Hvaða vörur hafa 30 daga skilarétt?
Nánst allar vörur sem ELKO selur falla undir skilaréttinn. Þó eru örfáir vöruflokkar sem bera takmarkaðan skilarétt til dæmis farsímar og PlayStation tölvur.
Í hverju felst takmarkaður skilaréttur?
Eftirfarandi vörum er aðeins hægt að skila í innsigluðum umbúðum.
- Farsímar
- PlayStation tölvur
- Rekstrarvörur (blekhylki, rafhlöður, pappír, ljósaperur ofl)
- Tölvuleikir, DVD- og Blu-Ray myndir, hugbúnaður og aðrar vörur sem hægt er að afrita eða fullnýta á 30 dögum
Hvernig skila ég vöru?
Eftirfarandi atriði þurfa að vera til staðar svo að hægt sé að skila vöru
- Kaupnóta eða að kaup hafi verið skráð á kennitölu hjá ELKO
- Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi
- Allir aukahlutir þurfa að fylgja með vörunni
- Rekstrarvörur sem fylgdu vörunni þarf að endurnýja fyrir vöruskil. S.s. blekhylki, pappír ofl.
Hvað fæ ég greitt fyrir vöruna?
Almennt séð er varan endurgreidd að fullu.
Ef vörunni fylgja rekstrarvörur sem þarf að endurnýja dregst það frá endurgreiðsluverðinu. Til dæmis blekhylki, pappír ofl.
Vara sem keypt er í Leifsstöð er endurgreidd á því verði sem hún var keypt á þar.
Þarf ég að fá inneignarnótu?
Nei ekkert frekar en þú vilt. Þú getur líka fengið vöruna endurgreidda inn á kreditkort eða með millifærslu.
ELKO viðbótartrygging
Tryggðu vöruna þína
ELKO býður upp á viðbótartryggingu fyrir vörur sem þú hefur valið.
Vara | Magn | Samtals | |
---|---|---|---|
|
X
|
|
|
Samtals |
Viðbótartrygging - Þín trygging ef óhapp verður
Viðbótartrygging
ELKO hefur hafið, í samstarfi við Moderna Försakringar AB, sölu á viðbótartryggingu á valdar vörur. Umsjónaraðili trygginganna hér á Íslandi er Tryggingamiðlun Íslands. Viðbótartrygging er trygging á nýja hluti umfram venjulega ábyrgðarskilmála. Viðbótartryggingin er tjónatrygging og bilanatrygging á tryggingatíma og gildir því einnig sem framlengdur ábyrgðatími. Tryggingin gildir um allan heim hefur gefið góða reynslu erlendis þar sem boðið hefur verið upp á hana um árabil.
- Trygging á nýja hluti
- Tjónatrygging og bilanatrygging
- Framlengdur ábyrgðartími
Tryggingin gildir fyrir óhöpp og bilanir sem að ekki falla undir ábyrgðarskilmála söluaðila en þó verður að sýna aðgætni. Ef að tækið hefur orðið fyrir tjóni og virkar ekki sem skyldi samkvæmt uppgefnum notkunarleiðbeiningum þá er haft samband við Tryggingarmiðlun Íslands í Síma 553-6688. Þetta á einnig við bilanir á tryggðu tæki ef að hefðbundin ábyrgð er útrunnin.