Greiðslumátar í ELKO

Greiðslumáti

í Verslunum ELKO Lindum, Skeifunni, Granda og í vefverslun ELKO getur þú valið þann greiðslumáta sem hentar þér, notað Síminn Pay, Pei eða Netgíró, greitt með debitkorti, kreditkorti sem eingreiðslu eða tekið raðgreiðslur á kredikorti en þá eingöngu á kort sem bjóða upp á raðgreiðslur, t.d. ekki á fyrirframgreidd kort eða veltukort.

Samanburður á lánum

 • Ef þú ert að íhuga að dreifa greiðslu í nokkra mánuði getur þú skoðað samanburð á lánum á Aurbjorg.is, síðan birtir fleiri möguleika en greiðslukerfi ELKO bíður upp á. ELKO bíður upp á Borgun, Pei og Netgíró. Athugið að reiknivél miðar ekki við vaxtalaus lán Borgunar sem við bjóðum upp á fyrir allt að 12 mánuði. Hægt er að sjá útreikning á því miðað við 12 mánuði undir verð á vöru hér á elko.is. 

Síminn Pay

Hægt er að greiða fyrir vöru í ELKO Lindum, Skeifunni, Granda og Vefverslun ELKO með Síminn Pay.Með Pay appinu greiðir þú fyrir vörur með öruggum hætti og hefur 14 daga til að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði. Allir geta notað Pay – óháð fjarskiptafyrirtæki eða viðskiptabanka. Eina sem þú þarft að vera með er íslenskt kredit- eða debetkort. Sjá nánari upplýsingar og reiknivél hér.

Pei

Hægt er að greiða fyrir vöru í ELKO Lindum, Skeifunni, Granda og Vefverslun ELKO með Pei. Þegar verslað er með Pei færð þú greiðsluseðil í heimabankann sem þú hefur 14 daga til að borga. Þú getur sótt um aukinn greiðslufrest með 30/60 þjónustunni eða dreift greiðslum á allt að 48 mánuði. Sjá nánari upplýsingar og reiknivél hér.

Netgíró

Hægt er að greiða fyrir vöru í ELKO Lindum, Skeifunni, Granda og Vefverslun ELKO með Netgíró. Viðskiptavinur verður að vera skráður sem notandi hjá www.netgiro.is og er hægt að skoða færslur og hækka heimild á heimasíðunni. Val er um eingreiðslu sem greiða þarf innan 14 daga og bætist þá 195 kr.* seðilgjald við upphæð. Einnig er hægt að setja á Netgíró-raðgreiðslur í 2-12 mánuði og birtist þá krafa í heimabanka mánaðarlega. Kostnaður við raðgreiðslur er 3,5% lántökugjald, 340 kr. seðilgjald og 12,85% vextir, 195 kr. tilkynninga- og greiðslugjald bætist við færslu í heimabanka.
*95 kr. ef 3000 kr. eða lægra

Raðgreiðslur

ELKO býður upp á raðgreiðslur á kreditkort sem auðvelda viðskiptavinum að fjármagna kaupin. 
Boðið er upp á raðgreiðslur í samstarfi við Borgun. Sjá reiknivél hér (ath. að vaxtalaust er fyrir 2-12 gjalddaga)

Raðgreiðslur í gegnum vefverslun ELKO er núna sjálfsafgreiðsla þar sem viðskiptavinur kvittar undir og staðfestir lántaka með rafrænni undirskrift í gegnum síma eða kóði sendur í heimabanka.

 • Íslensk VISA, Mastercard og American Express  
 • Ekki á PLÚS-Kort (fyrirframgreidd) eða fyrirtækjakort  
 • Hvernig sæki ég um svona lán?
  • Kemur í verslun okkar Skeifunni, Granda eða Lindum og gengur frá lántöku á afgreiðslukassa
  • Þú getur pantað vöru í gegnum vefverslun ELKO og valið raðgreiðslur í kaupferlinu, skráir inn kortaupplýsingar og kvittar undir með rafrænum skilríkjum.
  • Þú hringir í 575-8115 og gengur frá kaupum og lántöku í gegnum síma
  • Þú hefur þrjá möguleika:
 • Hvað tekur þetta langan tíma?
  • Það tekur u.þ.b. 3-5 mínútur að ganga frá láninu
 • Hver eru skilyrðin fyrir raðgreiðslum?
  • Þú ert íslenskur ríkisborgari* 
  • Þú ert með kreditkort frá VISA eða Mastercard (ekki fyrirframgreitt) 
  • Þú færð samþykki frá Borgun
 • Hverjir eru skilmálar raðgreiðslusamninga í gegnum ELKO?
  • Lánið krefst undirskriftar korthafa, ef lán er klárað á elko.is er kvittað undir með rafrænum skilríkjum.
  • Skilyrði er að lántaki skrifi undir lánið, umboð fyrir þriðja aðila eru ekki leyfð. 
  • Hægt er að taka lán fyrir hluta af upphæðinni ef óskað er og staðgreiða þá mismuninn.

