemi þar sem hjólið er ekki vatnshelt.
- Eftir geymslutíma er mikilvægt að athuga loftþrýsting í dekkjum.

Hægt er að nálgast leiðbeiningar hér.

Eiginleikar
Farartæki
Strikamerki
0753620465444
Framleiðandi
Apollo
Litur
Svartur
Hleðslugeta (mAh)
18200
Hleðslutími (klst)
12
Hámarkshraði (km/klst)
25
Hjólastærð (″)
10
Drægni (km)
62
Burðargeta (kg)
135
Stærð (HxBxD)
128 x 24 x 127 cm
Þyngd (kg)
29
Greiðsludreifing
12 GREIÐSLUR
0 kr.
/ mán
Í 12 mánuði með Pay Léttkaup. 0,0% vextir, 0,0% lántökugjald og 0 kr./greiðslu. Alls 0 kr. ÁHK: 0,0%
Samanburður