Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Apple MacBook Air M2 (2023) 15" 8/256 GB - Dökkblá
MacBook Air 15" heldur áfram að ýta mörkum vinnslukrafts með öfluga M2 örgjörvanum. Hún ræður léttilega við kröfuhörð verkefni og allt lítur betur út á glæsilega Liquid Retina skjánum sem er stærri en nokkru sinni áður. Fartölvan er einnig búin MagSafe svo hægt sé að hlaða tölvuna á meðan hin tengin eru laus fyrir aukahluti og jaðarbúnað, og MagSafe kemur sér vel ef einhver hrasar á snúrunni.
Hönnun
Með einungis 1,15 cm þykk og 1,51 kg þyngd kemst MacBook Air léttilega fyrir í tösku eða bakpoka.
Apple M2 örgjörvi
Þessi fartölva er með sérhönnuðum M2 SoC (System on a Chip) frá Apple með átta kjarna fyrir vinnslu og tíu kjarna fyrir skjástýringu. Örgjörvinn er byggður á 5 nm hönnun og er með yfir 20 milljarða smára sem auka afköst en nota minni orku. Ennfremur er M2 með Neural Engine og 8 GB deilt minni svo svo allt vinni hraðar og forrit geta deilt gögnum hraðar með Neural Engine, skjástýringunni og örgjörvanum. Undirbúðu þig fyrir ljóshraða myndvinnslu og leiki. Innbyggð vifta sér til þess að afkastageti haldist stöðug í langan tíma.
Skjár
15,3" Retina skjárinn notar IPS tækni með yfir fimm milljón pixlum. Með hærri birtuskilum og víðu P3 litrófi, birtir skjárinn nákvæma liti sem henta ljósmyndurum, hönnuðum og grafískum hönnuðum. True Tone stillir hvítvægi skjásins byggt á umhverfisljósi svo áhorf reyni minna á augun. Þetta er einnig stærsti skjár sem Macbook Air hefur verið með hingað til þar sem hann teygjir sig lengra en á fyrri kynslóðum.
Lyklaborð og snertiflötur
Baklýsta, íslenska Magic lyklaborðið er hannað með áræðni og stöðugleika í huga. Stóri Force Touch snertiflöturinn styður fjölda hreyfinga s.s. fjölsnertingu og Force klikk.
Touch ID
Þessi tækni er innbyggð efst í hægra horn tölvunnar. Skynjarinn greinir fingraför og gerir þér kleift að aflæsa tölvunni á öruggan máta. Einnig er hægt að nota Touch ID til að greiða í gegnum Apple Pay. Einnig notar skynjarinn Secure Enclave öryggisflögu fyrir dulkóðun og öruggari ræsingu á stýrikerfi, SSD geymslu og samskiptum við Siri.
Thunderbolt
Macbook Air er með tvö Thunderbolt 4 tengi sem eru með gagnahraða upp á allt að 40 Gbps sem virkar einnig sem tenging á milli fartölvunnar og annars jaðarbúnaðar. Tenging styðja DisplayPort myndstreymi og styðja skjá í allt að 6K upplausn með 60 Hz endurnýjunartíðni.
Aðrir eiginleikar
- 2x Thunderbolt / USB 4 tengi
- 3,5 mm heyrnartólatengi
- MagSafe 3 tengi
- Wi-Fi 6, Bluetooth 5.3
- 1080p FaceTime Full HD vefmyndavél með bættri myndvinnslu
- Allt að 18 klukkustunda rafhlöðuening
- True Tone ljósnemi
- 35 W USB-C spennubreytir fylgir með
- USB-C í MagSafe 3 snúra fylgir með