Stór heimilistæki

Heimilistæki

Hljóð og mynd

Símar og úr

Tölvur

Gaming

Snyrting og heilsa

Snjallheimili

Áhugamál og farartæki

Unaðsvörur

InnskráningKarfaUpplýsingarÓskalisti

Apollo Phantom V2 52V rafmagnshlaupahjól

A1007
Apollo Phantom V2 er ný og endurbætt útgáfa af hinu vinsæla Apollo Phantom rafhlaupahjóli. Með tveimur 1200W burstalausum mótorum og allt að 64 km drægni kemst þú hvert sem leiðin liggur.
125 kg burðargeta
52V rafhlaða
Allt að 64 km drægni
2x 1200W kolalausir mótorar
35 kg að þyngd
10" x 3,25" dekk
239.995 kr.
Upplýsingar

Rafmagnshlaupahjólin frá Apollo eru í algjörum sérflokki þegar að kemur að afköstum og öryggi. Hjólin eru hönnuð frá grunni til að veita notandanum þæginlega og örugga upplifun. Hvert hjól Apollo er áreynsluprófað af nákvæmni og er það engin unandtekning með Phantom V2. Á bakvið þessa tegund er margra mánaða rannsóknarvinna, þróun og prófanir á hjóli sem hannað er af notendum, með notendur í huga.

Kraftmikið hjól
Apollo Phantom kemur útbúið tveimur 1200W kolalausum mótorum. Hvor um sig hafa þeir hámarksafköst allt að 1600W sem þýðir að hjólið getur kreist út 3200W af kraft. Tvær 25A mótorstýringar sjá til þess að hröðunin sé sem best. Hjólið kemst auðveldlega upp í Íslenska hámarkshraðann, en hjólið er læst í 25 km/klst samkvæmt lögum. 

Ögrar þyngdaraflinu
Hjólið hreinlega lyftir þér upp í nýjar hæðir með fjórföldu demparakerfi. Kerfið notar fjóra gorma í stað tveggja sem tryggir bæði þægindi og öryggi við notkun. Á sama tíma notar hjólið sérhönnuð 10" dekk sem eru 3,25" þykk. Dekkin gefa mun meira grip og eru einnig loftfyllt til að auka dempunina enn frekar.

Nett hönnun fyrir notendur í mörgun stærðum
Þó að hjólið sjálft sé nett, ekki nema 129,5 x 21,6 x 124,5 cm (HxBxD), þá hefur það 125 kg burðargetu og standplötu sem er 50 x 21 cm. Þessi blanda gefur hjólinu þann eiginleika að henta mörgum notendum. Í framhaldi er stýrishæðin allt að 104 cm frá standplötu.

Öryggið í fyrirrúmi
Phantom hjólið er hannað með öryggið í fyrsta sæti. Hjólið er sterkt, traust og stöðugt. Tvöföld styrkin er í hjólinu þar sem það skiptir máli. Þrátt fyrir alla auka styrkingu dregur hjólið ekkert úr meðfærileika og er hjólið samanbrjótanlegt á þremur sekúndum.

Vökvabremsukerfi
Bremsukerfið í Apollo Phantom hjólinu er vökvakerfi með 160mm diskum. Hemlunarvegalengd hjólsins er 2,5 metrar á 25 km hraða. Ofan á frábært bremsukerfi bætist við sá eiginleiki að nýta orkuna sem myndast við hemlun til þess að hlaða rafhlöðuna.

Lýsir upp veginn
Lýsingin er margþætt á Phantom hjólinu. Öflugt 1,000 lumen framljós veitir þér betri sýn og tvö hliðarljós sjá til þess að aðrir sjái þig. Stefnuljós eru stýrð frá stýrinu og sérstakt bremsuljós er að finna á hjólinu.

Nokkur atriði sem þarf að passa upp á fyrir fyrstu notkun
- Nauðsynlegt er að athuga loftþrýsting í dekkjum og passa að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um þrýsting, en oftast er miðað við 50 psi þrýsting. Ef ekki er nægt loft í dekkjum eykur það verulega líkur á að dekk springi. 
- Farðu vel með rafhlöðuna á hjólinu. Það þarf að hlaða hjólið upp í 100% hleðslu áður en þú notar hjólið í fyrsta skipti. Ákjósanleg notkun á rafhlöðu er að hlaða hana áður en hún tæmist alveg. Einnig skal passa uppá að hlaða hjólið reglulega yfir vetrartímann eða þegar hjólið er ekki í reglulegri notkun til að lengja líftíma rafhlöðunnar.

Rafhlaða
Til að hámarka líftíma rafhlöðu eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.
- Ekki er mælt með að nota hjólið í mjög miklu frosti og ekki geyma hjólið yfir vetrartímann í óupphituðu húsnæði.
- Hlaða skal hjólið reglulega yfir vetrartímann þegar hjólið er í geymslu.
- Aldrei skal hlaða hjól á afviknum stað – mælt er með hleðslu þar sem umgangur er og hægt að hafa auga með hjólinu. Rafhlaða í hlaupahjólum er stór og öflug og getur stafað af henni eldhætta eins og með aðrar rafhlöður.

Höggskemmdir
Mikilvægt er að fara varlega við notkun á rafmagnshlaupahjólum, en hér eru nokkur dæmi sem geta orsakað höggskemmdir á þeim:
- Þegar keyrt er óvarlega upp á götukanta
- Þegar verið er að stökkva fram af götuköntum og/eða úr hæð (ef höggið er of mikið þá skemmast demparar og stýrið getur skemmst eða brotnað – rafmagnshlaupahjól eru ekki hönnuð til að stökkva á þeim eða gera kúnstir).

Vatnsskemmdir
Ef það er verið að nota hjólin í mikilli bleytu þarf að gæta þess að þau fái að þorna inni í hlýju rými, þ.e. standi ekki úti og/eða í kaldri geymslu. Mikilvægt er að þurrka hjól áður en það er sett í hleðslu.
- Varast skal að keyra í polla og beita þarf almennri skynsemi þar sem hjólið er ekki vatnshelt.
- Eftir geymslutíma er mikilvægt að athuga loftþrýsting í dekkjum.

Gírskiptingar
Ekki er æskilegt að skipta um gíra með hjólið er á ferð. Þetta getur leitt til skemmda í rafkerfi hjólsins.
- Stöðva verður hjólið áður en skipt er um gír.

Hægt er að nálgast leiðbeiningar hér.

Eiginleikar
Farartæki
Strikamerki
A1007
Framleiðandi
Apollo
Litur
Svartur
Hleðslugeta (mAh)
23400
Hámarkshraði (km/klst)
25
Hjólastærð (″)
10
Hjólastærð (cm)
25,4
Drægni (km)
64
Burðargeta (kg)
125
Stærð (HxBxD)
129,5 x 21,6 x 124,5 cm
Þyngd (kg)
35
Greiðsludreifing
12 GREIÐSLUR
0 kr.
/ mán
Í 12 mánuði með Pay Léttkaup. 0,0% vextir, 0,0% lántökugjald og 0 kr./greiðslu. Alls 0 kr. ÁHK: 0,0%
Samanburður