Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Hisense veggofn BP8637B - Svartur
BP8637BUppselt






Hisense veggofn BP8637B - Svartur
BP8637BTöfraðu fram ljúffenga rétti með Hisense BP8637B veggofninum. 77 líta ofn með gufukerfi og EvenBake hönnun fyrir bakarann. Einnig er ofninn með Pyrolytic tækni sem sér til þess að auðvelda viðhald og heldur ofninum hreinum og fínum.
Ofn
Þessi veggofn er með stóru 77 lítra ofnrými sem tekur stærri skammta af mat í einu á nokkrum hæðum til að hámarka nýtni.
Kerfi
Gerðu þér ljúffenga heimatilbúna pizzu, bakaðu stökkt og mjúkt brauð eða grillaðu safaríkt kjöt. Ofninn er með 22 sjálfvirk kerfi sem aðstoða þig með eldamennskuna og auðvelda þér verkið.
Loftsteiking
Eldaðu hollar og ljúffengar máltíðir með lítilli eða engri olíu með loftsteikingarstillingu.
Gufukerfi
Með gufukerfi viðheldur maturinn bragði og helst safaríkur. Maturinn verður stökkur að utan en ljúffengur og mjúkur að innan.
SteamAdd stilling
Stilltu á SteamAdd til að gera deigin þín mýkri og rakari. Sett er vatn í bökunarplötu og gufar það upp í deigið og kökurnar til að gera þær ennþá gómsætari.
EvenBake hönnun
Ofninn er hannaður til að dreifa hita jafnt um allt ofnrýmið til að tryggja nákvæmari bökun.
Pyrolytic hreinsikerfi
Með því að ýta á einn takka hitar ofninn sig upp í 400°c og brennir öll óhreinindi að innan. Eftir á er hægt að strjúka öskuna auðveldlega í burtu.
Öryggi
Ofninn er með barnalæsingu á hurðinni svo ekki er hægt að opna hurðina óvart.
Skjár
Skýr og notendavæn stýring með góðum skjá gerir ofninn þægilegan við notkun þegar stillt er tími, hitastig og kerfi.