Stór heimilistæki

Heimilistæki

Hljóð og mynd

Símar og úr

Tölvur

Gaming

Snyrting og heilsa

Snjallheimili

Áhugamál og farartæki

Unaðsvörur

InnskráningKarfaUpplýsingarÓskalisti

Apple iPhone SE 2022 64GB snjallsími - Svartur

MMXF3
iPhone SE 2022 snjallsíminn er í fullkominni vasastærð með 4,7" Retina HD snertiskjá og öflugum A15 Bionic örgjörva. Síminn er einnig með 12MP myndavél sem tekur góðar landslags- og svipmyndir auk þess að vera vatns- og rykvarinn. Athugið: Hleðslukubbur fylgir ekki með þessum síma
4,7" Retina HD skjár
A15 Bionic örgjörvi
64 GB
12 MP True Tone flass myndavél
iOS 15 stýrikerfi
IP67 vatns- og rykvörn
79.995 kr.
Upplýsingar

iPhone SE 2022 snjallsíminn er í fullkominni vasastærð úr gleri og áli. Síminn er með 4,7" Retina HD snertiskjá og 12 MP bakmyndavél með fjölbreyttum stillingum og LED True Tone flassi. Öflugur A15 Bionic örgjörvi tryggir hraða keyrslu snjallforrita og kröfuharðra leikja.

Vatns- og Rykvörn
Síminn er IP67 sem þýðir að hann er rykvarinn og þolir að fara niður á 1 metra dýpi í 30 mín.

(Athugið að vatnstjón falla þó ekki undir ábyrgð og mælum við sterklega með því að fara varlega með símann nálægt vatni og passa að nota ekki símann í sturtu, baði, sundi eða neðansjávar. IP67 þolprófið er framkvæmt á rannsóknarstofu þar sem síminn er í hvíldarstöðu á 1 metra dýpi í hreinu vatni í 30 mín, allt aðrar aðstæður geta myndast í sturtu þar sem meiri þrýstingur er á vatninu, sundlaugar eru fullar af efnum til að hreinsa vatnið og sjórinn er fullur af salti.) Frekari upplýsingar ásamt góðum leiðbeiningum um hvernig best er að þurrka símann má svo finna á heimasíðu Apple, eða hérna: https://support.apple.com/en-us/HT207043

Retina HD snertiskjár
iPhone SE 2022 er sérhannaður fyrir þá sem vilja létta og netta síma sem passa auðveldlega í vasa. Síminn er með 4,7" Retina HD snertiskjá með 1334 x 750p upplausn og True Tone tækni sem stillir hvíta litinn í skjánum til að fá sem skýrustu mynd þrátt fyrir mikla eða litla birtu. Auk þess er síminn með eitthvað sem Apple kallar Haptic Touch, sem þýðir að hann gefur frá sér vægan titring þegar ýtt er á skjáinn eins og um venjulegan takka væri að ræða.

Myndavél
12MP myndavél með f / 1.8 ljósop er staðsett aftan á símanum við hliðin á LED True Tone flassins. Myndavélin er einnig með 5x stafrænan aðdrátt og fleiri fjölbreyttar stillingar. Sérstakur Portrait eiginleiki framkallar svokölluð 'bokeh' áhrif þar sem hægt er að gera bakgrunninn á myndunum óskýran eftir þörfum bæði fyrir og eftir að myndin hefur verið tekin. Annar frábær eiginleiki er Portrait Lightning sem býður upp á 6 sérstök ljósmyndaáhrif sem atvinnuljósmyndarar þekkja vel. Nýji Smart HDR 4 eiginleikinn stillir skerpu og ljós fyrir allt að 4 manneskjur. Viltu taka upp myndbönd? Með QuickTake þarftu einungis að halda upptökutakkanum niðri til að skipta á milli myndatöku og myndbandsupptöku í 4K gæðum með Stereo Sound. Að framan er iPhone SE 2022 með 7 MP myndavél með f / 2.2 ljósop.

