Vantar þig aðstoð við kaup?
ELKO hefur innleitt lausn sem gerir viðskiptavinum sem komast ekki í verslanir kleift að eiga í persónulegum samskiptum við sölufulltrúa í verslunum ELKO. Þannig geta allir viðskiptavinir óháð búsetu eða aðstæðum fengið persónulega þjónustu þar sem sölufulltrúi aðstoðar þá við að finna réttu vöruna í gegnum myndsímtal. Með þessu móti geta viðskiptavinir fengið betri tilfinningu fyrir vörunni um leið og þeir fá sannfæringu á því að þeir séu að velja réttu vöruna sem hentar þeirra þörfum.
Þeir sölufulltrúar sem þú ræðir við eru hæfir til þess að aðstoða með þau tæki og vörur sem þú vilt vita meira um og geta jafnvel gefið upplýsingar um aukahluti eða aðrar vörur sem passa með vörunni sem þú hefur áhuga á að versla.
Með lifandi verslunarupplifun við sölufulltrúa í verslunum ELKO færð þú ráðgjöf hvar sem þú ert!
Hvernig virkar myndsímtal við sölufulltrúa?
Með því að klikka á hnappinn hér fyrir neðan vísar það þér inn á viðmót sem gerir þér kleift að byrja ELKO myndsímtal við sölufulltrúa í verslun.
Það eina sem þú þarft til þess að stofna myndsímtal er netsamband og tæki með hljóðnema og myndavél.
Smelltu á hnappinn til að byrja myndsímtal
Þarfagreining á rauntíma
Það getur oft verið erfitt að muna hvernig snúru þú þarft að kaupa eða hvernig inntak sjónvarpsins lítur út en með því að vera í beinni við sölufulltrúa okkar þá þarftu ekki að lýsa vandamálinu heldur getur sýnt það. Sölufulltrúi getur því greint þarfirnar og í sameiningu finnið þið tækið/vöruna sem hentar þér best.
Ráðgefandi
Ertu að velta fyrir þér valkostum eða að skoða mismunandi týpur af sömu vörunni? Ertu ekki viss um hvað hentar þér? Hver er eiginlega munurinn á öllum þessum HDMI snúrum? Við getum sýnt þér og borið saman vörur í beinni og sett réttu vörurnar í innkaupakörfuna þína svo þú þurfir ekki að fletta þeim upp síðar.
ELKO auðveldar þér kaupferlið
Með þessu skrefi auðveldum við þér fjarlægðina á milli okkar og getum sýnt þér vöruna sem þú hefur áhuga á og svarað spurningum sem brenna á þér. Eins getum við auðveldað allt kaupferlið með því að setja vöruna í körfuna þína í rauntíma á meðan símtalið er í gangi svo þú þurfir ekki að finna þær aftur, ásamt möguleikanum á að versla í beinni.
Við munum að sjálfsögðu halda áfram þróuninni til þess að geta gefið viðskiptavinum okkar enn betri heildarupplifun og tökum glöð á móti öllum athugasemdum.