Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Apple MacBook Pro M1 (2020) 13" 512 GB - Silfur
Z11FUppselt





Apple MacBook Pro M1 (2020) 13" 512 GB - Silfur
Z11FMacBook Pro 13 M1 er með byltingarkennda hönnun. Klassíski ál ramminn er mættur aftur með ofurhlöðnum Apple M1 örgjörva sem vinnur hratt og án tafa. MacBook Pro er vél fyrir arkítektinn, tónlistarmanninn og alla sem vilja láta drauma síma rætast.
Hönnun
Með einungis 1,5 cm þykkt og 1,4 kg þyngd er MacBook Pro hönnuð fyrir vinnuþjarkinn á ferðinni. Tölvan fórnar þó engu í frammistöðu þrátt fyrir lítinn ramma.
Touch Bar snertistika
Þessi snertistika milli lyklaborðs og skjás kemur í stað fyrir hefðbundna auka margmiðlunartakka. Lita OLED snertiskjár sem aðlagar sig að þeim forritum og efni sem verið er að vinna með. Þannig ertu alltaf með viðeigandi eiginleika við hendi við hvaða aðstæður sem er. Einstaklega hentugt.
Apple M1 SoC
Þessi fartölva er með sérhönnuðum SoC (system on a chip) frá Apple með átta kjarna fyrir vinnslu og átta kjarna fyrir skjástýringu. Örgjörvinn er gerður með 5 nm hönnun og er með 16 billjón tranistora sem bæta afkastagetu og nota minni orku. Ennfremur er M1 með Neural Engine og 16 GB deilt minni svo svo allt vinni hraðar og forrit geta deilt gögnum hraðar með Neural Engine, skjástýringunni og örgjörvanum. Undirbúðu þig fyrir ljóshraða myndvinnslu og leiki.
Retina skjár
13,3" Retina skjárinn er með IPS tækni sem framkallar myndir í skröpum myndgæðum og er með yfir fjögur milljón pixla ásamt háum birtuskilum og fjölda lita. Skjárinn birtir nákvæma liti og hentar sérstaklega ljósmyndurum, hönnuðum og grafískum hönnuðum. True Tone skjátæknin aðlagast myndefni og umhverfi svo þægilegra er að lesa.
Lyklaborð og snertiflötur
Baklýsta, íslenska Magic lyklaborðið er hannað með áræðni og stöðugleika í huga. Stóri Force Touch snertiflöturinn styður fjölda hreyfinga s.s. fjölsnertingu og Force klikk.
Touch ID
Þessi tækni er innbyggð efst í hægra horn tölvunnar. Skynjarinn greinir fingraför og gerir þér kleift að aflæsa tölvunni á öruggan máta. Einnig er hægt að nota Touch ID til að greiða í gegnum Apple Pay. Einnig notar skynjarinn Secure Enclave öryggisflögu fyrir dulkóðun og öruggari ræsingu á stýrikerfi, SSD geymslu og samskiptum við Siri.
macOS Big Sur
Næstu kynslóðar stýrikerfið tryggir bestu notkunareiginleika fyrir. Margar smáar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri stýrikerfum. Forrit eins og Safari og Notes hafa verið betrumbætt fyrir daglega notkun auk Apple Music og Apple TV.
Thunderbolt 3
Macbook Pro er með 2x Thunderbolt 3 tengi sem eru með gagnahraða upp á allt að 40 Gbps sem virkar einnig sem tenging á milli fartölvunnar og annars jaðarbúnaðar. Tengið styður DisplayPort video fyrir allt að 6K skjá með 60 Hz eða tvo 4K DCI-P3 skjái með 60 Hz.
Aðrir eiginleikar
- 512 GB PCIe SSD geymsla
- WiFi 6, Bluetooth 5.0
- 720p FaceTime HD myndavél
- Allt að 20 klukkustunda rafhlöðuending
- Stereo hátalarar, þrír hljóðnemar
- 3,5 mm heyrnartólatengi
- Ljósnemi
- 61W USB-C hleðslukubbur og USB-C hleðslusnúra (2 m)