Stór heimilistæki

Heimilistæki

Hljóð og mynd

Símar og úr

Tölvur

Gaming

Snyrting og heilsa

Snjallheimili

Áhugamál og farartæki

Unaðsvörur

InnskráningKarfaUpplýsingarÓskalisti

Ráðningar

Við leggjum okkur ávallt fram við að ráða til starfa hæft fólk sem hefur metnað til að ná árangri í starfi. Við stöndum faglega að ráðningum í samræmi við jafnréttisstefnu og hæfnikröfur starfanna. Við ráðum einstaklinga með fjölbreytta hæfni, viðhorf og þekkingu.

Sækja um starf - laus störf

Mannauðsstefna ELKO

ELKO leggur áherslu á: 

  • að ráða og efla hæft starfsfólk sem hefur metnað til að ná árangri í starfi

  • að laun séu sanngjörn og í samræmi við jafnlaunastaðal ÍST 85, ábyrgð og árangur í starfi

  • að starfsfólk sé vel upplýst um starfsemi fyrirtækisins

  • að jafnræðis sé gætt og tryggt sé að starfsfólki sé ekki mismunað vegna kyns, aldurs, uppruna, trúar eða annarra þátta

  • að starfsfólk sýni frumkvæði og taki virkan þátt í að betrumbæta fyrirtækið

  • að stuðla að góðri heilsu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs starfsfólks á opin og heiðarleg samskipti

  • að öryggisstöðlum sé fylgt í hvívetna til að tryggja öryggi starfsfólks  

Skoða Mannauðsstefnu ELKO (PDF)

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna ELKO er launastefna og gildir fyrir allt starfsfólk. Jafnlaunastefnan er til að gæta jafnréttis í launaákvörðunum til að starfsfólk hafi jöfn laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf óháð kynjum. Hún er einnig órjúfanlegur hluti af jafnréttisstefnu.

Skoða Jafnlaunastefnu ELKO (PDF)

Jafnréttisstefna

Mismunun vegna kyns er óheimil, í hvaða formi sem hún birtist, og er það stefna Festi og dótturfélaga að gæta fyllsta jafnréttis milli allra kynja. Hver starfsmaður er metinn að verðleikum óháð kyni. Þannig er tryggt að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best.

Skoða jafnréttisstefnuna (PDF)

Velferðarpakki

Velferð starfsfólks skiptir okkur máli og í byrjun árs 2021 var velferðarpakka komið á laggirnar fyrir starfsfólk ELKO með því markmiði að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu.

Allt starfsfólk er hvatt til þess að nýta sér styrki eða þjónustu velferðarpakkans sem samanstendur af íþróttastyrk, sálfræðiaðstoð og velferðarþjónustu á borð við streituráðgjöf, sjúkraþjálfun, félagsráðgjöf, uppeldis- og fjölskylduráðgjöf, lífstílsráðgjöf, næringarfræðslu, markþjálfun og stuðning við fórnarlömb og gerendur eineltis. Einnig er hægt að nýta sér starfslokanámskeið vegna eftirlauna svo eitthvað sé nefnt.

Við hjá ELKO erum stolt af því að styrkja og styðja við starfsfólkið okkar. Það sem skiptir starfsfólkið okkar máli - skiptir okkur máli!

Samanburður