Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Samsung þvottavél WW95DG6U85LKU3 - Hvít
WW95DG6U85LKU3Samsung þvottavél WW95DG6U85LKU3 - Hvít
WW95DG6U85LKU3Samsung þvottavél WW95DG6U85LKU3
Samsung WW95DG6U85LKU3 er öflug þvottavél sem sameinar háþróaða tækni og notendavæna hönnun til að tryggja framúrskarandi árangur í hverjum þvotti. Með 9 kg þvottagetu er vélin fullkomin fyrir meðalstór til stór heimili, og býður upp á fjölbreyttar þvottastillingar sem henta öllum þvottakröfum.
EcoBubble tækni
Þvotturinn er þveginn á lægra hitastigi án þess að það hafi áhrif á útkomuna með því að blása lofti í vatnið og þvottaefnið svo að það freyði. Bæði orkusparandi og fer betur með fötin.
Hraðþvottur
Þegar þörf er á skjótum þvotti, þá býður vélin upp á hraðþvottastillingu sem gerir þér kleift að þvo fullan skammt af fötum á aðeins 39 mínútum.
AI Control
Með snjallri stýringu getur þvottavélin lært og aðlagað sig að þvottavenjum þínum. Þetta tryggir að þú fáir alltaf bestu mögulegu niðurstöðurnar á sem einfaldastan hátt.
Hljóðlát virkni
Með Silent Wash stillingu geturðu notið rólegra umhverfis á meðan vélin vinnur. Inverter mótorinn minnkar hávaðann til muna og tryggir jafnframt langan líftíma vélarinnar.
Hygiene Steam
Þrífðu fötin þín einstaklega vel með Hygiene Steam gufukerfi sem fjarlægir 99,9% af bakteríum og öðrum ofnæmisvöldum.
Tímaræsing á kerfi
Hægt er að tímastilla þegar óskað er eftir að þvottakerfi fari af stað. Tilvalið er að nota tímaræsingu ef þú vilt að vélin fari í gang þegar þú ert í vinnu eða skóla og verður þá nýbúin þegar þú kemur heim.
WiFi tenging
Með WiFi tengingu geturðu stjórnað þvottavélinni í gegnum Samsung SmartThings appið, hvar sem þú ert.
Uppsetning
Hægt er að nota gúmmífætur undir vélina til að styðja betur við hana og gera hana enn hljóðlátari. Einnig er hægt að kaupa sérstakan stöflunarrekka ef óskað er eftir því að setja aðra vél ofan á. Hafa ber í huga að báðar vélarnar þurfa að vera í sömu stærð ef þær eiga staflast ofan á hvor aðra.
Viðhald
Hafa ber í huga að allar þvottavélar þurfa reglulega að vera hreinsaðar. Heitt og rakt umhverfi getur valdið myglu og vondri lykt sem enginn vill í þvottinn. Hægt er að hreinsa tromluna á einfaldan hátt með því að stilla á 85-90°C kerfi með tómri vél og örlitlu þvottaefni.
Ath. Þarf að hafa það í huga að reglulega þarf að þrífa tromluna sem kemur í veg fyrir vonda lykt og myglu. Nóg er að sótthreinsa tromluna með því að stilla vélina tóma á 85-90 gráða þvott.