Afhendingarstaður sem hentar þér
Þú getur fengið vöruna senda á afhendingarstaði Dropp, í póstbox, í pósthús eða fengið heimsent á þeim póstnúmerum sem það er í boði. Einnig er hægt að velja að sækja smávörur í verslanir ELKO á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Afhendingar- og sendingarmátar
Til að geta verið með úrvalsþjónustu leitast ELKO við að vera með marga möguleika fyrir bæði afhendingar og sendingar fyrir þig. Hér að neðan má sjá þá helstu möguleika sem í boði eru.
Heimsending, uppsetning og förgun
Gildir á höfuðborgarsvæðinu. Flutningsaðili verður í samskiptum við kaupanda til að finna tíma fyrir heimsendingu og afhendingu - yfirleitt næsta virka dag eftir kaup.
Heimsending á vöru, Taka niður eldri vöru, Uppsetning á vöru, Förgun á eldri vöru og á umbúðum
Verð fyrir eitt heimilistæki: 39.995 kr.
Verð fyrir tvö heimilistæki: 49.995 kr.
Verð fyrir þrjú heimilistæki: 69.995 kr.
Verð fyrir tvöfaldan ísskáp: 59.995 kr.
Nánari skilgreining á þjónustu:
Uppsetning felur ekki í sér breytingar á lögnum eða rafmagni.
Rafmagn, vatnsinntak og -úttak þarf að vera til staðar á uppsetningarstað.
Verðið er fast, óháð því hvort gamalt tæki er til staðar eða ekki.
Þjónustan er ekki í boði um helgar og að afhending getur tekið 1–2 daga, sérstaklega við mikla eftirspurn.