Vaxtalausar raðgreiðslur á kreditkort.

Elko býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur í allt að 12 mánuði. 0% vextir en viðskiptavinur greiðir 3,5% lántökugjald, mánaðarlegar afborganir af höfuðstóli og 390 kr. greiðslugjald af hverjum gjalddaga. Árlegur hlutfallslegur kostnaður (ÁHK) er hlutfall kostnaðar á lántökugjaldi + seðilgjöldum á móti upphæð. Reiknivél Borgunar (vaxtalaust, mest 12 mánuðir)

 • Fyrsti gjalddagi er nákvæmlega 30 dögum eftir kaup
 • Aðeins 2-12 mánuðir í boði fyrir vaxtalausar raðgreiðslur
 • Þetta eru vaxtalausar raðgreiðslur svo að kreditkort er nauðsynlegt (VISA eða Mastercard, ekki fyrirframgreitt)
 • Hámarks upphæð og fjöldi lána:
  • 18‐24 ára kr. 350.000, 3 lán hámark
  • 25‐35 ára kr. 600.000, 3 lán hámark
  • 36‐70 ára kr. 800.000, 4 lán hámark
  • 70+ kr. 550.000, 3 lán hámark 

Raðgreiðslusamningur á kreditkort  (allt að 59 mánuðir) 

Reiknivél Borgunar (með vöxtum, allt að 59 mánuðir)

 • Hámarksupphæð á raðgreiðslum er: (Visa eða Euro kreditkorta bakgrunnur)
  • 18-22 ára: 150.000 kr
  • 23-35 ára: 300.000 kr
  • 36-70 ára: 500.000 kr
  • 70 og eldri: 200.000 kr
 • Lánstími er valfrjáls í allt að 59 mánuði. Vextir eru breytilegir, lántökugjöld eru 3,5%. Seðilgjald á hverja greiðslu er 390 kr.

Greiðsluseðill - 14 daga greiðslufrestur án kreditkorts

Skráð á kennitölu og staðfest með rafrænum skilríkjum eða kóða í heimabanka. Greiðsluseðill birtist í heimabanka með gjalddaga 14 dögum eftir kaup.

 • Með 14 daga greiðslufresti getur þú gengið frá kaupunum án kreditkorts, það eina sem þú þarft er kennitala og rafræn skilríki. Greiðsluseðill frá Borgun birtist í heimabankanum þínum með gjalddaga settan 14 dögum eftir kaupin. Ef ætlunin er að skipta greiðslunni niður á tímabil getur þú hringt í Borgun innan 14 daga frá kaupunum og fundið þá leið sem hentar þér best.

 • Greiðsluseðill - 14 daga greiðslufrestur er einnig í boði þegar þú verslar í gegnum vefverslun ELKO. Lágmarksupphæð er 14.000 kr. Þú kvittar undir með rafrænum skilríkjum eða með því að fá lykilorð sent í heimabanka sem rafræn skjöl.

 • 0% vextir, 0% lántökugjald, 195 kr greiðslugjald.

Greiðslumáti í Vefverslun

Í vefverslun ELKO er boðið upp á eftirfarandi greiðslumáta:

