Stór heimilistæki

Heimilistæki

Hljóð og mynd

Símar og úr

Tölvur

Gaming

Snyrting og heilsa

Snjallheimili

Áhugamál og farartæki

Unaðsvörur

InnskráningKarfaUpplýsingarÓskalisti

Samsung Galaxy Book4 línan

Samsung Galaxy Book4 Pro kom í sölu í ELKO í lok febrúar 2024.

Galaxy Book4 Pro

Samsung Galaxy Book4 Pro 14" fartölvan er þunn, létt og hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Book4 er með öflugan Intel Ultra7 örgjörva, AMOLED snertiskjá og rafhlöðu sem endist út daginn.

Galaxy Book4 Ultra

Samsung Galaxy Book4 Ultra 16" fartölvan er þunn, létt og hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Book4 er með öflugan Intel Ultra7 örgjörva, Nvidia GeForce RTX 4050 skjákort, AMOLED snertiskjá og rafhlöðu sem endist út daginn.

Samsung Galaxy S24 línan

Samsung var með kynningu 17. janúar þar sem nýjasta Galaxy S línan var kynnt, Galaxy S24. Línan samanstendur af Galaxy S24, S24+ og S24 Ultra. Hér tökum við saman helstu atriðin um S24.

Þetta eru uppfærslurnar sem þú hefur verið að bíða eftir. Stærri skjár, stærri rafhlaða og meiri kraftur. Það er svo miklu meira til að elska Galaxy S24 og S24+.  Sérstaklega núna þegar Galaxy S24+ kemur með bestu skjáupplausn í Galaxy tækjum; QHD+. Skjárinn á S24 er 6,2“ og skjárinn á S24+ er 6,7“.

Snjallari með Galaxy AI

Nýja S-línan brýtur blað með framúrstefnulegri nýtingu gervigreindar til þess að auk a notagildi tækjanna m.a. með rauntímaþýðingum milli tungumála og enn betri ljósmyndum og myndskeiðum.

Samsung Galaxy Watch6

Galaxy Watch6 er með 20% stærri stærri skjá en Galaxy Watch5 án þess að úrið sjálft sé stærra. 

Nýja endingargóða rafhlaðan endist í allt að 40 klukkustundir af hefðbundinni notkun. Þú getur notað úrið allan daginn (fer eftir notkun) og úrið hleðst að fullu á tveimur klukkustundum. 

Vantar þér hvatningu og innblástur fyrir betri velferð? Vilt þú vita meira um líkama þinn? Kannski þarftu hjálp með svefninn? Galaxy Watch6 er með tólin. Google Wear OS veitir stuðning og aðgang að fjölda líkamsræktar- og heilsusmáforritum - frá Samsung og öðrum.

Innbyggði mælirinn nemur sjálfkrafa hjartsláttinn þinn og sendir þér tilkynningu ef hjartslátturinn hefur verið óreglulegur svo þú getur tekið ECG með úrinu til að fá meiri upplýsingar.

Samsung Galaxy S23 línan

Töluvert meiri geta veitir töluvert meira frelsi. Samsung Galaxy S23 og S23+ eru búnir öllu sem þarf til að gera sem mest úr lífi þínu. Með stærri og öflugri rafhlöðu og Snapdragon 8 Gen 2 örgjörva, sem er hraðasti örgjörvi í Galaxy síma hingað til, ert þú klár í hvaða ævintýri sem er og leikjaspilun verður betri en nokkrum sinni fyrr. Nightography stillingin er orðin enn skarpari. Þannig glatast engar minningar um vetrarnætur.

Samsung S23 Ultra

Með Galaxy S23 Ultra breytir Samsung leikreglunum. Aftur. Síminn er búinn bestu myndavél Samsung frá upphafi sem tekur upp 8K myndefni og 200 MP myndir, bæði í dagsbirtu og næturmyrkri. Nightography stillingin er orðin enn skarpari. Þannig glatast engar minningar um vetrarnætur.

Samsung Galaxy Book 3

Samsung Galaxy Book3 línan var kynnt til leiks af Samsung 1. febrúar og er mjög spennandi ný kynslóð fartölva hér á ferð. Útgáfunar eru þrjár; Pro, Ultra, Pro 360 og 360 en 360 stendur fyrir snúning á skjá og að fartölvan er með snertiskjá. Þær eru fáanlegar í 13,3'' útgáfu og 15,6'' útgáfu.

Samsung

Samsung er suður-kóreskt fyrirtæki sem framleiðir margar mismunandi vörur. Þeir eru sérstaklega þekktir fyrir farsíma sína, spjaldtölvur, sjónvörp og heimilistæki sem sameina einstaka hönnun og vélbúnað. Samsung var stofnað árið 1938 og varð fljótlega einn af leiðandi framleiðendum á nokkrum mörkuðum vegna nýstárlegrar hugsunar og einstakra vara. Fyrirtækið er í fremstu röð á markaði fyrir smá raftæki eins og snjallsíma, spjaldtölvur og snjallúr og þróar sjálft mikið af þeirri tækni sem þú finnur í vörum þeirra. Framtíðarsýn Samsung er að þeir veiti heiminum innblástur og búi til nýstárlegar vörur með nýrri tækni og skapandi lausnum.

Galaxy Buds 2 heyrnartól

Samsung Galaxy Buds2 þráðlaus heyrnartól veita hágæða hljóm með ANC hljóðeinangrun. Þau eru með IPX2 vatnsvörn, Bluetooth 5.2 tengingu, PowerShare hleðslutækni og allt að 8 + 21 klst rafhlöðuendingu.

Skoða öll Buds2 heyrnartól.

Samsung Galaxy Book fartölvur

Samsung framleiðir áreiðanlegar fartölvur undir undirmerkinu Galaxy Book. Til eru nokkrar útgáfur eins og Book S, Flex, ION, Pro og Pro 360.


Með Samsung Galaxy Book Pro 360 15,6" fartölvunni geturðu sleppt beislinu af ímyndunaraflinu. Super AMOLED skjárinn framkallar fallega og nákvæma liti, djúpa svarta og há birtuskil. Thunderbolt 4 tengið gerir þér kleift að tengja marga kröfuharða aukahluti við tölvuna.

Skoða allar Samsung Galaxy Book fartölvur.

Samanburður