Áttu gamlan snjallsíma eða fartölvu sem safnar ryki heima hjá þér? Þú getur komið með tækið í ELKO og við förum í gegnum einfaldan gátlista til að sjá hvað þú færð fyrir tækið. Við kaupum svo tækið af þér og komum því í endurvinnslu. Frábært!

Hvernig virkar þetta?

1. Farðu í fjársjóðsleit heima, kannski leynist sími, spjaldtölva eða fartölva ofan í skúffu. 2. Kíktu á þjónustuborðið í næstu ELKO verslun. 3. Starfsmaður ELKO skráir inn upplýsingar um tækið og fer í gegnum einfaldan gátlista til að sjá hvað þú færð fyrir það*. 4. Þú selur okkur tækið og færð inneignarnótu í ELKO sem rennur aldrei út.

 

Nánari upplýsingar

Nú kaupir ELKO gamla snjallsíma og fartölvur til að gefa þeim nýtt líf og endurvinnur þau. ELKO er í samstarfi við Replace Group í Eistlandi sem að endurvinnur hvern einasta smáhlut í tækinu þannig að ekkert fer til spillis.

Við hvetjum því alla til þess að kíkja ofan í geymslu og draga fram gömlu snjallsímana og fartölvurnar og koma með til okkar. Gömlu tækin verða ekki að virka til þess að við kaupum þau en vert er þó að taka fram að hærra verð fæst fyrir tæki sem að eru í nothæfu ástandi.


Til þess að vita við hverju má búast þá má taka sem dæmi að ELKO kaupir 2013 árgerð af 13“ MacBook Pro með Retina skjá á 50.000 kr., 20.000 kr. fást fyrir 64GB Samsung Galaxy S8 og 2.000 kr. fyrir iPod Mini. Algengasta verð fyrir gömlu raftækin liggur þó á bilinu 500 – 5.000 kr. En endanlegt verð vörunnar miðast við skoðun á tækinu á þjónustuborðinu í ELKO.

*Það fer allt eftir tegund og ástandi vöru hvað verðmæti þess er. Senda má vöru í endurvinnslu í gegnum okkur þrátt fyrir að hún er verðlaus.