Stór heimilistæki
Heimilistæki
Hljóð og mynd
Símar og úr
Tölvur
Gaming
Snúrur og rafmagn
Snyrting og heilsa
Snjallheimili
Áhugamál og farartæki
Unaðsvörur
Samsung Galaxy Watch 7 40mm BT snjallúr - Kremlitað
Samsung Galaxy Watch7 er bæði fyrir hið kröfuharðasta íþróttafólk og þá sem vilja öflugt og endingargott úr. Úrið er útbúið 40 mm skjá úr safír gleri sem er auðvelt að sjá sama hversu bjart er úti. Exynos W1000 og 300 mAh rafhlaða veitir úrinu allt að 40 klukkustunda rafhlöðuendingu.
Bestaðu æfingarnar með Galaxy AI
Skynjarar úrsins og Galaxy AI vinna saman til að læra á líkamann þinn þegar þú notar úrið. Hjartslátturinn þinn og meðaltal hans við hvíld er stanslaust mældur svo að þú getur fengið nákvæma greiningu á æfingunum þínum. Með GPX gögnum getur þú borið æfingar saman og fengið tillögur um sambærilega slóða sem gætu hentað þér.
- Þolpróf hvenær sem er þökk sé Galaxy AI. Með háþróuðum skynjurum úrsins getur þú tekið þolpróf hvenær sem er með því að hlaupa eða hjóla. Það tekur aðeins fjórar mínútur!
- Sigraðu sjálfan þig og fáðu hvatningu með því að bera saman núverandi æfingu við fyrri hraða þinn. Þegar þú hleypur eða hjólar sömu leið og áður gerir Galaxy AI þér kleift að fylgjast með fyrri hraða í rauntíma. Nýttu einnig persónuleg púlssvæði til þess að bæta þig á þeim hraða sem þú vilt. Skynjararnir á úrinu og Galaxy AI fylgjast með hjartslættinum og öndun til þess að meta heilsuna þína á mismunandi æfingum og erfiðleikastigum.
- Galaxy AI fylgist með heilsunni og gefur þér upplýsingar um æfingar, hvíld og svefn. Galaxy AI greinir svefninn þinn og býr til sérhannaðar tillögur til að bæta svefninn, sem leiðir af sér betri æfingar. Ef að hjartslátturinn þinn er óreglulegur er þér bent á að taka ECG mælingu með úrinu til að rannsaka málið frekar. Úrið er einnig það fyrsta í sögunni til að mæla kæfisvefn og
- Svaraðu sjálfvirkt með Galaxy AI. Úrið lærir hvernig þú vilt svara og veitir þér möguleika á að gera það sjálfkrafa, fullkomið þegar þú ert í miðri æfingu.
Exynos W1000 örgjörvi
5 kjarna Exynos örgjörvinn knýr Galaxy AI og bætir skilvirkni um 30% miðað við fyrra Galaxy Watch og lætur úrið virka betur og endast lengur.
Nýr BioActiveSensor2
Hjartslátturinn þinn er mældur hárnákvæmt þökk sé nýjum BioActiveSensor2. Einnig getur skynjarinn mælt nýja hluti eins og AGE (Advanced Glycation Index) í líkamanum sem getur haft neikvæð áhrif á blóðþrýsting, hjartað, sykursýki og fleira.
Dual GPS fyrir nákvæmari mælingar
Galaxy Watch7 er með stórbættan GPS þökk sé tvöföldum GNSS (L1+L5) örgjörvum og háþróuðu algrími sem bætir staðsetningartækni í þéttbyggð. Það bætir einnig mælingu á staðsetningu þegar úrið er notað í krefjandi umhverfi eins og skógum eða fjöllum.
Rafhlaðan endist allt að 40 klukkustundir
Öflug rafhlaða ásamt örgjörva sem fer spart með orku sér til þess að rafhlaðan endist auðveldlega allan daginn án vandamála. One UI 6 sér enn fremur til þess að rafhlaðan sé nýtt á sem bestan hátt.
Hönnun og ending
Galaxy Watch7 er hannað fyrir erfiðar aðstæður með IP68 og MIL-STD 810H einkunn. Armour Aluminium2 umgjörðin og safír gler verja úrið gegn höggum og rispum.
Fylgihlutir
- Þráðlaust hleðslutæki
- Ól (S/L)
- Leiðbeiningar