Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur


Dóttir heyrnartólin
Þráðlausu heyrnartólin, Dóttir, eru hönnuð af Crossfit-atvinnuíþróttafólki fyrir íþróttafólk. Katrín Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir tóku mikinn þátt í öllu ferlinu, frá fyrstu vöruhugmyndaþróun til heildarþróunar á vörunni. Heyrnartólin eru hönnuð með það fyrir augum að viðhalda áhuga og einbeitingu á æfingum, sama hversu erfið hún er.
Frábær íþróttaheyrnartól
Heyrnartólin taka íþróttaheyrnartólamarkaðinn til nýrra hæða og státa af nýstárlegum eiginleikum, sem eru sérstaklega valdir af tveimur æfingafélögum og keppendum - báðir sigurvegarar titilsins „Fittest Woman“ í heiminum á CrossFit-leikunum, þ.e. Katrín Davíðsdóttir og Annie Mist. Dóttir heyrnartól í eyra hafa hlotið Red Dot Award: Product Design 2021 og eru hönnuð fyrir notendur til að einbeita sér og ná markmiðum sínum í hreyfingu.
Með virka hljóðeinangrun
Dóttir heyrnartólin eru tilvalin fyrir alla tónlistarunnendur sem eru að leita að klukkustundum af hávaðalausri hlustun – óháð í hvaða aðstæðum þeir eru.
Þessi nettu í-eyra heyrnartól eru byggð til að endast og bjóða upp á virka hljóðeinangrun (e. Active Noise cancelling), eru vatnsheld* og hönnuð til að tryggja að þau haldist á sínum stað. Auk þess eru þau með allt að 72 klst. spilunartíma með þráðlausu hleðsluboxi. Það gefur þér möguleika á að hlaða heyrnartólin allt að fimm sinnum. Dóttir eru því augljóslegur sigurvegari og áreiðanlegur æfingafélagi.
Tæknilegir eiginleikar
Hljóð:
Öflugir 13mm kraftmiklir hátalarar sem veita sterkan hljóm og takt.
Allt að 35dB hávaðaminnkun með Hybrid ANC (Active Noise Cancelling).
Hönnun:
Í-eyra heyrnartól.
IPX7 vatnsheld og sérstaklega hönnuð fyrir íþróttafólk.
Snertitakkar fyrir PLAY og PAUSE.
Þyngd: 9,32g hver eyrnapúði.
Hleðsluboxið er úr málmi fyrir aukna endingu. Það er fyrirferðalítið með innbyggðri hleðslu fyrir þráðlausa hleðslu.
Tæknilegir eiginleikar
Tenging:
Bluetooth 5.2 tenging og QualComm 3040 örgjörvi.
Bluetooth-drægni allt að 10 metrar.
Samhæft við iOS og Android.
Hljóðmerkjamál: SBC, PCM, AAC, APTX, APTX HD
Hleðsla:
Allt að 72 klukkustundir af hlustunartíma
12 klst. í heyrnartólum og fimm fullar hleðslur í gegnum hleðsluboxið ef það er fullhlaðið.
USB-C tengi fyrir hleðslu.
Hægt að samhæfa við þráðlausa hleðslu.
Góð ráð - Fyrsta notkun
Tengjast í gegnum Bluetooth - Fyrsta notkun
Taktu heyrnartólin úr boxinu og kveiktu á þeim. LED ljós mun loga í 1 sek á meðan L og R heyrnatólin para sig saman. L or R LED ljós munu byrja að blikka sem þýðir að þau eru tilbúin í pörun við tæki. Passaðu að hafa kveikt á Bluetooth tengingu í snjalltæki og veldu 'Dóttir Freedom On-Grid TWS' á listanum sem birtist yfir Bluetooth tæki. LED ljósin munu hætta að blikka þegar þau tengjast við Bluetooth snjalltæki.
Þegar þú hefur parað Dóttir við snjallsíma eða annað snjalltæki ætti heyrnartólin að tengjast sjálfkrafa þegar kveikt er á báðum tækjum og bluetooth virkt.
Hægt er að sjá myndband fyrir uppsetningu, stjórnun með snertitökkum og myndband fyrir verksmiðjuendurstillingu hér.