Stór heimilistæki

Heimilistæki

Hljóð og mynd

Símar og úr

Tölvur

Gaming

Snyrting og heilsa

Snjallheimili

Áhugamál og farartæki

Unaðsvörur

InnskráningKarfaUpplýsingarÓskalisti

Sjálfbærniskýrsla

Það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli og þar með hafa samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið ELKO verið ofarlega á baugi. ELKO hefur í gegnum árin sett aukna áherslu á umhverfismál þar sem kappkostað er við að draga úr kolefnisspori með markvissri flokkun úrgangs, móttöku og endursölu á notuðum búnaði, rafrænum reikningum, flokkun og orkusparnaði svo dæmi séu tekin. ELKO er ábyrgt fyrirtæki sem leggur metnað í störf sín með skilvirkni og framsýni að leiðarljósi og hefur fyrirtækið sett sér stefnu til framtíðar um að leggja áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð og ber sjálfbærniskýrsla ELKO þess skýr merki.

Sjá Sjálfbærniskýrsluna í heild sinni sem rafblað hér. Einnig hægt að opna sem PDF.

Ný stefna ELKO

Ný stefna ELKO var formlega samþykkt árið 2019 en í henni voru lagðar línurnar um áherslu á þjónustu og tryggð viðskiptavina. Við stefnum að því að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaði og verður áhersla á þjónustu og tryggð við viðskiptavini aukin í takt við nýja stefnu. ELKO er ábyrgt fyrirtæki sem leggur metnað í störf sín með skilvirkni og framsýni að leiðarljósi. Er sú fullyrðing að miklu leyti byggð á þeirri áherslu sem lögð verður á stafræn ferli bæði innanhúss og á dreifileiðum. Þar er ekki undanskilin vefverslun ELKO sem verður hornsteinn starfsemi ELKO til framtíðar.

Starfsemi ELKO

ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins en verslunin opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax leiðandi á sínu sviði á Íslandi. ELKO rekur sex verslanir sem staðsettar eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Akureyri og Vefverslun elko.is. Starfsmenn félagsins eru yfir 200 og er fyrirtækið 100% í eigu Festi hf. Frá fyrsta degi hefur ELKO keppt á forsendum þess að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lægri verðum.

Umhverfið

ELKO hefur tekið þátt í sjálfbærnivinnu móðurfélagsins í nokkur ár og hefur með ýmsum hætti dregið úr kolefnisfótspori sínu meðal annars með markvissri flokkun úrgangs ásamt ýmsum sértækum aðgerðum tengdum kjarnastarfsemi sinni. Þar má nefna móttöku á notuðum búnaði og endursölu þeirra, rafrænum reikningum, flokkun og orkusparnaði.

Markmið umhverfisstefnu ELKO

ELKO hefur ákveðið að setja sér markmið í tengslum við umhverfisstefnu og áformar félagið að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda.

  • Flokkaður úrgangur verði orðinn meira en 90% hlutfall af heildarúrgangi ELKO árið 2030

  • Að gróðursetja 450.000 trjáplöntur fyrir lok ársins 2025 og rekstur félagsins þannig kolefnisjafnaður til næstu 50 ára

  • Hlutfall fjölda gallaðrar vöru sem er fargað lækki í 0,6% fyrir árið 2030

  • Fyrir árið 2030 verði minnst 20 þúsund vörum á ári komið í hringrásarhagkerfið

  • Árleg sala notaðrar vöri nái að minnsta kosti 10.000 fyrir árið 2030

Heimsmarkmiðin

ELKO hefur ákveðið að velja fimm af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem snerta kjarnastarfsemi félagsins mest til þess að auka enn frekar áherslur sínar á sjálfbærni og ábyrga viðskiptahætti.

Valin heimsmarkmið voru endurskoðuð á árinu og ákveðið að fjölga þeim heimsmarkmiðum sem sérstök áhersla er lögð á í rekstri félagsins úr fjórum í fimm. Þau heimsmarkmið sem voru valin og tengjast hvað mest rekstri ELKO eru, heilsa og vellíðan, jafnrétti kynjanna, góður hagvöxtur, ábyrg neysla og framleiðsla og aðgerðir í loftlagsmálum


Sjá Sjálfbærniskýrsluna í heild sinni sem rafblað hér. Einnig hægt að opna sem PDF.

Samanburður