Örgjörvi og geymslupláss
Knúinn áfram af sama örgjörva og iPhone 13. A15 Bionic örgjörvinn er með 6 kjarna örgjörva með 2 háhraða örgjörvum og fjórum skilvirkum örgjörvum ásamt nýrri fjögurra kjarna skjástýringu fyrir kröftuga frammistöðu í leikjum og margmiðlunarefni ásamt 16 kjarna Neural Engine. Síminn er með 64GB geymslupláss þar sem hægt er að geyma fjöldan allan af ljósmyndum, myndböndum, tónlist og fleira.

iOS 15
iOS 15 er stútfullt af gagnlegum eiginleikum. Með SharePlay er hægt að spjalla á FaceTime á sama tíma og þú horfir á kvikmynd, hlustar á tónlist og jafnvel er hægt að deila skjánum. Snið í FaceTime er endurhannað til að bæta hópsímtöl og tilkynningar eru endurbættar til að sýna stærri myndir af tengiliðum og snjallforritum svo auðveldara er að bera kennsl á þau.

Touch ID
iPhone SE 2022 er einnig með Touch ID, fingrafaralesari sem er innbyggður í Home takkann. Hægt er að nota þessa tækni til þess að aflæsa símanum eða borga með Apple Pay.

Aðrir eiginleikar
- Dual SIM (nano-SIM og e-SIM)
- VoLTE fyrir 4G símtöl, VoWi-Fi fyrir WiFi símtöl
- WiFi 6 (802.11ax)
- GPS og GLONASS staðsetningartæki
- Bluetooth 5.0
- NFC fyrir þráðlausar greiðslur
- Stuðningur fyrir þráðlausa hleðslu

Innifalið í pakkningu
- iPhone SE 2022
- Lightning í USB-C snúra
- Leiðbeiningar

Eiginleikar
Farsímar
Strikamerki
194253012924
Framleiðandi
Apple
Fjöldi SIM korta
2
SIM
Nano-SIM + eSIM
Vörutegund
Snjallsími
Litur
Svartur
Tegund rafhlöðu
Li-Ion
Rafhlaða (mAh)
2018
Chipset
Apple A15 Bionic (5 nm)
Geymslurými (GB)
64
Vinnsluminni (GB)
4
Skjágerð
Retina
Skjástærð (″)
4,7
Upplausn í pixlum
1334 x 750
Endurnýjunartíðni (Hz)
60 Hz
Stýrikerfi
iOS
Útgáfa stýrikerfis
iOS 15
Íslenska
Bluetooth
Bluetooth útgáfa
5.0
Wi-Fi stuðningur
Já, Wi-Fi 6
Wi-Fi staðall
Wi-Fi 802.11
Símkerfi
5G
4G kerfi
1, 2, 3, 4, 5, 7, 8, 12, 13, 17, 18, 19, 20, 25, 26, 28, 30, 32, 34, 38, 39, 40, 41, 42, 46, 48, 66
5G kerfi
1, 2, 3, 5, 7, 8, 12, 20, 25, 28, 30, 38, 40, 41, 48, 66, 77, 78, 79 SA/NSA/Sub6
USB
Lightning
Minniskortarauf
Nei
NFC
3,5mm mini-jack tengi
Nei
Staðsetningartækni
GPS,GLONASS,Galileo
Vörn (IP staðall)
67
Aflæsing
Fingrafaraskanni
Flass
Quad-LED dual-tone flash
Myndbandsupptaka
4K (2160p)
Bakmyndavél 1
12 MP, f/1.8, PDAF, OIS
Sjálfumyndavél 1
7 MP, f/2.2
Hleðslutæki fylgir
Nei
Stærð (HxBxD)
13,84 x 6,73 x 0,73 cm
Þyngd (g)
144
Snertiskjár
Greiðsludreifing
12 GREIÐSLUR
0 kr.
/ mán
Í 12 mánuði með Pay Léttkaup. 0,0% vextir, 0,0% lántökugjald og 0 kr./greiðslu. Alls 0 kr. ÁHK: 0,0%
Samanburður