   • Kreditkort
    • Færsla fer í gegnum greiðslusíðu Borgunar og þar þarf að fylla út kortanúmer, gildistíma og CVC öryggisnúmer. Korthafi þarf að taka við pöntun og kvitta fyrir móttöku
   • Raðgreiðslur
    • Þú getur pantað vöru í gegnum vefverslun ELKO og valið vaxtalausar raðgreiðslur, eða raðgreiðslur sem greiðslumáta í kaupferli. Lántaki er staðfestur rafrænt með rafrænum skilríkjum eða með kóða í heimabanka.
    • Ef þú vilt setja kaup á raðgreiðslur og fá sent með póstinum getur þú hringt í söluver ELKO í síma 575-8115, þar sem gengið er frá pöntuninni
    • Raðgreiðslur eru í boði í allt að 59 mánuði. Ef um 12 mánuði eða styttra lán er að ræða reiknast ekki vextir (3,5% lántökugjald + 390 kr. greiðslugjald á hvern gjalddaga). Sjá nánar um raðgreiðslur hér fyrir ofan.
    • 14 daga greiðslufrestur. Þú getur valið 14 daga greiðslufrest til að fá gíróseðil í heimabanka, þessi greiðslumöguleiki er hægt að nota án þess að vera með kreditkort.
   • Netgíró
    • Örugg verslun: Þú þarft aldrei að gefa upp viðkvæmar upplýsingar til netverslana og þar af leiðandi taka kaupin minni tíma. Að nota Netgíró er því öruggur og þægilegur verslunarmáti á netinu. Þú skráir þig sem notenda á www.netgiro.is
    • Fáðu vörurnar áður en þú greiðir: Í venjulegri verslun hefurðu yfirleitt tækifæri til að skoða og snerta vöruna áður en greitt er. Okkar trú er sú að þetta ætti ekki að vera öðruvísi á netverslunum. Þess vegna færðu vöruna alltaf áður en greitt er ef þú kaupir með Netgíró.
    • Borgaðu – hvernig sem þú vilt: Öll erum við mismunandi. Greiðslumáti sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum. Þess vegna bjóðum við upp á mismunandi greiðslumöguleika, þú velur það sem hentar þér best. Með Netgíró getur þú valið að borga með einggreiðslu og færð þá 14 daga til að greiða kröfu í heimabanka eða greiða með raðgreiðslum í 2-12 mánuði, krafa birtist í heimabankanum mánaðarlega.
   • Síminn Pay
    • Þegar verslað er með Símanum Pay er notað Pay appið til að greiða fyrir vöru.
    • Allir geta notað Pay – óháð fjarskiptafyrirtæki eða viðskiptabanka. Eina sem þú þarft að vera með er íslenskt kredit- eða debetkort
    • Þú getur dreift greiðslum í allt að 36 mánuði með léttkaupum. Þú þarft að sækja um léttkaupskortið í Síminn Pay appinu (Plúsinn í hægra horninu). Þá hefur þú 14 daga eftir kaup til að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði.
    • Sjá nánari upplýsingar á https://www.siminn.is/siminn-pay
   • Pei
    • Þegar verslað er með Pei færð þú greiðsluseðil í heimabankann sem þú hefur 14 daga til að borga.
    • Þú getur sótt um aukinn greiðslufrest með 30/60 þjónustunni eða dreift greiðslum á allt að 48 mánuði. Sjá nánari upplýsingar á www.pei.is.
    • Ef þú vilt borga með Pei er ekki gerð krafa um forskráningu í þjónustuna. Það er hægt að borga fyrir vörur eða þjónustu að upphæð 20.000 kr. eða lægra.
    • Rafræn auðkenning tryggir öryggi kaupenda og seljenda gagnvart óprúttnum aðilum sem reyna að nálgast persónu- og greiðsluupplýsingar á netinu. 

 

Örugg netviðskipti 
ELKO vill hafa ánægða viðskiptavini, og þess vegna reynir ELKO eftir fremsta megni að gæta fyllsta öryggis. Þú þarft ekki að skrá neinar persónuupplýsingar fyrr en þú verslar. Við förum með allar persónuupplýsingar sem algjört trúnaðarmál. Persónuupplýsingar eru ekki aðgengilegar neinum nema fyrir þig eina/n.
Öryggiskerfi okkar kóðar allar upplýsingar sem fara frá þér og sendast kortanúmer beint til kortafyrirtækja. Við fáum einungis þær upplýsingar sem við þurfum til að senda vöruna af stað s.s. heimilisfang og annað. Til að auka á öryggið þarf að fylla út nákvæmt nafn á korti þegar borgað er með kreditkorti og engar pantanir yfir 20.000 kr. eru afhentar án þess að undirskrift með persónuskilríkjum fari fram. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að einhverjir reyni að nota kortanúmer án þess að hafa kortið.
Þegar þú ert að greiða vöru á vefnum hjá okkur ertu á öruggu svæði á netinu, “https” en ekki “http”. Enginn getur séð eða hlerað hvað þú gerir. Allar upplýsingar sem ferðast um netið eru kóðaðar.
Allar kortaupplýsingar fara beint til kortafyrirtækis rafrænt um örugga gátt. Greiðsla um netið er jafnöruggt eins og koma á staðinn. Starfsmenn ELKO geta ekki séð kortaupplýsingar.
Innskráningar er ekki þörf til að versla á
www.ELKO.is. Persónuupplýsingar eru einungis tengdar við ákveðna viðskiptafærslu. Ef kaupandi kýs frekar að vera innskráður þá er farið með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang.